Laugardagur 27. apríl, 2024
2.1 C
Reykjavik

Unnar Þór hættir sem gjaldkeri Pírata: „Ég get bara sagt ykkur það strax að þetta er sturlun“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Unnar Þór Sæmundsson hefur gegnt störfum sem gjaldkeri Pírata í eitt ár. Á aðalfundi flokksins sem haldinn var laugardaginn 31. ágúst hélt Unnar Þór ræðu, en hann lætur nú af störfum sem gjaldkeri.

„Það sem hefur einkennt fjármál Pírata allt frá upphafi eru stöðugar kosningar og þá meina ég ekki bara að við höfum verið að eyða peningum því það er það sem allir tala um og einblína á heldur höfum við stöðugt verið að fá meira fjármagn,” segir Unnar Þór meðal annars í ræðu sinni.

Bókhald Pírata er nú opið og ársreikningur fyrir árið 2018 hefur verið birtur, en Píratar hafa verið gagnrýndir fyrir að hafa ekki haft bókhaldið opið. Hefur Unnar Þór greint frá því að ein af helstu áherslum hans var að opna bókhaldið, eins og lög félagsins gera ráð fyrir. Viðurkenndi hann þó að verkefnið hefði verið bæði stærra og flóknara en hann hefði getað ímyndað sér.

„Ég get bara sagt ykkur það strax að þetta er sturlun.“

Kemur hann inn á að vinna og ábyrgð gjaldkera félagsins hefur margfaldast, en ekkert breyst í skipulagi eða vinnu sjálfboðaliða félagins, en starf gjaldkera er sjálfboðaliðastarf.

„Ég get bara sagt ykkur það strax að þetta er sturlun. Það starf sem ég hef verið að sinna er 100%“. Unnar Þór birti ræðuna í heild sinni í Facebook-færslu í gær og segist hann skilja sáttur við embættið, þó vissulega sé margt sem hann hefði viljað gera meira af, en eitt ár sé skammur tími.

Unnar Þór fer yfir stöðu flokksins hvað fjármálin varðar og kemur inn á að í lok árs eru skuldir upp á 22 milljónir. Kemur hann inn á að samkvæmt lögum félagsins má það skuldsetja sig, en einhverjir flokksmenn telja að svo eigi ekki að gera.

„Vandamálið er margþætt og ég hef komið inn á einhverja þætti hér á undan, fjármagn hefur aukist til muna, fjárútlát einnig sem og allur rekstur í félaginu,“ segir Unnar Þór.

- Auglýsing -

Einnig tekur hann fyrir „heitu kartöfluna,“ eins og hann nefnir hana: hvernig fjármagni var formlega deilt niður á aðildarfélög í sveitastjórnarkosningunum og heildarkostnað vegna kosninganna.

„Ef farið er yfir bókhald ársins 2018 sem er nú opið öllum og aðgengilegt í gegnum vefsíðu Pírata undir bókhald, má sjá að fjármunum var ekki dreift jafnt niður á sveitarfélög,“ segir Unnar Þór og segir að lagfæra þurfi ferla svo slíkt komi ekki fyrir aftur. „Hvernig við viljum að hreyfingin okkar virki fyrir alla félagsmenn óháð búsetu eða tækifærum á ferðalögum, það er alveg ljóst að eitthvað er ekki að virka.“

Unnar Þór fer einnig yfir árangur framkvæmdaráðs á liðnu starfsári og segist hann hafa dregið mikinn lærdóm af störfum sínum sem gjaldkeri.

- Auglýsing -

„Mikilvægasti lærdómurinn er að læra að meta allt það óeigingjarna starf sem svo ótrúlega margir hafa tekið að sér og lært að bera meiri virðingu fyrir öllum þeim verkefnum sem eru ósýnileg öðrum,“ segir Unnar Þór að lokum og óskar eftirmanni sínum góðs gengis.

Bókhald og ársreikning Pírata má lesa á heimasíðu flokksins.

Ræðuna má lesa í heild sinni á Facebook-síðu Unnars Þórs.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -