Föstudagur 26. apríl, 2024
5.1 C
Reykjavik

Vistkerfisbreytingar ein stærsta kerfisáhættan

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Eitt af því sem þjóðir heimsins glíma margar við þessi misserin, er að kortleggja breytingar sem geta orðið á samfélögum vegna vistkerfisbreytinga sem rekja má til hlýnunar jarðar og mengunar. Eftir að nær allar þjóðir heimsins hafa samþykkt Parísarsamkomulagið hefur vinna við þessa tegund kerfisáhættu orðið enn ítarlegri en áður og meira fjármagni varið til hennar.

Óhætt er að segja að Ísland standi frammi fyrir mikilvægum spurningum hvað þetta varðar. Sé litið til mikilvægustu auðlindar Íslands, íslensku lögsögunnar, þá geta breytingar, t.d. vegna súrnunar og hlýnunar sjávar, leitt til mikilla breytinga á stofnstærðum, sem síðan getur leitt til mikilla efnahagsáhrifa. Þjóðarsjóður gæti virkað sem öryggisventill í aðstæðum, þar sem mikil neikvæð áhrif kæmu fram.

Óhætt er að segja að á Íslandi sé mikið undir, þegar horft er til lögsögunnar sérstaklega. Fyrir utan útflutningsverðmæti úr lögsögunni, sem árlega eru á bilinu 220 til 250 milljarðar króna, þá er einnig mikil kerfisáhætta fólgin í miklum áhrifum sjávarútvegsins í hagkerfinu öllu.

Eins og rakið var í ítarlegri fréttaskýringu á þessum vettvangi, er fjárhagslegur styrkur margra útgerðarfyrirtækja á Íslandi mikill þessi misserin, og má segja að aðrir geirar í hagkerfinu komist ekki með tærnar þar sem útgerðirnar hafa hælana hvað varðar arðsemi rekstrar. En þetta getur breyst hratt ef miklar breytingar verða í lögsögunni, og þá gæti reynst mikilvægt fyrir landið að vera með Þjóðarsjóð til taks til að takast á við áföll, ef þau kæmu fram. Vonandi kemur ekki til mikilla neikvæðra breytinga í lögsögunni, en sérfræðingar hafa þó varað við því að svo gæti farið.

Aflaheimildir eru í dag metnar á um 1.200 milljarða króna og veðsettar fyrir mörg hundruð milljarða í fjármálakerfinu, og það eitt getur leitt til kerfisáhættu, ef breytingar í lögsögunni leiða til þess að stofnar minnka eða jafnvel hverfa. Áfallið þegar síldin hvarf 1969, sem minnst er á greinargerð með frumvarpinu um Þjóðarsjóð, var mikið og svipað áfall getur endurtekið sig, enda náttúrulegar breytingar oft óútreiknanlegar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -