2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

  Áttaði sig ekki á því að hægt væri að starfa sem fatahönnuður

  Signý Þórhallsdóttir, fata- og prenthönnuður, vinnur nú að eigin merki og segist sækja innblástur í íslenska náttúru.

   

  Hvernig hönnuður eða listamaður ert þú?
  „Ég er fatahönnuður sem vinnur mikið með prentaðan textíl.“

  Signý vinnur mikið með prentaðan textíl.

  Hvernig verk gerir þú aðallega og fyrir hvað?
  „Hvað prentin varðar þá teikna ég þau aðallega fyrir fatnað. Ég er núna að vinna í mínu eigin merki, en það heitir Morra.“

  AUGLÝSING


  Hvaða litir heilla þig?
  „Ég er mjög mikið fyrir heita liti og dregst alltaf að appelsínugulum tónum. Mest er ég þó hrifin af óvæntum litasamsetningum.“

  „Ég var alltaf að teikna og sauma sem krakki og unglingur en áttaði mig ekki á því að hægt væri að starfa sem fatahönnuður fyrr en í menntaskóla.“

  Hvaðan færðu innblástur?
  „Ég flutti nýlega heim til Íslands aftur eftir nær sjö ár erlendis. Upp á síðkastið hef ég því fengið mikinn innblástur frá íslenskri náttúru sem ég var farin að sakna mikið. Þar fyrir utan hafa söfn og gallerí alltaf verið þeir staðir sem örva mig mest í átt að sköpunargleðinni.“

  Ákvaðst þú á einhverjum tímapunkti að verða hönnuður eða gerðist það bara „óvart“?
  „Ég var alltaf að teikna og sauma sem krakki og unglingur en áttaði mig ekki á því að hægt væri að starfa sem fatahönnuður fyrr en í menntaskóla. Þá kom eiginlega ekkert annað til greina.“

  Hefur þú alla tíð haft gaman af því að teikna?
  „Já, mér hefur alltaf þótt það gaman þótt það hafi auðvitað komið hæðir og lægðir.“

  Hvenær sólarhringsins finnst þér best að vinna?
  „Mér finnst alltaf best að vinna í dagsbirtu.“

  Vinnuaðstaða Signýjar.

  Hvaða hönnuðir og listamenn eru í uppáhaldi hjá þér?
  „Það er erfitt að nefna sérstaka hönnuði, en ég fylgist þó til dæmis alltaf vel með Dries van Noten og auðvitað Vivienne Westwood en ég vann þar í nokkur ár. Ég hef líka verið spennt fyrir ungum fatahönnuði sem heitir Matty Bovan. Upp á síðkastið hef ég mikið skoðað listamenn eins og Louise Bourgeois, Barböru Hepworth, Gerði Helgadóttur, Evu Hesse og Anselm Kiefer.“

  Hvað er fram undan á næstu misserum?
  „Ætlunin er að halda áfram að þróa vörumerkið Morra frekar.“

  Mynd / Hallur Karlsson

  Myndir / Hallur Karlsson

  Lestu meira

  Annað áhugavert efni

  Nýjast á Mannlíf.is