Föstudagur 6. desember, 2024
-1.2 C
Reykjavik

Stútfullt blað af skemmtilegum sumarhúsum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Júlíblað Húsa og híbýla var að koma út og er sérlega lifandi og skemmtilegt.

Blaðið er fullt af skemmtilegum sumarhúsum bæði hérlendis og erlendis. Við kíktum á herragarð í Eyjafjarðarsveit sem áður hafði verið í eyði í rúm 60 ár en var breytt á einstakan hátt. Jóhanna Vilhjálmsdóttir og Geir Sveinsson búa úti í skógi í Hans og Grétu húsi rétt utan við Berlín og kíktum við einnig í heimsókn til þeirra. Unnie Arendrup hannaði póstkortið sem fylgir með blaðinu og ber verkið heitið Sumarvæntingar.

Karítas Sveinsdóttir innanhússhönnuður hjá HAF Studio sýndi okkur alla sína uppáhaldshluti en hún er að undirbúa opnun verslunar HAF Studio úti á Granda ásamt eiginmanni sinum, Hafsteini Júlíussyni.

Egill Guðmundsson arkitekt og einn af eigendum Arkís arkitekta sagði okkur allt það helsta sem er að gerast í arkitektúr í dag og hvers við megum vænta í framtíðinni.

Viktoría Hrund Kjartansdóttir og Brynjar Guðlaugsson gerðu upp glæsilega íbúð í Keflavík en Viktoría var að útskrifast með BA-gráðu í arkitektúr og tekur einnig að sér að hanna íbúðir fyrir aðra.

Blaðið er einnig stútfullt af góðum hugmyndum fyrir ferðalagið, sumarhúsið og sumarveisluna.

Ljósmyndarar blaðsins tóku ógrynni ljósmynda og komust þær því miður ekki allar í blaðið. Því er tilvalið að birta þær hér á vefnum og leyfa lesendum að njóta þeirra:

Harpa Lind Harðardóttir og Stefán Gíslason sem búa í glæsihúsi í Garðabæ en þau hafa búið víða. Þau er með mörg járn í eldinum og eru nú að innrétta glænýtt hótel í Borgarfirði ásamt því að reka verslunina Willamia á Garðatorgi.
Við heimsóttum hressar systur sem hafa verið að gera upp sumarhús við Þingvallavatn sem tókst einstaklega vel.
Í Skorradal er fallegt sumarhús í rustic-stíl sem við heimsóttum en það stendur í einstaklega fallegu umhverfi.
Öngulsstaðir í Eyjafjarðarsveit er sögulegt stórbýli sem lagðist í eyði í rúm 60 ár. Húsið var gert upp á einstakan hátt og er orðið að sannkölluðum herragarði. Sigríður Sigþórsdóttir arkitekt hjá Basalti hannaði breytingarnar ásamt Jóhannesi Geir Sigurgeirssyni en Sigríður er hvað þekktust fyrir þátt sinn í hönnun Bláa lónsins og Sundlaugarinnar á Hófsósi og hefur hlotið mörg verðlaun fyrir.
Rétt utan við Berlín í miðjum skógi stendur hús Jóhönnu Vilhjálmsdóttur og Geirs Sveinssonar. Húsið var byggt árið 1935 af eiganda bjórbrugghúss. Villt náttúran allt í kring sveipar húsið sannkölluðum ævintýrablæ.

Myndir / Aldís Pálsdóttir, Auðunn Níelsson, Álfheiður Guðmundsdóttir, Hallur Karlsson og Heiðdís Guðbjörg Gunnarsdóttir.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -