Miðvikudagur 4. desember, 2024
0.8 C
Reykjavik

Valdís bar sigur úr býtum: „Þetta er ómetanlegur heiður“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hönnun er mest spennandi þegar hönnuður hafa eitthvað að segja með verkum sínum, segir vöruhönnuðurinn Valdís Steinarsdóttir, sem hlýtur sænsku hönnunarverðlaunin Formex Nova 2020 í ár.

Bioplastic Skin, sem eru umbúðir fyrir kjötvöru búnar til úr dýrahúðum.

„Þetta er ómetanlegur heiður og það er hvatning fyrir mig sem hönnuð að fá svona viðurkenningu fyrir mína vinnu,“ segir Valdís þegar hún er spurð hvernig tilfinnig sé að vinna til þessara virtu verðlaunana.

Formex Nova verðlaunin er veitt árlega til að beina sjónum að ungum hönnuðum sem skara fram úr á Norðurlöndunum og þannig kynna og efla norræna hönnun. Fimm hönnuðir voru tilnefndir til þeirra í ár og bar Valdís sigur úr býtum. Verðlaunin hlýtur hún fyrir verkefni sín Bioplastic Skin, sem eru umbúðir fyrir kjötvöru búnar til úr dýrahúðum og Just Bones, sterkt náttúrulegu efni sem eingöngu er unnið úr beinum.

„Þetta er hluti af rannsóknum sem ég hef verið að vinna þar sem ég tek fyrir efni sem kjötiðnaðurinn býr til og eru vannýtt,“ lýsir Valdís. „En ég hef lagt mikla áherslu á efnisrannsóknir í minni vinnu þar sem ég finn leiðir til að nýta vannýtt lífræn efni. Í gegnum þessar rannsóknir tekst ég oft við málefni sem mér finnast erfið og krefjandi með það fyrir augum að skapa til vettvang til að ræða málefni frá nýjum hliðum.“

Just Bones er sterkt náttúrulegt efni sem eingöngu er unnið úr beinum.

Hún segir að með þessum verkefnum vilji hún opna á umræðu um neysluvenjur okkar sem samfélags, en í umsögn dómnefndar er Valdísi einmitt lofuð í hástert fyrir að hafa lagt metnað í hönnun einstakra lausna á vandamálum sem eru bæði af samfélagslegum og umhverfislegum toga. Þá er henni hrósað fyrir að gera það í opnu samtali við áhorfendur. Finnst henni mikilvægt að hönnuðir taki sér stöðu samfélagsrýnis?

„Hönnuðir geta auðvitað verið mikilvægir samfélagsrýnar,“ segir hún. „Í vinnu okkar tökum við oft að okkur hlutverk sögumanns og reynum að setja hluti fram á auðskiljanlegan hátt. Og persónulega finnst mér hönnun vera mest spennandi þegar hönnuðir hafa eitthvað segja með verkefnum sínum.“

- Auglýsing -
Valdís hefur meðal annars hlotið fyrstu verðlaun á Paris Design Forum og verið tilnefnd til nýsköpunarverðlauna forseta Íslands. Hér eru þau Valdís og Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands á HönnunarMars.

Valdís útskrifaðist frá vöruhönnunardeild Listaháskóla Íslands árið 2017. Hún hefur meðal annars hlotið fyrstu verðlaun á Paris Design Forum og verið tilnefnd til nýsköpunarverðlauna forseta Íslands. Hún segir að sænsku Formex Nova hönnunarverðlunin gefi henni færi á að ná til enn fleira fólks en áður og fyrir það sé hún mjög þakklát.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -