2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

  Vasast í blómum

  Afskorin blóm í vasa lífga upp á heimilið og gaman er að tína villt blóm og setja í falleg ílát. Tilvalið er að leika sér svolítið með blómin, blanda saman villtum, afskornum blómum eða blómum úr garðinum og hugsa út fyrir boxið hvað varðar vasa og framsetningu. Hver segir að blóm þurfi endilega að vera í blómavasa?

  Hægt er að nota vatnskönnur, fallega bolla eða glös og gamlir tekatlar eða kaffikönnur geta vel hýst frjálslegan blómvönd á eldhúsborðinu. Ýmsar grænar plöntur og strá geta líka hentað vel í vöndinn. Hér gildir í raun að gefa hugmyndafluginu lausan tauminn. Við tókum saman nokkrar myndir af fallegum heimagerðum blómvöndum.

  Blómavasar geta verið alls konar – hugsið út fyrir rammann og notið falleg ílát, könnur eða krukkur.

  Búið til ykkar eigin vönd úr því sem náttúran gefur og verið óhrædd við að blanda saman ólíkum blómategundum. Göngutúr og blómatínsla hljómar eins og góð samverustund. Hér má sjá lúpínu, sóleyjar og blásóleyjar saman í vasa. Falleg og góð lausn sem lífgar svo sannarlega upp á heimilið.

  Sóleyjar gleðja alltaf augað, færðu gula litinn og sólina inn á heimilið.

  AUGLÝSING


  Hvönnin vex við rakan jarðveg og er oftast að finna í nálægð við vötn. Það þarf því ekki að leita langt yfir skammt en hvönnin kemur ótrúlega vel út í vasa.

  Lúpínur hafa sjaldan verið vinsælli enda er lúpínubreiður að finna víðast hvar um landið. Lúpínur og kerfill koma vel út saman, einfalt og ódýrt og ósköp fallegt.

   

  Lestu meira

  Annað áhugavert efni

  Nýjast á Mannlíf.is