Laugardagur 2. desember, 2023
-0.9 C
Reykjavik

Besti vinur Rocky er látinn

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hinn aldraði leikari, Burt Young, sem lék við hlið Sylverster Stalone í Rocky myndunum, lést fyrr í mánuðinum í Los Angeles. Hann var 83 ára gamall.

Young, sem skírður Gerald Tommaso DeLouse, lést þann 8. október í Los Angeles en dóttir hans, Anne Morea Steingieser staðfesti það við The New York Times í gær.

Young er þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Paulie Pennino, besta vin og mág Rocky Balboa sem leikinn var af Sylvester Stallone, í Rocky-myndunum. Fyrir leik sinn í fyrstu Rocky myndinni var Young tilnefndur til Óskarsverðlaunanna sem besti aukaleikarinn, árið 1976.

Young og Stalone

Hann byggði feril upp úr því að leika harðar, verkalýðs- og oft erfiðar persónur með djúpum flóknum og siðferðilegum tvískinnungum. Frammistaða hans í Rocky festi þessa karaktertýpu rækilega í sessi hjá honum en hann lék að lokum í öllum sex Rocky kvikmyndunum.

Auk Rocky lét Young í þekktum myndum á borð við Chinatown árið 1974, The Gambler, 1974, Once Upon a Time In America, 1984, Back to School, 1986, Last Exti to Brooklyn, 1990 og Transamerica, 2005, ásamt fjöldi annarra.

Young vann til dauðadags en hann mun birtast í fjórum kvikmyundum sem verið er að klára og munu koma út fljótlega.

- Auglýsing -

Dánarorsök hafa ekki verið kunngerð. Young lætur eftir sig dóttur og barnabarn.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -