Laugardagur 27. apríl, 2024
-1.2 C
Reykjavik

Bræðslan 2024 tekur á sig mynd – Gildran tryllir lýðinn ásamt Aroni Can, GDNR og fleirum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Línur eru farnar að skýrast varðandi Bræðsluna 2024 en búið er að tilkynna hvaða tónlistarmenn muni troða upp á hinni vinsælu tónlistarhátíð á Borgarfirði eystri.

Austurfrétt segir frá því að nú þegar sé búið að kunngjöra hvaða listamenn munir troða upp á Bræðslunni sem fram fer á Borgarfirði eystri þann 27. júlí næstkomandi, þó svo að ekki sé útilokað að einhver bætist í hópinn.

Listamennirnir sem koma munu fram á hátíðinni eru af dýrari kantinum en það eru þau Aron Can, GDRN, Hildur, Kælan Mikla auk Guðmundar Magna Ásgeirssonar sjálfs og hljómsveit hans Á móti sól. Eitt band er eftir í upptalningunni en það er af rándýru gerðinni. Gamla góða Gildran mætir á svæðið til að trylla rokkþyrsta gesti Bræðslunnar.

Guðmundur Magni Ásgeirsson, einn af skipuleggjendum hátíðarinnar segir í samtali við Austurfrétt að þetta sé líklega endanlegur listi tónlistarmanna á aðalkvöldi Bræðslunnar en hann viðurkennir fúslega að veikleiki forsprakka Bræðslunna hafi í gegnum tíðina verið sá að vilja alltaf bæta við einum eða fleiri listamönnum við dagskránna þegar nær dregur.

„Þetta er auðvitað fyrir utan þessa „off-venue“ viðburði sem fram fara dagana fyrir aðalkvöldið en þeir verða kynntir fljótlega. Að þessu sinni ætlum við að breyta aðeins til varðandi miðasöluna. Keyptir miðar verða sendir í snjallsíma kaupenda og þeir svo skannaðir til að fá aðgang að tónleikastöðunum. Þetta auðveldar ýmislegt bæði fyrir gesti og ekki síður okkur. Nú getum við til dæmis látið fólk beint vita af viðburðum sem verða til fyrirvaralítið eða öðru því sem máli skiptir meðan fólk er hér. Þetta er gert í samstarfi við fyrirtækið Glaze sem ágætur vinur okkar Jónas Sigurðsson stofnaði ásamt fleirum,“ segir Magni við Austurfrétt.

Miðasalan fyrir hátíðina 2024 hefst eftir mánaðarmótin strax þann 3. apríl að sögn Magna og sá dagur valinn því það sé afmælisdagur föður Bræðslunnar og Magna, Ásgeirs Arngrímssonar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -