Laugardagur 27. apríl, 2024
8.8 C
Reykjavik

Davíð var læstur inni á Sorpu: „Þegar ég var búinn sá ég að ég er einn hérna“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Tónlistarmaðurinn Davíð Sigurgeirsson sýndi frá vandræðum sínum í stórskemmtilegu myndbandi á Instagram þegar hann var læstur inni á Sorpu. Svæðinu var lokað án þess að nokkur sæi hann.

„Ég er á Sorpu, að fara með drasl á haugana. Ég var í makindum mínum að losa bílinn og svo þegar ég var búinn sá ég að ég er einn hérna. Síðan kemur í ljós að ég er læstur inni.“

Davíð reyndi að hafa samband við skrifstofur Sorpu en þar var enginn við. Það sem verra þótti var síminn hans að verða batteríslaus. „Ég veit ekkert hvað ég að gera. Sorpa svarar ekki. Öryggismiðstöðin er með þjófavörnina hérna en þau vissu ekkert hvað ætti að gera. Það er matartími og ég veit ekki alveg hvað ég á að gera en ég get kannski farið að leita í einhverjum gámum. Ég er líka að verða batteríslaus, verð það mjög fljótlega en ég kýs að nota batteríið í að deila þessu með ykkur. Mér finnst þetta of skemmtilegt.“

Davíð virtist ekki kippa sér mikið upp við veruna á sorphaugunum. Að lokum öðlaðist hann frelsi á ný þegar starfsmaður kom og opnaði hliðið. „Á meðan ég beið þarna hringdi síminn. Eitthvað óþekkt númer var á hinni línunni. Það var kona sem kynnir sig og segir „Hæ, ég heiti Steina og ég hringi frá Sorpu“ og búmm ég verð batteríslaus. Þá beið ég í von um það að þau vissu hvar ég væri. Ég er allavegana frjáls úr prísundinni. Það kom maður og hleypti mér út. Hann sagði að hann væri búinn að vinna þarna í tíu ár og þetta væri annað skiptið sem þetta hafi gerst. Sem gerir það að verkum að það er einn á móti 1800 að þetta gerist. Sem er mjög merkileg tölfræði.“

Myndbandinu var deilt á TikTok og má sjá hér fyrir neðan.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -