Sunnudagur 8. september, 2024
8.5 C
Reykjavik

Dóttir Elons Musk óskar eftir nafnabreytingu – Vill ekkert með pabba sinn hafa

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Í gær gekk skjáskot um Twitter sem var sagt sýna beiðni dóttur auðjöfursins Elons Musk um nafnabreytingu og nýtt fæðingarvottorð. Dóttirin, sem er 18 ára gömul, er transkona. Breytingin snýst því um að staðfesta nafn og vottorð sem passar við kynvitund hennar, en samkvæmt þeim sem birti skjáskotið á Twitter í gær, snýst þetta ekki síður um að vilja skera á öll tengsl við föður hennar. Hún vilji ekki vera kennd við hann né tengjast honum á nokkurn hátt. Reuters hafa staðfest þetta.

„Ég bý hvorki með né vil tengjast líffræðilegum föður mínum á nokkurn hátt,“ segir dóttirin.

Hún lagði beiðnina fram í Los Angeles í apríl síðastliðnum, þar sem hún óskar eftir bæði nafnabreytingunni og að skráningu kyns hennar verði breytt úr karlmanni í konu. Móðir hennar er Justine Wilson, en Wilson og Musk skildu árið 2008. Samkvæmt breska fjölmiðlinum Daily Mail er nýja nafnið Vivian Jenna Wilson, og yrði dóttirin þannig kennd til móður. Þau Wilson og Musk eignuðust saman tvíbura. Hinn tvíburinn er drengur og heitir Griffin.

Elon Musk er eins og flestir vita frumkvöðull, eigandi SpaceX, forstjóri Tesla, og ríkasti maður heims. Þessa dagana reynir hann að klára kaup sín á Twitter. Ekki er vitað hvað gerðist á milli feðginanna. Um það bil mánuði eftir að dóttirin óskaði eftir breytingunni lýsti Musk yfir stuðningi sínum við Repúblikanaflokkinn í Bandaríkjunum. Ljóst er að ýmsir kjörnir fulltrúar flokksins styðja lagabreytingar sem kæmu til með að draga úr réttindum transfólks í ýmsum ríkjum.

Musk hefur tjáð sig um málefni transfólks, til að mynda með því að tísta eftirfarandi árið 2020: „Ég styð transfólk sannarlega, en öll þessi fornöfn eru fagurfræðileg martröð.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -