Þriðjudagur 5. desember, 2023
3.1 C
Reykjavik

Swift og Kelce létu loka veitingastað fyrir eftirpartý: „Þau voru mjög alúðleg við hvort annað“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ofurstjörnunar Taylor Swift og Travis Kelce létu loka heilum veitingastað svo þau gætu haldið partý í friði.

ET online segir frá því að ein vinsælasta söngkona heims, Taylor Swift og Travis Kelce, stjarna í amerískum fótbolta. hafi kveikt í samfélagsmiðlum á sunnudagskvöld þegar þau ákváðu að enda kvöldið, eftir æsilegan leik Kansas City Chiefs, sem Kelce leikur með, á óvæntu eftirpartýi fyrir fjölskyldu Travis og liðsfélaga. Fjöldi aðdáanda þyrptust að stjörnunum en Travis lét loka veitingastaðnum, svo þau gætu skemmt sér í friði og ró.

Gestir veitingastaðarins Prime Social Rooftop urðu steinhissa yfir látunum sem skapaðist þegar stjörnurnar mættu á staðinn. Vitni sem ræddi við ET sagði: „Travis borgaði veitingastaðnum fyrir að loka honum fyrir öðrum en honum, fjölskyldu hans og liðsfélögum. Taylor mætti klædd í kjól úr gallaefni, og sást narta í mat, drekka kokteila og dansa við hlið Travis. Þau voru mjög alúðleg við hvort annað en héldu öllu skemmtilegu og léttvægu. Liðsfélagar Travis mættu einnig í eftirpartýið, sem og mamma hans og pabbi, Donna og Ed. Partýið entist til tvö um nóttina.“

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

dfkjpogv

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -