Föstudagur 26. apríl, 2024
7.1 C
Reykjavik

Harry tjáir sig um fundinn með drottningunni: „Hún hefði elskað að vera hér“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Harry Bretaprins hefur nú tjáð sig í fyrsta sinn um fund hans og Meghan Markle, eiginkonu hans, með Elísabetu Englandsdrottningu. Breska blaðið The Sun greinir frá þessu. Hjónin höfðu ekki hitt drottninguna, ömmu Harrys, í tvö ár, eða síðan þau fluttust til Bandaríkjanna.

„Það var frábært að hitta hana og ég er viss um að hún hefði elskað að vera hér,“ sagði Harry í viðtali við BBC á Invictus-leikunum, þar sem þau hjónin eru stödd þessa dagana.

Heimsóknin til drottningarinnar var farin í leynd, en hjónin stoppuðu hjá henni á leið sinni á leikana þar sem þau eru núna.

Enn sem komið er hefur enginn frá Buckingham-höll tjáð sig um fundinn. Andað hefur köldu milli Harrys og fjölskyldu hans síðan þau Meghan fluttust til Bandaríkjanna og sögðu sig frá öllum konunglegum skyldum sínum. Það tók svo endanlega steininn úr þegar þau fóru í viðtal hjá Opruh Winfrey, þar sem þau töluðu um fjölskyldumeðlimi Harrys, einkamál konungsfjölskyldunnar og kynþáttafordóma sem Meghan Markle segist hafa upplifað innan fjölskyldunnar og frá breskum almenningi.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -