Miðvikudagur 17. júlí, 2024
11.8 C
Reykjavik

Jamie Foxx var þakklátur á fyrsta afmælisdegi sínum eftir veikindin: „Ég þarfnaðist hverrar bænar“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Stórleikarinn Jamie Foxx er þakklátur fyrir allar bænirnir sem hann fékk þegar hann veiktist alvarlega fyrr á árinu.

Hollywood-stórstjarnan Jamie Foxx, var fluttur með flýti á sjúkrahús fyrr á árinu vegna bráðatilfellis sem ekki enn hefur verið útskýrt en hann var heppinn að lifa af. Við tók svo endurhæfing en hann er nú komið á fullt ról og farinn að tjá sig á samfélagsmiðlunum.
Í nýlegri færslu þakkar hann fyrir allar bænirnar sem aðdáendur hans sendu út í kosmósið þegar ástand hans var hvað alvarlegast. Gerði hann þetta í tilefni af 55 ára afmælisdegi sínum.

„Þessi afmælisdagur var sérstakur … ég vil byrja á að segja takk til allra sem báðu fyrir mér þegar ég var í vanda staddur … ég hef undanfarið getað þakkað sumum ykkar persónulega en ég vil segja ykkur öllum. ÉG ÞARFNAÐIST HVERRAR BÆNAR … þið liftuð mér í gegnum þetta … ég gat fagnað afmæli mínu í dag vegna bænanna ykkar … ég álit ykkur öll mína fjölskyldu … og þakka ykkur mín nánari fjölskylda, og allir sem áttu þátt í að ég gat haldið upp á afmælið mitt þetta árið … ég sendi ykkur okkar algjöru gleði til allra … því ef það er minn afmælisdagur, þá er það þinn afmælisdagur …“ Færsluna má sjá hér fyrir neðan:

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Jamie Foxx (@iamjamiefoxx)

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -