Laugardagur 27. apríl, 2024
4.1 C
Reykjavik

Linda Pé opnar sig um gagnrýnina: „Það er enn verið að segja fullt um mig“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fegurðardísin og fyrrum Ungfrú heimur, Linda Pé, segist hafa náð það miklum þroska að hún geti leitt hjá sér sífellda gagnrýni fólks. Af þeim sökum tók hún ekki inn á sig alla þá gagnrýni sem fylgdi nýlegum orðum sínum og leiðbeiningum í hraðvarðsþætti sínum um hvernig hægt sé að losna við 4 kíló á einum mánuði.

Linda gaf þær leiðbeiningar að fólk eigi að borða aðeins tvær máltíðir á dag og sleppa öllum millibitum. Hún vildi ekki meina að þetta væri einhver megrun og útskýrir í nýjasta þætti sínum betur hvað hún átti við:

„Þú þarft ekki að léttast í alvöru. Þú þarft þess ekki. Þú verður ekki betri manneskja ef þú léttist. Þú ert nú þegar fullkomin. Þú verður ekki vinsælli. Þú verður ekki einu sinni hamingjusamari, þú verður bara léttari,“ segir Linda og heldur áfram:

„Nú af hverju er ég þá að hjálpa fólki að léttast ef ég trúi þessu í alvöru? Það er vegna þess að þú getur lést ef þú vilt það. Ef það gæti bætt líkamlega heilsu þína að léttast eða þú telur að þú hefðir meiri orku eða þig langar einfaldlega að sjá hvað þú ert fær um að gera, þá getur þú lést.“

Í þættinum fjallar hún einnig um þá gagnrýni sem hún hlaut fyrir leiðbeiningarnar og segist hún hafa lært að taka gagnrýni með tímanum. Hér áður fyrir átti hún í meiri erfiðleikum með það.

Linda segir:

- Auglýsing -

„Trúðu mér það er búið að segja fullt um mig og það er enn verið að segja fullt um mig en ég læt það ekki stoppa mig, því ég veit hver ég er og ég veit fyrir hvað ég stend. Auðveldasta leiðin til þess að fá aldrei neina gagnrýni er að taka aldrei neina áhættu, að halda sér til hlés, að stækka ekki neitt og fara aldrei út fyrir þægindaramman, vera alltaf sammála, andmæla engum og taka hvorki áhættu né ögra skoðunum hópsins þíns.

Það á eftir að koma gagnrýni sem særir, af því ef hún er sönn eða það er eitthvað sem þú gerðir sem þú hefðir viljað sleppa og líka þegar eitthvað er tekið úr samhengi, láttu mig þekkja það. Auðvitað mun það kalla upp einhverjar tilfinningar, jafnvel upplifirðu niðurlægingu og jafnvel finnst þér þetta særandi.

Þannig að mundu það bara að það er allt í lagi að finna fyrir þeim tilfinningum og leyfðu því bara að vera þannig. Sættu þig svo við að kannski er þetta bara satt og það er partur af programmet. Þetta er bara lífið og stundum eigum við fyllilega skilið að vera gagnrýndar og það er líka bara allt í lagi og svo höldum við áfram ótrauðar reynslunni líkari.

- Auglýsing -

Leyfðu þeim að dæma þig, leyfðu þeim að hafa rangt fyrir sér og haltu svo áfram.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -