Mánudagur 26. september, 2022
3.8 C
Reykjavik

Saga er komin með upp í kok og kemur Elísabetu til varna: „Mér er ekki sama um ofbeldi“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Það hefur gefið á bátinn í lífi Elísabetar Guðmundsdóttur lýtaskurðlæknis síðustu ár og þá keyrði um þverbak er hún var handtekin af lögreglu. Elísabet hafði neitað að fara í skimun og sóttkví við komu til landsins. Elísabet sakar Íslendinga um að vera í herför og taka þátt í mannorðsmorði. Þá segir hún marga dreifa hatri sínu með andstyggileg skrifum á samfélagsmiðlum.

Saga Nazari, tónlistarkona, fjallar um árásirnar á Elísabetu og spyr á samfélagsmiðlum hvort það fólk sé stolt að hafa látið ýmsan níð falla um lækninn. Saga vitnar í eitt komment sem er nokkuð saklaust miðað við mörg önnur:

„Haha … Ég fæ kjánahroll af þessu liði.“

Saga segir: „[Þetta] er eitt af þúsund kommentum sem ég hef séð gagnvart konu sem þið þekkið ekki neitt, bara vegna þess að hún er ósammála eða stuðar ykkur?“

Saga beinir því til fólks að leita til sálfræðings, takist þeim ekki að hætta að leggja Elísabetu í einelti.

„Mér er alveg sama um skoðun ykkar,“ segir Saga og bætir við að lokum:

„Mér er ekki sama um ofbeldi.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -