„Ég tek á móti myndum í tölvupósti [email protected],“ segir Sigríður Dögg Arnardóttir, betur þekkt sem Sigga Dögg kynfræðingur, sem hvetur nú allar íslenskar konur til að senda sér myndir af píkunum þeirra. Hún ætlar að birta allar myndirnar á heimasíðu sinni, siggadogg.is, undir nafnleynd.
Sigga birti síðast myndasyrpu af kynfærum á heimsíðunni árið 2014 og myndirnar hefur hún notað í fræðslu síðan þá. „Ég hvet oft til píkuskoðunar til að tengjast líkamanum og kynfærinu sínu og eitt það dýrmætasta sem ég hef gert í mínu starfi voru einmitt kynfæramyndirnar sem eru notaðar um allan heim í fræðslu,“ segir Sigga Dögg.
Fjöldi íslenskra kvenna hafa sett sig í samband við Siggu Dögg sem vilja taka þátt í verkefninu. „Þið skiljið ekki fjölda pósta og skilaboða sem ég hef fengið frá konum sem vilja taka þátt. „Tvær píkur komnar og það fyrir hádegi,“ segir hún.