Sorgir og sigrar Björns Steinbekk

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

At­hafnamaður­inn Björn Stein­bekk er gjarnan snöggur að koma auga á tækifæri til að hagnast þegar þáu gefast. Hann var á meðal þeirra fyrstu sem fóru að gosstöðvunum í Geldingadöldum og náði þar snilldarmyndum með dróna. Myndband hans hefur farið víða og væntanlega gefið gull í aðra hönd. Björn var líka snöggur til þegar íslenska landsliðið fór með himinskautum á EM. Björn bauð upp á miða á leik Íslands og Frakklands í París og seldi við háu verði. Hann var aftur á móti svo óheppinn að geta ekki í öllum tilvikum afhent hina seldu og vöru og 456 ævareiðir viðskiptavinir sóttu að honum og sumir þeirra kærðu hann til lögreglunnar. Björn sat uppi með fjárhagslegan skell vegna hugmyndarinnar og ímynd hans stórskaðaðist. Björn sagði frá því í Podcasti Sölva Tryggvasonar að málið hefi orðið honum svo þungbært að hann hefði íhugað að taka líf sitt vegna mistakanna. En nú gengur allt betur og hann hefur gert upp við flesta viðskiptavinuui sína og allir er sáttir með snilldarmyndband frá upphafstíma gossins …

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Kjörískona ruglar í körlum

Nær öruggt þykir að við brotthvarf Páls Magnúsonar, sem leiðtoga Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, munu Guðrún Hafsteinsdóttir, markaðsstjóri...

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -