Miðvikudagur 27. mars, 2024
-0.2 C
Reykjavik

Íslenski sauðskinnsskórinn – hlutgerfingur íslensks hugarfars

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Höfundur / Linda Björg Árnadóttir, hönnuður og lektor við Listaháskóla Íslands.

Ég hef lengi reynt að skilja hvers vegna ekki hafi þróast betri fótabúnaður hér á landi en raun ber vitni. Hvergi í heiminum er eins mikil þörf á góðum og vatnsheldum fótabúnaði eins og á Íslandi þar sem á veturna skiptast á frost og þýða með tilheyrandi vætu og slabbi.

Það er einfaldlega óskiljanlegt að Íslendingar hafi meira og minna gengið á tátiljum úr ósútaðri húð í mörg hundruð ár. Það er eins og hugsunin; við höfum alltaf gert þetta svona og ætlum þess vegna að halda því áfram, hafi verið það eina sem komst að jafnvel þótt afleiðingin hafi verið vosbúð og dauði.

Ef við lítum til annarra þjóða sem búið hafa við svipað veðurfar og kulda þá er ljóst að þær þróuðu með sér skóbúnað og fatnað sem að vörðu þær vel gegn kulda og regni, jafnvel þær sem minna höfðu af hráefni til að nota í skó.

„Það að Íslendingar hafi ekki getað búið til og þróað hentuga skó á 1000 árum sýnir stórkostlegan skort á gagnrýnni og skapandi hugsun…“

Inúítar bjuggu sér til fótabúnað sem hentaði og reyndist þeim vel í þeirra veðráttu. Þeir sniðu sér föt úr dýrum og helst sniðu þeir ekkert til heldur einfaldlega sneru við dýrahúðinni og fóru í hana beint. Saumar hleypa nefnilega í gegnum sig vætu og vindi.

Saumakonur inúíta voru mikilvægar í samfélaginu, jafnvel mikilvægari en veiðimaðurinn vegna þess að ef að veiðimaðurinn var í fötum sem láku þá veiddi hann ekki lengi.

- Auglýsing -

Samar bjuggu sér til fallega og nytsamlega skó úr skinni hreindýra. Þeir settu gras inn í skóna, sem einangrun, til þess að halda góðum hita á fótunum.

Frumbyggjar Norður-Ameríku bjuggu sér til sín stígvél og mokkasínur sem hafa verið fyrirmynd nútímamokkasína sem eru í dag klassík í skóhönnun.

Það að Íslendingar hafi ekki getað búið til og þróað hentuga skó á 1000 árum sýnir stórkostlegan skort á gagnrýnni og skapandi hugsun og einfaldlega skort á vilja til þess að komast af. Íslenski sauðskinnskórinn var úr ósútuðu skinni sem þýddi það að í hvert skipti sem þeir blotnuðu þá urðu þeir linir og sleypir.

- Auglýsing -

Ég tel að sumt af fatnaði sem hannaður hefur verið í gegnum tíðina hafi einfaldlega haft þann tilgang að koma í veg fyrir að fólk geti gert hluti. Ýmis fatnaður yfirstétta úr sögunni er fyrst og fremst yfirlýsing um að viðkomandi vinni ekki því fatnaðurinn er með þeim hætti að það er augljóst að það er ekki hægt.

Hvað er það sem að má skilja um þjóðarsál Íslendinga í gegnum hina ónýtu skó? Kannski það að þeir gátu ekkert farið og þurftu þess vegna ekki góða skó? Alger uppgjöf mannsandans? Meðvirkni og afleiðingin skortur á gagnrýnni hugsun? Þetta er spurning sem ég mun halda áfram að velta fyrir mér og líklega aldrei komast að ásættanlegri niðurstöðu með.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -