Miðvikudagur 10. ágúst, 2022
9.8 C
Reykjavik

HVAR ERU STYRKTARAÐILAR KSÍ?

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Hallsteinn Arnarson skrifar:

Íþróttum fylgja eftirsóknarverð gildi. Þess vegna vilja fyrirtæki styrkja íþróttastarf og þannig samsama sig slíkum gildum. Á vefsíðu KSÍ kemur fram hvaða fyrirtæki séu helstu styrktaraðilar sambandsins.

Ég er vægast sagt mjög hissa að þessi fyrirtæki virðast vilja vera þöglir áhorfendur í þessu blessaða KSÍ máli. Varla vilja þau láta tengja sitt fyrirtæki við knattspyrnusamband þar sem aðalstjórnendur þess hafa ekki stutt þolendur ofbeldis og sýna þeim skítlega framkomu.

Nú tel ég mig vita nokkuð mikið um stjórnunarmál á sviði íþrótta. Ef svona stór skandall ætti sér stað hjá íþróttasambandi erlendis, þá væru forstjórar styrktarfyrirtækja strax búnir að taka upp símann og koma þeim boðum skýrt til skila til æðstu stjórnenda þar að þau krefjist þess að þeir segi af sér tafarlaust – ellegar hætti þeir að styrkja sambandið.

Ég spyr því, hvar eru styrktaraðilarnir? Af hverju eru þeir týndir? Hvers vegna kemur engin yfirlýsing frá þeim? Það er voða fínt á tyllidögum að tala um gegnsæi, vönduð vinnubrögð, góða stjórnarhætti, samfélagslega ábyrgð, o.s.frv. Maður hlýtur að spyrja, hvernig og hvenær ætla þessi fyrirtæki að sýna samfélagslega ábyrgð í verki í þessu KSÍ máli.

Ef ég tala fyrir sjálfan mig, þá hef ég engan áhuga að eiga viðskipti við fyrirtæki sem tala mikið um að taka virkan þátt í samfélagslegri umræðu, en svo þegar á það reynir þá sitja þau sem þöglir áhorfendur. Ég átti gamlan stuttermabol sem var merktur einu af þessum fyrirtækjum sem styrkja KSÍ og bolurinn fór í ruslafötuna í gær.

- Auglýsing -

Aðalstjórn KSÍ er með öllu vanhæf til að fjalla meira um þessi mál og ættu að sjá sóma sinn í því að segja af sér strax.

Höfundur er sérfræðingur í íþróttastjórnun. 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -