Miðvikudagur 10. ágúst, 2022
10.8 C
Reykjavik

Sigurður Þór Óskarsson – Stjarnan í Ófærð 3

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Eins og meginþorri þjóðarinnar hef ég fylgst með þáttunum Ófærð eftir Baltasar Kormák. Mjög góðir þættir. Og með hverri seríu er Baltasar að gera betur en síðast. Þættirnir eru fagmannlega unnir í alla staði og hér er um atvinnumennsku að ræða; landslið kvikmynda- og sjónvarpsþáttagerðar Íslands.

 

Hvort þættirnir dragi að einhverju leyti upp raunsæjan veruleika þeirra vitfirringa sem þetta hálfóbyggilega land byggja – sem erum við öll með tölu – skiptir mig jafnmiklu máli og að Áslaug Arna nái sínu metnaðarfyllsta frumvarpi í gegnum þingið á stuttum, en samt allt of löngum stjórnmálaferli sínum – að koma áfengi í matvörubúðir.

 

Mér gæti ekki staðið meira á fokking sama.

 

- Auglýsing -

Raunsæi og sjónvarpsþáttagerð hafa verið gerð rækileg skil í Svíþjóð í einhverja áratugi og þeim sem eru áhugasamir um slíkt er bent á að endilega kíkja á hina bráðskemmtilegu þætti Ingmars heitins Bergmans, Fanny og Alexander.

 

Hér á landi hafa líka margar kvikmyndir og sjónvarpsseríur verið framleiddar sem fá mann til að hugsa um hyldýpið og hafið; leiðarlokin og ljóstíruna við enda ganganna, um leið og maður sér fyrir sér bónda með kindabyssu eða yfirborðskennt drama á borð við það sem Baldvin Seta og Biggi í Maus hafa boðið upp á í kvikmyndunum Vonarstræti og Lof mér að falla.

- Auglýsing -

 

Það er alveg nógu þungt og myrkt að búa á Íslandi – við þurfum og viljum ekki mikið af raunsæi á skjánum – við erum lifandi raunsæi af holdi og blóði.

 

Því fagna ég mjög þegar þættir á borð við Stellu Blómkvist og Ófærð eru bornir á borð fyrir okkur; vel gerðir að öllu leyti og afar óraunsæir. Meira að segja pínu skemmtilegir. 

 

En aftur að Ófærð.

 

Með því að hrósa einhverjum sérstaklega er maður ekkert endilega að gera lítið úr öðrum í kring; finnist þér svo vera þá ertu andstyggileg, öfundsjúk og afbrýðisöm manneskja.

 

Já, Ófærð. Aftur. Og. Aftur.

 

Ég ætla nefnilega að hrósa einum leikara nýjustu seríunnar, sem ég veit lítið um og hef nánast ekkert séð að ráði áður – kannast samt við hann. Gleymi honum ekkert eftir þessa þætti.

 

Hann heitir Sigurður Þór Óskarsson og leikur Berg. Mér finnst það ansi mikið afrek hjá honum að skyggja hressilega á alla stjörnuleikarana sem þættina prýða. Hann er næstum því eins góður í þáttunum og Steinn Ármann Magnússon var í seríu númer 2. Og þá er mikið sagt.

 

Það er mér virkilegt ánægjuefni að sjá Sigurð Þór í Ófærð 3. Hann er brakandi ferskur og mjög trúverðugur, karakterinn sem hann nær að búa til í honum Bergi. Hann nær þessum X-faktor svo vel að mann langar að sjá meira af honum – sem er án efa ekki auðvelt þegar þú ert að leika með Ólafi Darra og öllum hinum stjörnunum sem standa sig vel.

 

En bara ekki eins vel og Sigurður Þór. Hann er stjarnan í Ófærð 3.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -