Mánudagur 29. apríl, 2024
5.1 C
Reykjavik

Innblástur frá þúfum og blómum

GPS-punktur fylgir hverjum kolli.

„Spot-kollarnir eru unnir út frá myndum sem ég tek í náttúrunni, til dæmis af þúfum og blómum, og ég vinn verkið undir áhrifum sem ég upplifi við hverja mynd.“

Þóra Björk Schram, listakona og hönnuður, hefur undanfarin ár unnið í textíl og meðal annars handþrykkt og handlitað púða sem henni þykir gaman að vinna við. Nýjasta verkefnið hennar eru Spot Iceland-kollarnir sem hún gerir í samvinnu við Ólaf Þór Erlendsson, húsgagna- og innanhússarkitekt.

„Spot-kollarnir eru unnir út frá myndum sem ég tek í náttúrunni, til dæmis af þúfum og blómum, og ég vinn verkið undir áhrifum sem ég upplifi við hverja mynd. Myndin er skráð með GPS-punkti og fylgir sá punktur hverjum kolli þannig að hægt er að leita uppi staðinn sem ég vann Spot-kollinn út frá. Þetta er því hönnun með sögu því viðkomandi getur séð innblásturinn að sínum kolli í náttúrunni,“ segir Þóra Björk sem undirbýr sig nú á fullu fyrir HönnunarMars. Hún og Ólafur Þór eru í samstarfi við Icelandic Lamb sem hafa sýnt kollunum mikinn áhuga þar sem þeir eru unnir úr íslenskri ull.

Viðtal við Þóru Björk er í 10. tölublaði Vikunnar. 

Texti: Ragnhildur Aðalsteinsdóttir
Myndir: Aldís Pálsdóttir

 

 

 

 

„Hefst þá einhvers konar tæling“

Í ársbyrjun sendu íþróttakonur frá sér yfirlýsingu í tengslum við metoo-byltinguna undir yfirskriftinni Jöfnum leikinn. Undir yfirlýsinguna skrifuðu 462 núverandi og fyrrverandi íþróttakonur sem bættust þar með í hóp þúsunda íslenskra kvenna úr hinum ýmsu starfsstéttum sem hafa sagt stopp við kynbundnu ofbeldi, áreitni og mismunun. Hafdís Inga Hinriksdóttir, fyrrum landsliðskona í handbolta, er ein af forsprökkum hópsins. Hún hefur unnið mikið með þolendum ofbeldis í starfi sínum sem félagsráðgjafi auk þess sem hún á sjálf afar erfiða lífsreynslu að baki.

Eins og svo margar konur á Hafdís Inga fleiri en eina sögu af kynferðislegri áreitni og ofbeldi en ein er sýnu alvarlegri.

„Ég var sextán ára í bænum að skemmta mér. Ég var auðvitað frekar ung til að vera þar en þetta tíðkaðist alveg á þessum tíma. Handboltaliðið mitt hafði farið saman að skemmta sér. Ég var þó lítið fyrir áfengi og drakk aldrei mikið.“

Hafdís Inga varð viðskila við liðsfélaga sína og endaði ein í bænum. Þá hitti hún félaga sinn úr Hafnarfirði og slóst í för með honum og vinum hans. Þau röltu upp Laugaveginn og enduðu í heimapartíi. „Í partíinu var einnig landsliðsmaður sem spilaði sömu stöðu og ég. Hann var níu árum eldri og ég vissi alveg hver hann var. Á þessum tíma vorum við með gott landslið sem gekk vel á stórmótum og landsliðsmennirnir voru hetjur þjóðarinnar.

Ég sat á sófanum og var svolítið feimin í þessum aðstæðum, en mér leið ekki illa. Næsta sem ég veit hefst einhvers konar tæling. Hann byrjaði að tala við mig og ég man að hann spurði mig upp úr þurru hvort ég væri á pillunni,“ segir Hafdís Inga og bætir við í kaldhæðni, „svona eins og maður gerir.“

Ítarlegt viðtal við Hafdísi er í 10. tbl. Vikunnar. 

Myndir / Hákon Davíð Björnsson
Förðun / Björg Alfreðsdóttir

Pulsan sameinar alla Íslendinga

Þau Ylfa Ösp Áskelsdóttir og Ragnar Ísleifur Bragason reka hönnunarfyrirtækið Pulsa Design en þau segja mikilvægt að menningarstólpum íslensks samfélags séu gerð góð skil í allri framsetningu.

„Pulsa Design er í raun sameiningartákn fyrir Íslendinga enda er fátt íslenskarar og íslenskan pulsan,” segir Ylfa og heldur áfram. „Grunn hugmyndafræðin er byggð á vangaveltum um einkenni Íslands og öllum þessum lundabúðum sem okkur finnst ekkert sérstaklega íslenskar. Svo lá þetta í augum uppi þegar pulsan birtist okkur og þegar við loksins byrjuðum fannst okkur eins og við hefðum löngu átt að vera búin að gera þetta. „Ég fór að hugsa um þessa túristasprengju og hvernig Ísland birtist ferðamönnum. Mesta áherslan hefur verið lögð á lunda og einhverja náttúru en svo spyr maður sig, er ekki pulsan stærsta birtingarmynd íslensks samfélags? Það hafa til að mynda mjög fáir borðað lunda en flestir fá sér pulsu kannski einu til fimm sinnum í viku. Hún er auðvitað líka til marks um þá hugvitssemi sem við Íslendingar höfum þegar kemur að matarmenningu og menningu yfir höfuð.”

„Lífið er á margan hátt eins og pulsa,” bætir Ragnar við og heldur áfram.

„Alls konar hráefni, sem maður á erfitt með að henda reiður á, úr ölllum áttum samankomin í einn hrærigraut og þrýst saman í eina góða rúllu sem bragðast vel svona dálítið eins og mannkynið. Svo kemur áleggið sem er eins og reynslan, sumir lifa einföldu lífi og fá sér til að mynda bara pulsu með tómatsósu og steiktum lauk meðan aðrir lifa flóknu lífi og fá sér eina með öllu. Það að við séum núna bara byrjuð að hanna dót og fá fyrirspurnir frá fólki og svona, sýnir að þetta er hægt. Það eru allir hönnuðir og það geta allir hannað dót. Við vorum náttúrulega mjög heppin að detta inn á þennan umfangsmikla menningararf sem liggur í pulsunni og tengslum hennar við íslenskt samfélag. Við höfum byggt mikið af okkar hönnun á íslenskum hlutum. Sett þá í nýtt samhengi og betrumbætt. Hönnun snýst að mörgu leyti um að skoða hvað aðrir eru að gera í kringum þig og gera betri útgáfur af því. Okkur hefur oft fundist vanta nýtt spinn á marga hluti og þá kemur pulsan svo sterkt til manns.”

Viðtalið í heild má lesa í nýjustu Vikunni.

Ætlaði að verða áhrifavaldur en endaði í skuldafeni

Lissette Calveiro er 26 ára og búsett í New York-borg. Þangað flutti hún árið 2016 með kreditkortaskuld uppá eina milljón á bakinu eftir að hún reyndi að gerast áhrifavaldur á Instagram. Lissette segir í færslu á Instagram að hún hafi eytt meiru en hún þénaði og að hún hafi skuldsett sig til að sýnast eiga fullkomið líf í augum fylgjenda sinna.

I HAVE SOMETHING TO SAY: For a handful of months, I’ve felt very uninspired to curate my feed and felt that many things I’ve been putting out are bland, inauthentic and have little meaning. I started to try to create more meaning for myself by expanded in what I say per post and committing to at least 1 blog post a month. But the reality is, that’s a bandaid solution. I have been so wrapped up in this “influencer” space from both the front and back end that I started to camouflage into a sea of sameness. “Take a picture of me here because I’m wearing a cool outfit, and this wall is pretty.” I used to post photos of people, things and experiences I cared about and moved to more “me in this pose” photos when I started getting more “likes” on those. This platform isn’t about LIKES, it’s about CONNECTIONS. It’s about sharing nuggets of your life because you want to inspire others to discover, because you want to indulge in things others have helped you discover, and giving people the space to be creative with content (whether it’s a selfie or damn avocado toast). I feel like I’ve hit a turning point and I promise to be more authentic and truly hone in on the real value I can bring to all of you and stop posting content just for the sake of posting content. It doesn’t mean I won’t stop posting photos of myself — I have so much fun playing around with personal style and the beautiful city I live in — but you can rest assured that I’m posting something because that moment was truly special to me, and it ~may~ bring value to you. Be yourself, love yourself and never stop growing. ——————————————————————————— Always happy to continue this dialogue via DM and keep this community growing. Lots of love to everyone that always shows the upmost support. ✨And, a shout out to @songofstyle because this perspective shift came after watching your interview with @evachen212. Keep keeping on, power girls!

A post shared by Lissette Calveiro (@lissettecalv) on

„Instagram eða annað líf sem lítur fullkomið út á mynd er ekki þess virði að enda í skuldafeni,“ segir Lissette í viðtali við Cosmopolitan.

Hætti að eyða í ferðalög og hátísku

Lissette starfar í kynningar- og markaðsmálum og vissi að hún þyrfti að gera eitthvað afdrifaríkt til að borga upp skuldirnar.

„Það var alltaf hluti af áætlun minni að flytja til New York út af vinnu, en mér fannst ég ekki getað notið þess til fulls á meðan ég var með kreditkortaskuldina á bakinu. Ég var viss um að ég gæti borgað hana upp á einhverjum tímapunkti, en ég þurfti að gera það fljótt til að geta lifað friðsælu lífi,“ segir hún.

Lissette hætti því að eyða fúlgu fjár í ferðalög og kaupa sér að minnsta kosti einn hlut frá hátískumerki á mánuði, eins og hún hafði áður gert. Þá ákvað hún líka að setja vinnu sína í fyrsta sæti, en ekki Instagram. Hún segir það hafa verið erfitt, en eftir að hún byrjaði að leigja íbúð sem var talsvert ódýrari en hún var vön gat hún notað stóran part af laununum sínum til að borga niður skuldina.

Þá nýtti hún sér einnig alls kyns punkta og inneignir sem hún hafði safnað í gegnum tíðina með því að eyða svona miklu á kreditkortinu.

Honestly, just leave me here.

A post shared by Lissette Calveiro (@lissettecalv) on

Fjármál ættu ekki að vera tabú

Lissette er búin að greiða upp kreditkortaskuldina en er enn með námslán sem þarf að greiða af. Hún segist vilja opna umræðuna um Instagram-lífið, því aðrir í hennar stöðu geri það ekki.

„Mínir nánustu vinir hafa það sama á tilfinningunni, að þetta vandamál með ofeyðslu til að eiga fullkomið líf sé svo algengt, þannig að það er skrýtið að enginn hafi talað um þetta áður,“ segir Lissette og bætir við:

„Að tala um fjármál ætti ekki að vera tabú, eða eitthvað til að vera hræddur við.“

Þess má geta að fylgjendafjöldi Lissette hefur tvöfaldast eftir að hún opnaði sig um þessa lífsreynslu sína.

House aesthetic goals.

A post shared by Lissette Calveiro (@lissettecalv) on

„Ég hef engan áhuga á að vera með mjórra mitti“

||||
||||

Lili Reinhart og Camila Mendes, stjörnur úr þáttunum Riverdale, voru í viðtali við tímaritið Cosmopolitan í síðasta mánuði.

Cosmopolitan í Filippseyjum deildi nýverið myndum úr blaðinu á Instagram, en búið var að eiga við myndirnar með myndvinnsluforritinu Photoshop. Stöllurnar tóku eftir þessu, enda var búið að mjókka mitti þeirra talsvert, og ákváðu að svara fyrir sig á Instagram.

Hér sést samanburður á myndunum af Lili.

„Það er sorglegt að ykkur fannst að þyrfti að mjókka líkama okkar. En Camila og ég erum fjandi fallegar. Eins og við erum. Og þið getið ekki „lagað“ okkur,“ skrifar Lili til fylgjenda sinna í Instagram-sögu sinni.

Þá ber hún einnig saman fyrir og eftir myndir af sér og Camilu, þar sem sést greinilega að búið er að eiga við myndirnar.

Hér sjást svo myndirnar af Camilu.

Hún segir enn fremur að þær Camila hafi haft mikið fyrir því að byggja upp sjálfstraust sitt og að þessi verknaður sýni bara að baráttan sé ekki unnin.

„Þetta er barátta á hverjum degi. Og að sjá líkama okkar vera afskræmda í myndvinnsluferli er fullkomið dæmi um hindranir sem við eigum enn eftir að yfirstíga,“ skrifar hún.

Afskræmd náttúrulega fegurð

Camila deildi líka skilaboðum á Instagram-sögu sinni og sagði að myndirnar væru óvirðing við þær stöllur.

Skilaboðin frá Camilu.

„Við viljum að lesendur þeirra viti að þessir líkamar eru ekki okkar. Það er búið að afskræma náttúrulega fegurð þeirra. Við kjósum að horfa á líkama okkar eins og þeir eru í raun og veru. Og ég hef engan áhuga á að vera með mjórra mitti. Ég er meira en ánægð með það mitti sem ég er með.“

Lili hvatti aðrar stjörnur að hætta að eiga við líkama sína í myndvinnsluforritum því það ýtti undir óraunverulega líkamsímynd.

„Við getum ekki hætt að berjast. Baráttan er nýhafin. Við erum helvíti kröftug, falleg og sterk. Við ætlum ekki að fela okkur á bak við Photoshop til að laga okkur að fegurðarstöðlum.“

Harðorð Lili.

„Í tvö og hálft ár upplifði ég vanlíðan og óvissu“

„Ég byrjaði að finna fyrir þráhyggju- og árátturöskun þegar ég byrja í lögfræði árið 2012. Ég fór að hafa skrítnar áhyggjur. Áhyggjur af því að valda öðrum óvart skaða, að ég myndi til dæmis valda slysi. Það sem gerist með þráhyggju- og árátturöskun er að rökhugsunin, röddin sem róar mann og segir: „Engar áhyggjur þú ert ekki að fara valda neinum skaða,“ virkar ekki nógu vel,“ segir Iðunn Garðarsdóttir, aðstoðarkona heilbrigðisráðherra.

Iðunn greindist með þráhyggju- og árátturöskun, einnig þekkt sem OCD, vorið 2014. Hún er ein af þeim sem sem taka þátt í herferðinni #HUGUÐ á vegum geðfræðslufélagsins Hugrún, og opnar sig um lífið með OCD á vefsíðu herferðarinnar.

Þarf að róa sig endurtekið

Iðunn segir að í sínu tilfelli hafi þráhugsanir haft áhrif á daglega lífið, en þráhyggja og áratta er meðal annars kvíðaröskun þar sem fólk fær áleitnar hugsanir, hvatir eða ímyndir sem valda kvíða.

„Það kemur upp einhver hugsun, stundum mjög galin hugsun, sem ég festist í. Hún veldur kvíða sem maður bregst við með áráttuhegðun. Til dæmis sú hugsun að ég gæti valdið bílslysi, þá þarf ég í einhvern tíma að róa mig endurtekið og sannfæra mig með móthugsunum og að ég þurfi ekki að hafa áhyggjur. Ég muni ekki valda bílslysi því ég fer varlega í umferðinni, ég hef verið með bílpróf í mörg ár og svo framvegis. Þetta segi ég mér, með því að hugsa ákveðnar hugsanir endurtekið, þar til ég næ að framkalla ákveðna tilfinningu sem segir mér að ég þurfi ekki að hafa áhyggjur. Tilfinningin er einskonar ofurléttir, sem ég veit núna að kallast just right feeling og er einkennandi fyrir OCD,“ segir Iðunn.

Grunaði ekki að um OCD væri að ræða

Margir tengja OCD við þráhyggjuhegðun þar sem viðkomandi þarf að endurtaka vissar athafnir til að draga úr kvíða eða afstýra mögulegri hættu, til dæmis með því að ganga oft yfir þröskuld áður en gengið er inní hús. Iðunn segir að hún finni fyrir því að einhverjar ranghugmyndir séu uppi um sjúkdóminn.

„Mig grunaði aldrei að um OCD væri að ræða. Ég þekkti aðeins til staðalímyndarinnar af OCD og þau einkenni pössuðu ekki mínum. Ég þurfti aldrei að gera eitthvað ákveðið oft, eins og að þvo hendur, slökkva ljósin tíu sinnum eða hafa allt í röð og reglu. Það eru miklar fyrirframgefnar skoðanir um OCD og margir sem halda þetta snúist um að síminn megi ekki vera skakkur á borðinu eða að maður þurfi að vera mjög skipulagður,“ segir Iðunn og heldur áfram:

„Stærsta og erfiðasta skrefið var að viðurkenna fyrir sjálfri mér að ég gæti ekki tekist á við þetta ein. Ég var föst á því að vinna úr þessu sjálf. Í tvö og hálft ár upplifði ég vanlíðan og óvissu um hvað væri að gerast.“

Vildi ekki ræða við neinn

Hún gerði sér grein fyrir því hvað amaði að þegar hún var að lesa sér til um geðsjúkdóma á netinu.

„Ég var orðin áhyggjufull en á sama tíma vildi ég ekki ræða við neinn um ástandið. Það var blanda af skömm og hræðslu við viðbrögð annarra. Ég var smeyk við afleiðingarnar og þrátt fyrir að vera þokkalega vel upplýst um geðheilbrigði var tilhugsunin, um að segja frá, ótrúlega erfið. Það var ekki fyrr en einn daginn sem ég var að lesa mér til um geðsjúkdóma á netinu og kynnti mér þá OCD. Ég trúði ekki mínum eigin augum því þarna var nákvæm lýsing á mér. Ég man ég hágrét við lesturinn og hafði aldrei verið jafn létt á ævinni. Þarna var mín greining,“ segir hún, en í kjölfarið leitaði hún sér sálfræðihjálpar.

Iðunn Garðarsdóttir – #Huguð – 5/7 from Studio Holt on Vimeo.

„Ég var ótrúlega heppin með sálfræðing. Ég fór í gegnum hugræna atferlismeðferð sem ég nýti mér í dag til þess að takast á við einkennin og ég hitti enn þá sálfræðinginn minn reglulega, sem hjálpar mjög mikið.“

Það var svo fyrir ári síðan að Iðunn ákvað að byrja á lyfjum vegna nýrra einkenna sjúkdómsins.

„Áður en ég byrjaði að taka lyfin hafði ég í svolítinn tíma fundið fyrir einkennum sem voru ekki bara þráhyggjuhugsanir. Ég var farin að þurfa að bregðast við kvíðanum með því að þurfa að gera eitthvað ákveðið. Ég átti til dæmis orðið erfitt með lærdóm því ég varð að lesa sömu setningarnar aftur og aftur. Það tók mig margar klukkustundir að komast í gegnum nokkrar síður. Lyfin slógu á einkennin og hafa hjálpað mér gríðarlega mikið.“

Viðtalið í heild sinni má lesa á vefsíðu herferðarinnar #HUGUÐ.

Halla í viðtali við Forbes: Mikilvægast að vera sjálfum sér trúr

Athafnakonan og fyrrverandi forsetaframbjóðandinn Halla Tómasdóttir er í viðtali á fréttavef Forbes, en viðtalið var birt í gær í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi kvenna. Segir í viðtalinu að Halla sé ein af þeim leiðtogum sem vilji meira jafnrétti í heiminum, og að hún hafi sýnt og sannað að tilfinningagreind sé jafnmikilvæg og peningavit í viðskiptaheiminum.

Í viðtalinu talar hún um að kvenleg gildi eigi vel heima í viðskiptaheiminum. Aðspurð hvernig konur geti komið að samningaborðinu án þess að virka of ágengar eða fjandsamlegar, segir Halla að henni þyki mikilvægast að vera trúr sér sjálfum.

„Undirbúningur er mikilvægur en einnig að vera vel upplýstur um viðeigandi gögn og gera sér grein fyrir hvaða tilfinningar eru í spilinu. Að vita markmið sín fyrirfram hjálpar líka en fyrir mig er mikilvægast að vera trúr sér sjáfum. Ég trúi í raun ekki á neitt sem er mér ekki eðlislægt. Ef mér finnst það ekki vera ekta, þá á hinn aðilinn ekki eftir að kaupa það og þá á maður á hættu að tapa trúverðugleika sínum,“ segir Halla og bætir við að hennar uppáhalds samningatækni sé að hlusta.

„Að hlusta, ekki bara með eyrunum heldur einnig með augunum og innsæinu. Samskipti eru að mörgu leyti án orða og það er mjög dýrmætt að fylgjast með líkamstjáningu, orkustigi og öðru sem ekki er sagt.“

Einlægni og gagnsæi lykillinn

Aðspurð hvaða ráð í samningatækni hún myndi gefa yngri sjálfi sínu stendur ekki á svörunum.

„Að vera óhrædd við sjálfa mig við samningaborðið, og alls staðar annars staðar.“

Halla er einnig spurð að því hvaða ráð hún myndi gefa konum sem hafa áhuga á embættiskjöri.

„Ég trúi því að maður sé að semja um að fá traust fólks þegar maður gefur kost á sér í embætti. Einlægni og gagnsæi var lykillinn að því að öðlast traust kjósenda af minni reynslu, það er að vera ég sjálf, vera opin og aðgengileg, svara öllum spurningum kjósenda og gefa þeim hreinskilin og einlæg svör.“

Viðtalið í heild sinni má lesa hér.

Lýstu upp myrkur Róhingjakonu og sendu SMS-ið KONUR í 1900

UN Women á Íslandi hrindir af stað neyðarsöfnun frá 8. til 18. mars fyrir Róhingjakonur á flótta í Bangladess sem búa við grimman veruleika.

UN Women starfrækir neyðarathvarf fyrir konur í flóttamannabúðum í Cox´s Bazar þar sem þær hljóta áfallahjálp, fá sæmdarsett, atvinnutækifæri og öryggi gegn ofbeldi.
Undanfarna þrjá áratugi hefur Bangladess hýst Róhingjafólk sem sætt hefur ofsóknum í heimalandinu Mjanmar. Síðastliðinn ágúst 2017 hörðnuðu átökin og ofsóknir á hendur Róhingjum til muna og halda nú til um 800 þúsund Róhingjar í flóttamannabúðunum.
Þar af eru 400 þúsund Róhingjakonur sem búa við stöðugan ótta við ofbeldi í búðunum. Nánast allar hafa orðið vitni að eða verið beittar grófu kynferðislegu ofbeldi á borð við nauðgun, hópnauðgun og að morðum í kjölfar limlestingar á kynfærum kvenna. Í mörgum tilfellum voru konur og stúlkur látnar horfa á þegar hermenn myrtu börn þeirra eða foreldra áður en þeir hófu að nauðga þeim. En nauðganir á konum og stúlkum hafa verið notaðar sem markvisst stríðsvopn í þessum blóðugu ofsóknum gegn Róhingjum í Mjanmar.
Þrátt fyrir að konur séu rúmlega helmingur flóttafólks í búðunum eru þær þó hvergi sjáanlegar. Konur og stúlkur óttast ofbeldi, þurfa að deila salernisaðstöðu/sturtuaðstöðu með karlmönnum sem gerir að verkum að konur fara nánast ekki út fyrir heimilið. Þær dvelja að meðaltali 21-24 klst heima á sólarhring vegna yfirvofandi ótta við ofbeldi.

„Mamma getur ekki fara út úr kofanum okkar þar sem hún á ekki búrku til að hylja sig. Hún treystir sér ekki út úr húsi án þess að vera hulin.“

Allir þessir þættir hafa gríðarlega neikvæð áhrif á líf kvenna og stúlkna og hindrar þær við að fara frjálsar ferða sinna um búðirnar, fá atvinnutækifæri, ráða eigin lífi og koma undir sig fótunum í þessum skelfilegu aðstæðum. Í ljósi þess að konur sjást ekki á förnum vegi í flóttamannabúðunum finna þær sér sínar bjargir við að afla aukakróna fyrir fjölskyldur sínar.

Neyðin er mikil og UN Women vantar sárlega fjármagn til að bregðast við neyð kvenna og tryggja áframhaldandi rekstur neyðarathvarfsins.

Ein þeirra er Fatima Khatun sem eldar hrísgrjónakökur sem 12 ára gömul dóttir hennar, Amina selur á stígum flóttamannabúðanna þar sem móðir hennar fer ekki út nema hún bráðnauðsynlega þurfi.
„Mamma getur ekki fara út úr kofanum okkar þar sem hún á ekki búrku til að hylja sig. Hún treystir sér ekki út úr húsi án þess að vera hulin. Það er mjög slæmt fyrir mömmu því í kofanum verður mjög heitt, rakt og mikill reykur þar sem mamma er að elda nánast allan daginn. Reykurinn er óhollur og hana svíður í augun og henni er stöðugt illt í hálsinum af reyknum.“
Af reyknum skapast alvarlegur heilsufarsvandi kvenna og sækjast margar þeirra eftir læknisaðstoð í kjölfar öndunarerfiðleika og augnsýkinga af eitruðum reyk af eldstónum sem þær elda á.

Neyðin er mikil og UN Women vantar sárlega fjármagn til að bregðast við neyð kvenna og tryggja áframhaldandi rekstur neyðarathvarfsins. Ef ekkert verður að gert lokar neyðarathvarfið nú í apríl.
UN Women á Íslandi hvetur alla til að senda SMS-ið KONUR í 1900 og styrkja reksturs neyðarathvarfs fyrir konur í flóttamannabúðunum þar sem þær hljóta áfallahjálp, atvinnutækifæri og öryggi gegn ofbeldi. Eins fá allar konur fá sæmdarsett sem inniheldur helstu hreinlætisvörur, teppi, vasaljós og vistvæn kol til matseldar og upphitunar.

Lýstu upp líf Róhingjakonu á flótta og sendu SMS-ið KONUR í 1900.

__________________________________________________________

Milljarður rís

Milljarður rís er haldinn víða um land; í Hörpu Reykjavík, Hofi Akureyri, Hljómahöll Reykjanesbæ, Þrykkjunni vöruhúsi, Félagsheimilinu Herðubreið Seyðisfirði, Íþróttahúsinu Neskaupstað, Íþróttahúsinu Egilsstöðum og Félagsheimilinu Hvammstanga.

__________________________________________________________

Vissir þú að?

  • 96% kvenna í búðunum segjast ekki hafa fengið ráðið eigin ráðahag.
  • Um 45% Róhingjakvenna hafa verið giftar á barnsaldri.
  • 24 þúsund Róhingjakonur í búðunum eru ýmist barnshafandi eða með barn á brjósti

Studio Birtíngur í samstarfi við UN Women.
Texti / Sjöfn Þórðardóttir
Myndir / UN Women

 

Ráðstefna tileinkuð ungum konum í atvinnulífinu

Félag Ungra athafnakvenna í samstarfi við Alvotech stendur fyrir ráðstefnu í Hörpu 10. mars. Ráðstefnan er tileinkuð ungum konum í atvinnulífinu og nefnist hún UAK dagurinn.

Fram undan er spennandi ráðstefna í Hörpu þar sem félagið leitast við að skapa vettvang fyrir konur til að fræðast og efla hver aðra, fylla þátttakendur eldmóði og fá til liðs við sig áhrifafólk, ráðherra og erlenda gesti. Markmiðið er að gera stjórnendum fyrirtækja, stjórnmálamönnum og ungu fólki í atvinnulífinu á Íslandi grein fyrir kröftum vel menntaðra og reynslumikilla kvenna ásamt mikilvægi þess að hlustað sé á kröfur þessa öfluga hóps hvað varðar atvinnutækifæri.

Hér má sjá dagskrána sem er hin glæsilegasta og von er á öflugum og fjölbreytum hóp fyrirmynda öðrum til eftirbreytni.
UAK dagurinn 2018 – Ráðstefna tileinkuð ungum konum í atvinnulífinu

10.00 Afhending ráðstefnugagna
10.30 Sigyn Jónsdóttir, formaður Ungra athafnakvenna
10.40 Eliza Reid forsetafrú setur UAK daginn 2018
11.00 Panel: Störf framtíðarinnar
Umræðum stýrir Fanney Birna Jónsdóttir

Gestir verða Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, Ægir Már Þórisson, Stefanía G. Halldórsdóttir og Ari Kristinn Jónsson.

11.45 Hádegismatur
12.30 Leynigestur
13.00 Laura Kornhauser
13.30 Panel: Umræðan um áhrifamiklar konur
Umræðum stýrir Björg Magnúsdóttir
Gestir verða Rannveig Rist, Salvör Nordal og fleiri.

14.15 Kaffihlé
14.45 Alda Karen Hjaltalín
15.15 Halla Tómasdóttir

Panel: Störf framtíðarinnar

· Hvar og hvernig er AI þróað? Hverjir eru að því? Hvaða fyrirtæki? Hvernig eru teymin samansett, t.d. kynjahlutföll?
· Eru konur í minnihluta í þeim greinum sem verða hvað mest áberandi í fjórðu iðnbyltingunni? Ef já, hvað er hægt að gera? Eru stjórnvöld, menntastofnanir og fyrirtækin í landinu að undirbúa sig fyrir fjórðu iðnbyltinguna? Hvernig?
Gestir verða fulltrúar atvinnulífsins, stjórnvalda og háskólasamfélagsins.

Panel: Umræðan um áhrifamiklar konur

· Fyrirfinnst tvöfalt siðgæði gagnvart konum í almennri umræðu Íslendinga um áhugaverða einstaklinga?
· Gerum við meiri kröfur til útlits, framkomu og vinnubragða kvenna? Er orðræðan um áhrifamiklar konur harkalegri en orðræðan um karla í sambærilegum störfum?
· Fá konur, sem eru áberandi vegna vinnu sinnar, verri útreið í fjölmiðlum og athugasemdakerfum netheima vegna mistaka sinna?
· Finnst konum þær þurfa að vanda sig meira í starfi og með það sem þær tjá sig um opinberlega vegna ótta við að vera dæmdar harkalegar en karlar?
· Ef já, af hverju? Og hvernig breytum við þessu?

Gestir verða konur sem hafa verið áberandi í stjórnmálum eða stjórnendur stórra fyrirtækja sem hafa leitt erfið verkefni eða þurft að taka erfiðar ákvarðanir. Einnig farið í gegnum krefjandi tímabil á sínum starfsferli, þurft að svara fyrir sína vinnu og mögulega upplifað ósanngjörn viðhorf og athugasemdir í sinn garð.

*SÉRSTAKUR GESTUR RÁÐSTEFNUNNAR ER LAURA KORNHAUSER

Sérstakur gestur er Laura Kornahauser.

Laura er forseti og framkvæmdastjóri Stratyfy sem spáir fyrir um og greinir gögn til að efla hina sönnu sérfræðinga fyrirtækja – fólkið sem stýrir þeim til að taka upplýstari ákvarðanir til að bæta fyrirtækið. Hún tók þátt í að stofna Stratyfy árið 2016 ásamt þremur verkfræðingum. Fyrir stofnun Stratyfy var Laura framkvæmdastjóri hjá JPMorgan og vann við að selja flóknar afleiddar vörur til stórra kúnna. Á tólf árum hjá JPMorgan varð Laura sérfræðingur í að sjá um flókin sambönd við kúnna, bera kennsl á vörutækifæri og að þróa ný boð til að koma til móts við aukna eftirspurn kúnna. Hún upplifði þá óhagkvæmni þeirra vara sem notaðar voru, sérstaklega þeirra sem notaðar voru til að fylgja þróun í umhverfi reglugerðar. Eftir að hafa skapað ýmis ferli, tæki og tól til að hjálpa við að bæta árangur viðskipta, vissi hún að það þyrfti að vera til betri lausn og hún ætlaði að finna hana.

Mynd efst: Stjórn UAK, talið frá vinstri: Helena Rós Sturludóttir samskiptastjóri, Elísabet Erlendsdóttir viðskiptastjóri, Andrea Gunnarsdóttir viðburðastjóri, Sigyn Jónsdóttir formaður og Anna Berglind Jónsdóttir. Á myndina vantar Ásbjörgu Einarsdóttur fjármálastjóra.

Stúdíó Birtingur í samstarfi við Félag ungra athafnakvenna.
Umsjón / Sjöfn Þórðardóttir
Myndir / Heiðdís Guðbjörg Gunnarsdóttir

 

Selja hárspangir á sex hundruð þúsund

||
||

Tískurisinn Alexander Wang hefur sett þrjár hárspangir í sölu sem ætlaðar eru til að hjálpa fólki að hringja inn nýja árið.

Þrjár tegundir eru af spöngunum en sú dýrasta, sem á stendur After After Party eða eftir eftirpartí, kostar litla sex þúsund dollara, eða tæplega sex hundruð þúsund krónur.

Fyrir þá sem vilja ekki eyða alveg svona miklu í eina spöng geta keypt eina með áletruninni Wangover á rúmlega hálfa milljón. Svo er líka í boði að fjárfesta í spöng sem á stendur Party Animal, eða partídýr á tæplega fjögur hundruð þúsund krónur.

Spangirnar sáust fyrst á fyrirsætum eins og Bellu Hadid og Kendall Jenner þegar vorlína Alexander Wang var frumsýnd síðasta semptember.

Nú er bara að byrja að safna fyrir næstu áramótum – eða ekki.

On the party bus at the Spring 2018 show: @bellahadid by @dexternavy.

A post shared by ALEXANDER WANG (@alexanderwangny) on

Vilja 800 milljónir fyrir þakíbúð í New York

|||
|||

Stjörnuhjónin Justin Timberlake og Jessica Biel eru búin að setja þakíbúð sína í hverfinu Soho í New York á sölu. Hjónin vilja tæplega átta milljónir dollara fyrir íbúðina, eða tæplega átta hundruð milljónir króna. Íbúðina keyptu þau árið 2010 á 650 milljónir króna.

Here we come!! And DAMN, my wife is hot! #TIMESUP #whywewearblack

A post shared by Justin Timberlake (@justintimberlake) on

Íbúðin er öll hin glæsilegasta og búin þremur svefnherbergjum og þremur baðherbergjum. Útsýnið úr íbúðinni er óviðjafnanlegt og vel hægt að sitja þar dægrin löng og dást að New York-borg.

Björt og falleg íbúð.

Íbúðin er 240 fermetrar að stærð og mjög hátt til lofts. Í íbúðinni er einnig arinn og sérstakur viðarpanell sem hentar vel til að hengja listaverk á svo þau njóti sín. Þá er einnig sérstök víngeymsla í íbúðinni og hiti í gólfum í baðherberginu sem fylgir hjónaherberginu.

Stílhreint baðherbergi.

Mikil þjónusta er í byggingunni, en þar er opin móttaka allan sólarhringinn, sameiginlegur garður og líkamsræktarstöð.

Ár er síðan hjónin fluttu sig í stærri þakíbúð í gamalli verksmiðju sem var breytt í lúxushúsnæði. Þá íbúð keyptu þau á tuttugu milljónir dollara, eða um tvo milljarða króna. Sagan segir að aðrar stjörnur hafi einnig fest kaup á íbúðum í húsnæðinu, svo sem leikkonan Jennifer Lawrence og hjónin Blake Lively og Ryan Reynolds.

Einfaldur eldhússkrókur.

Sökk djúpt í þunglyndi í kjölfar systurmissis

Samfélagsmiðlastjarnan og leiklistarneminn Aron Már Ólafsson, betur þekktur sem Aron Mola, er einn af þeim sem taka þátt í herferðinni #HUGUÐ á vegum geðfræðslufélagsins Hugrún.

Í viðtali á vefsíðu verkefnisins segir Aron á einlægan hátt frá glímu sinni við þunglyndi og kvíða.

„Ég er þessi hefðbundni kvíðasjúklingur, sem ég held að við Íslendingar séum upp til hópa. Á sumrin erum við í þriggja mánaða gleðivímu og svo dettum við í sex mánaða skammdegisþunglyndi. Þetta er svona íslenska rútínan, myndi ég segja. Æska mín einkenndist af stöðugum flutningum sem varð til þess að ég setti upp grímu og var því alltaf í hlutverki glaumgosans. Það var auðveldara að fitta inn þannig. Það kemur manni langt að vera opinn og hress en til lengri tíma litið gerir það engum gott,“ segir Aron í viðtalinu.

Líkaminn setti upp varnarvegg

Aron var átján ára þegar hann missti litlu systur sína, en hún varð undir bíl í fjölskylduferð. Hann segir að systurmissirinn hafi haft mikil áhrif á sig og sitt andlega ástand.

„Ég hef alltaf fundið fyrir þunglyndi en eftir að ég missti systur mína þá sökk ég djúpt. Fyrst hafði ég ekki hugmynd um hvað var að gerast. Líkaminn setti upp einn heljarinnar varnarvegg. Ég var alveg tómur og ég vissi ekki hvernig ég átti að bregðast við umhverfi mínu,” segir Aron, sem greip til ýmissa leiða til að deyfa sársaukann.

„Mér leið svo rosalega illa að ég fór að skaða sjálfan mig með eiturlyfjum, drykkju og klámi. Það var ekki fyrr en ég algjörlega fríkaði út að fólkið í kringum mig sagði að ég þyrfti að gera eitthvað í mínum málum. Ég leitaði til sálfræðings sem hjálpaði mér að skilja hvað það væri sem ég var að upplifa. Ég var í tvö ár hjá honum og nýti mér þau verkfæri sem hann kenndi mér enn í dag, þau hjálpa mér mikið.“

Hætti að drekka, reykja gras og horfa á klám

Hann segir að námið í listaháskólanum hafi neytt sig til að opna sig og láta grímuna falla.

„Leiklistin neyddi mig til þess að opna mig. Þú þarft að vera samkvæmur sjálfum þér ef þú ætlar að taka þátt í þessu námi. Það þarf að vera 100% traust á milli einstaklinga í bekknum. Á þeim tíma var ég ekki tilbúinn til þess, sem varð til þess að ég féll um eitt ár. Ég fann að ég þurfti verulega að breyta einhverju. Ég sneri blaðinu algjörlega við og hætti að drekka, reykja gras og horfa á klám, sem var allt orðið vandamál á þessum tímapunkti.“

Í framhaldinu flutti Aron á Flúðir og vann við liðveislu, og síðar fór hann í hálfs árs ferðalag til Suður-Ameríku. Hann segist hafa snúið til baka sem nýr maður en að hann finni enn fyrir kvíða.

„Í dag einkennist kvíðinn minn af þessari hugsun að ég sé ekki nógu góður. Að ég sé ekki að gera nóg til að ná árangri í lífinu. Ég bý mér til fullt af verkefnum og er mjög upptekinn. Um leið og ég er ekki á fullu að vinna fer ég í lægð. Ég hugsa: „Vá, ég er ekki að gera neitt við líf mitt.“ Ég held alltaf að ég eigi að vera að gera eitthvað. Þegar ég er undir mikilli pressu þá er ég ekkert kvíðinn en þegar enginn ætlast til neins af mér þá finn ég fyrir þessum kvíða. Það er ótrúlega skrítið. Ég er búinn að vera að æfa mig að vera heima og slaka á, sem er mjög erfitt fyrir mig.“

Viðtalið í heild sinni má lesa hér.

Forsetahjónin sýna boltafimi á Bessastöðum

Forsetahjónin Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid hvetja fólk um allan heim að styðja íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu á HM í Rússlandi í nýrri auglýsingaherferð frá Íslandsstofu undir nafni Inspired by Iceland. Myndbandinu fylgir kassamerkið #TeamIceland, en Íslendingar eru hvattir til að deila myndbandinu með vinum sínum og vandamönnum.

Myndbandið fór í sýningu í dag í tilefni af því að hundrað dagar eru í að Ísland hefji keppni á heimsmeistaramótinu.

Í myndbandinu fara forsetahjónin á kostum í boltafimi á Bessastöðum, en Eliza hefur orð á því að fimi þeirra sýni líklegast best af hverju þau keppa ekki fyrir Íslands hönd í Rússlandi.

Myndbandið má sjá hér fyrir neðan:

Undrabarn fimleikaheimsins með svakalega rútínu

Hin sextán ára Morgan Hurd vakti verðskuldaða athygli á American Cup-fimleikakeppninni um nýliðna helgi og hlaut þar gullverðlaun.

Það kom fáum á óvart að Morgan skildi ganga í burtu frá keppni með gullið enda stóð hún sig með eindæmum vel í öllum greinunum sem hún keppti í.

Í meðfylgjandi myndbandi má sjá Morgan gera gólfæfingar, en stúlkan hefur vakið athygli fyrir að keppa ávallt með gleraugu, þó að hún sé að snúa sér og kasta í alls kyns áttir og æfingar.

Það er mjög sjaldgæft að íþróttamenn keppi með gleraugu en Morgan sagði í viðtali við Flo Gymnastics í fyrra að hún hefði eitt sinn prófað linsur, en ekki getað notað þær vegna þurrks í auga sem hún fékk. Þá sagði hún einnig að gleraugun festi hún með neoprene-bandi þegar hún væri að æfa og keppa, en bandið sést ekki í myndbandinu.

Tístarar tóku líka vel eftir Morgan á mótinu og svo virðist sem þetta undrabarn fimleikanna hafi unnið sig inn í ansi mörg hjörtu þar vestan hafs um helgina.

Þessar myndir sýna hve léleg börn eru að fela sig

|||||||||||
|||||||||||

Vefsíðan Huffington Post ákvað að bregða á leik á dögunum og biðja foreldra um að senda inn myndir af börnunum sínum að fela sig.

Viðbrögðin voru stórgóð og birtir vefsíðan bestu myndirnar sem voru sendar inn á vefsvæði sínu. Það eru eflaust margir foreldrar sem tengja við þessar myndir, enda feluleikur einn af uppáhaldsleikjum margra barna.

Hér fyrir neðan eru nokkrar af myndunum sem sendar voru inn til Huffington Post en allar myndirnar má sjá á vefsíðu fréttamiðilsins.

Sjáið Gunnar Nelson fara á kostum sem Michael Jackson

Bardagakappinn Gunnar Nelson fer algjörlega á kostum í nýju árshátíðarmyndbandi bardagafélagsins Mjölnis. Í myndbandinu bregður Gunnar sér í hlutverk Michael Jackson í endurgerð á myndbandi við lagið Beat It.

Í myndbandinu má sjá Gunnar dansa eins og enginn sé morgundagurinn í rauðum leðurjakka en fyrrverandi knattspyrnukapinn Gunnar Einarsson og Haraldur Dean Nelson, faðir Gunnars, sýna einnig frábæra takta í myndbandinu.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem árshátíðarmyndband Mjölnis vekur athygli en árið 2016 gerði félagið myndband við lagið Sorry með Justin Bieber.

Árið 2015 var það Chandelier með Sia sem átti hug og hjörtu Mjölnisliða, en í því myndbandi sýndi einmitt fyrrnefndur Gunnar Nelson frábæra danshæfileika sína.

Snappar um bataferlið eftir alvarlegt bílslys og fæðingarþunglyndi

||
||

„Ég eiginlega bara ákvað með sjálfri mér að það yrði partur af mínu bataferli. Ég hef lifað svo alltof lengi að reyna að vera einhver önnur en ég er og er hreinlega komin með leið á því,“ segir hin 24 ára Alda Guðrún Mescudi. Alda opnaði nýverið dyrnar á Snapchat og snappar um allt milli himins og jarðar í sínu daglega lífi undir nafninu aldagudrun.

„Mig langaði alltaf að verða virkari á samfélagsmiðlum en ég lét aldrei verða af því. Svo finnst mér líka svo gaman að tala og enn betra ef fólk nennir að hlusta á það. Mig langar líka að geta talað svolítið öðruvísi um hlutina heldur en margir snapparar eru að gera. Ég vil vera hreinskilin og sé ekki tilganginn í að vera að sykurhúða hlutina,“ bætir Alda við um ástæður þess að hún byrjaði að snappa opinberlega.

Nær líklegast aldrei fullum bata

Alda með syni sínum.

Alda hefur vakið athygli á samfélagsmiðlinum fyrir að tala tæpitungulaust um hlutina, en líf hennar hefur ekki alltaf verið dans á rósum.

„Ég hætti í skóla, greindist seint með ADHD en fór svo að vinna úr mínum vandamálum. Mín ástríða í lífinu hefur alltaf verið neglur og förðun og árið 2015 útskrifaðist ég sem naglafræðingur. Í byrjun árs 2016 stofnaði ég mitt fyrsta fyrirtæki og opnaði naglastofu. Nokkrum mánuðum síðar, um sumarið, lenti ég í bílslysi,“ segir Alda og heldur áfram.

„Ég kom mjög illa út úr slysinu og mun líklegast aldrei ná fullum bata. Ég er samt hörð af mér og hef góð gen og reyni eins og ég get að láta þetta ekki hamla mér. Ekki skánaði það svo þegar ég varð ólétt af syni mínum. Ef eitthvað hefur verið hundrað prósent þess virði í öllu þessu ferli mínu, þá er það hann en meðgangan var virkilega, virkilega erfið og í þokkabót greindist ég með fæðingarþunglyndi,“ segir Alda, sem ætlar ekki að láta erfiðleikana buga sig.

„Í dag er ég á byrjunarstigi í mínu bataferli. Ég held að allir geti verið sammála mér þegar ég segi að það eitt og sér, þá meina ég að byggja sjálfan sig upp eftir einhvers konar áföll, er hundrað prósent vinna – með yfirvinnu. En ég er einstaklega heppin með bakland og þegar eitthvað hefur komið fyrir veit ég að ég hef trausta og þétta fjölskyldu sem grípur mig.“

Geturðu hugsað um barnið þitt með þessar neglur?

Alda veitir innsýn í líf sit á Snapchat og er henni ekkert óviðkomandi.

„Það er ekki beint þema á sappinu mínu. Ég tala um allt milli himins og jarðar og það fer svolítið eftir því hvort eitthvað sé að gerast eða hvernig liggur á mér. Svo reyni ég að gefa innlit inn í lífið hjá mér. Fólk fékk að sjá og fylgjast með meðgöngunni hjá mér og svo litla Tebolla þegar hann fæddist,” segir Alda en sonur hennar fékk viðurnefnið Tebolli.

„Það var líka mjög vinsælt þegar Consuela kom í fjölskylduna. Hún er ryksuguvélmenni sem skúrar og ryksugar heima hjá mér.”

Alda vill undirstrika boðskap sinn, sem er sá að fólk eigi að gera það sem það vill við líf sitt en ekki spá í áliti annarra.

„Ég er og hef alltaf verið þessi manneskja sem segir það bara beint við vinkonu mína ef mér finnst hún virka feit í einhverri flík, á meðan Sigga segir henni að hún sé allt í lagi. Mér finnst svo leiðinlegt að sjá stelpur ekki gera það sem þær langar; eins og ef þú vilt mála þig hvern einasta morgun, gerðu það, ef þú vilt vera í þessum skóm í þessum aðstæðum, gerðu það. Sérstaklega við mæður. Það er bara allt í lagi að við gerum hluti fyrir okkur til þess að gleðja og láta okkur líða vel. Þegar okkur sjálfum líður vel þá gengur lífið betur. Ég er hrein og bein og kem til dyranna eins og ég er klædd,“ segir Alda sem hefur alveg fengið að finna fyrir gagnrýni á Snapchat.

Falleg mæðgnamynd.

„Mér hefur verið sent alls konar en það helsta er líklegast spurningar um hvort ég geti skeint mér eða séð um barnið mitt með þessar neglur. Eins og lengd naglanna geti sagt til um hversu hæfar við erum sem mæður? Ég er vissulega með rosalega langar neglur en ég held ég sé búin að vera með þær í næstum því sjö ár samfellt. Þetta er grínlaust orðið eins og framlenging á puttunum, ef við getum líkt þessu saman. Ég væri handlama ef ég væri með stuttar neglur og hreinlega ekki lík sjálfri mér án þeirra. Tebolli hefur til dæmis rosalega gaman að þeim,“ segir Alda og hlær.

Sögustund á snappinu

En ætli þessi hispurslausa kona deili öllu með fylgjendum sínum?

„Ósk mín er að ég geti deilt öllu með þeim en það er sumt í dag sem ég er ennþá að vinna í og get til dæmis ekki sett inn. Stundum koma líka dagar sem ég set ekkert inn. Það eru nokkrir sem hafa beðið mig um að setja inn gamlar sögur af mér, en ég hreinlega held að ég yrði dæmd fyrir það. Það er aldrei að vita nema ég fari að bomba í smá sögustund á snappinu. Ég samt passa mig alveg með hvað ég set inn, þannig séð,“ segir Alda. Og hver ætli draumurinn sé?

„Draumurinn var stór, ég er búin að láta margt rætast og þegar ég eignaðist Tebollann tók líf mitt U-beygju. Þá fór ég að vinna frá þeirri línu sem ég endaði á.“

Myndir / Úr einkasafni

„Veit fólk yfir höfuð hvað snípurinn er?“

Við höfum birt nokkur myndbönd frá Völvunni, vitundarvakningu um málefni píkunnar, að undanförnu en nú er komið að síðasta myndbandi verkefnisins í bili. Í því myndbandi er umfjöllunarefnið fullnægingar kvenna.

Meðal viðmælenda er kynfræðingurinn Sigga Dögg, sem segir að enn hafi stúlkur vissar ranghugmyndir um fullnægingar.

„Ungar stelpur eru að greina mér frá því að þær megi ekki snerta sig meðan á samförum stendur því þá séu þær að fróa sér. Er hann ekki nógu góður? Þurfa þær einhverja hjálp? Er þetta ekki nóg?“ segir Sigga Dögg og bætir við síðar í myndbandinu að það sé ekkert athugavert við það að stúlkur noti fantasíur í sjálfsfróun.

„Gaurar kalla þetta rúnkminni. Flestir vita hvað rúnkminni er.“

Spéfuglinn Bylgja Babýlons er ein af konunum sem ræða um fullnægingar í myndbandinu og kemur inná það að hún og nokkrar vinkonur hennar fá ekki fullnægingu í samförum þar sem getnaðarlimur fer inní leggöng.

„Þá er alltaf verið að segja við mann: Þú verður bara að fara að kaupa þér dildó og æfa þig. Ég nenni því bara ekkert. Mér finnst að sjálfsfróun mín eigi ekki að snúast upp í eitthvað æfingarferli.“

Myndbandið má sjá hér fyrir neðan:

Foreldrar eru oftast með samviskubit

Leikkonan Ellie Kemper, sem er hvað þekktust úr þátttunum The Office og The Unbreakable Kimmy Schmidt, opnar sig um barnauppeldi í viðtali við Us Magazine. Ellie gekk að eiga unnusta sinn Michael Koman árið 2012 og árið 2016 eignuðust þau soninn James.

„Ég er ný í þessu, en ég ímynda mér að allir foreldrar séu oftast með samviskubit,“ segir leikkonan og bætir við.

„Ég veit ekki hvort það er gott en þetta er erfitt og allir vita það. Þannig að það er áskorun fyrir mig að sætta mig við að ég get ekki verið alls staðar. Það er erfitt að losna við sektarkennd. Ég held að allir tengi við það.“

Sumt ekki sýnt í réttu ljósi

Hún segir að ómögulegt sé að bera sig saman við þær mæður sem séu hvað mest áberandi á samfélagsmiðlum.

„Stundum hugsa ég: Hvernig getur þessi mamma gert allt og greinilega gert það mjög vel? Ég held að sumt sé ekki sýnt í réttu ljósi á samfélagsmiðlum. Ég ímynda mér að allir eigi í erfiðleikum. En ég er risaeðla og er ekki á samfélagsmiðlum.“

Ellie segist reyna að útbúa heilsusamlegar máltíðir fyrir son sinn þegar hún hefur tíma, en að eldamennska sé ekki beint hennar sérgrein.

„Ég er hræðilegur kokkur og hræðileg með tímasetningu. Þannig að pastað er kannski tilbúið en síðan sósan alls ekki. Ekkert er tilbúið á sama tíma. Það er bara svo margt í gangi, hvort sem maður á eitt barn, tvö börn, tíu börn. Þannig að ég hita ekki alltaf upp matinn þegar ég gef honum afganga. Ef hann er sársvangur þá hita ég ekki alltaf upp matinn. Hann snertir matinn og gerir síðan hljóð eins og honum sé kalt, eins og: Brr. Hann vill líklegast ekki eiga þá minningu um eldamennsku móðurinnar að maturinn hafi alltaf verið kaldur,“ grínast Ellie.

Kyssir barnið í bak og fyrir í ofurkrúttlegu myndbandi

Stjörnuparið Enrique Iglesias og Anna Kournikova hafa verið saman um árabil en þann 16. desember í fyrra eignuðust þau sín fyrstu börn saman, tvíburana Lucy og Nicholas.

Enrique og Anna hafa reynt að halda einkalífi sínu úr sviðsljósinu en nýbakaði faðirinn gat greinilega ekki stillt sig um að deila ofurkrúttlegu myndbandi af sér og dótturinni Lucy á Instagram í gær.

Í myndbandinu sést tónlistarmaðurinn kyssa dótturina í bak og fyrir og segir svo einfaldlega:

„Ég elska þig.“

Síðan slær Enrique á létta strengi og talar fyrir litlu hnátuna:

„Nei, pabbi. Ekki kyssa mig svona mikið.“

Myndbandið hefur vakið mikla lukku á Instagram, en þau Enrique og Anna náðu að halda meðgöngunni leyndri frá aðdáendum sínum og fjölmiðlum.

Innblástur frá þúfum og blómum

GPS-punktur fylgir hverjum kolli.

„Spot-kollarnir eru unnir út frá myndum sem ég tek í náttúrunni, til dæmis af þúfum og blómum, og ég vinn verkið undir áhrifum sem ég upplifi við hverja mynd.“

Þóra Björk Schram, listakona og hönnuður, hefur undanfarin ár unnið í textíl og meðal annars handþrykkt og handlitað púða sem henni þykir gaman að vinna við. Nýjasta verkefnið hennar eru Spot Iceland-kollarnir sem hún gerir í samvinnu við Ólaf Þór Erlendsson, húsgagna- og innanhússarkitekt.

„Spot-kollarnir eru unnir út frá myndum sem ég tek í náttúrunni, til dæmis af þúfum og blómum, og ég vinn verkið undir áhrifum sem ég upplifi við hverja mynd. Myndin er skráð með GPS-punkti og fylgir sá punktur hverjum kolli þannig að hægt er að leita uppi staðinn sem ég vann Spot-kollinn út frá. Þetta er því hönnun með sögu því viðkomandi getur séð innblásturinn að sínum kolli í náttúrunni,“ segir Þóra Björk sem undirbýr sig nú á fullu fyrir HönnunarMars. Hún og Ólafur Þór eru í samstarfi við Icelandic Lamb sem hafa sýnt kollunum mikinn áhuga þar sem þeir eru unnir úr íslenskri ull.

Viðtal við Þóru Björk er í 10. tölublaði Vikunnar. 

Texti: Ragnhildur Aðalsteinsdóttir
Myndir: Aldís Pálsdóttir

 

 

 

 

„Hefst þá einhvers konar tæling“

Í ársbyrjun sendu íþróttakonur frá sér yfirlýsingu í tengslum við metoo-byltinguna undir yfirskriftinni Jöfnum leikinn. Undir yfirlýsinguna skrifuðu 462 núverandi og fyrrverandi íþróttakonur sem bættust þar með í hóp þúsunda íslenskra kvenna úr hinum ýmsu starfsstéttum sem hafa sagt stopp við kynbundnu ofbeldi, áreitni og mismunun. Hafdís Inga Hinriksdóttir, fyrrum landsliðskona í handbolta, er ein af forsprökkum hópsins. Hún hefur unnið mikið með þolendum ofbeldis í starfi sínum sem félagsráðgjafi auk þess sem hún á sjálf afar erfiða lífsreynslu að baki.

Eins og svo margar konur á Hafdís Inga fleiri en eina sögu af kynferðislegri áreitni og ofbeldi en ein er sýnu alvarlegri.

„Ég var sextán ára í bænum að skemmta mér. Ég var auðvitað frekar ung til að vera þar en þetta tíðkaðist alveg á þessum tíma. Handboltaliðið mitt hafði farið saman að skemmta sér. Ég var þó lítið fyrir áfengi og drakk aldrei mikið.“

Hafdís Inga varð viðskila við liðsfélaga sína og endaði ein í bænum. Þá hitti hún félaga sinn úr Hafnarfirði og slóst í för með honum og vinum hans. Þau röltu upp Laugaveginn og enduðu í heimapartíi. „Í partíinu var einnig landsliðsmaður sem spilaði sömu stöðu og ég. Hann var níu árum eldri og ég vissi alveg hver hann var. Á þessum tíma vorum við með gott landslið sem gekk vel á stórmótum og landsliðsmennirnir voru hetjur þjóðarinnar.

Ég sat á sófanum og var svolítið feimin í þessum aðstæðum, en mér leið ekki illa. Næsta sem ég veit hefst einhvers konar tæling. Hann byrjaði að tala við mig og ég man að hann spurði mig upp úr þurru hvort ég væri á pillunni,“ segir Hafdís Inga og bætir við í kaldhæðni, „svona eins og maður gerir.“

Ítarlegt viðtal við Hafdísi er í 10. tbl. Vikunnar. 

Myndir / Hákon Davíð Björnsson
Förðun / Björg Alfreðsdóttir

Pulsan sameinar alla Íslendinga

Þau Ylfa Ösp Áskelsdóttir og Ragnar Ísleifur Bragason reka hönnunarfyrirtækið Pulsa Design en þau segja mikilvægt að menningarstólpum íslensks samfélags séu gerð góð skil í allri framsetningu.

„Pulsa Design er í raun sameiningartákn fyrir Íslendinga enda er fátt íslenskarar og íslenskan pulsan,” segir Ylfa og heldur áfram. „Grunn hugmyndafræðin er byggð á vangaveltum um einkenni Íslands og öllum þessum lundabúðum sem okkur finnst ekkert sérstaklega íslenskar. Svo lá þetta í augum uppi þegar pulsan birtist okkur og þegar við loksins byrjuðum fannst okkur eins og við hefðum löngu átt að vera búin að gera þetta. „Ég fór að hugsa um þessa túristasprengju og hvernig Ísland birtist ferðamönnum. Mesta áherslan hefur verið lögð á lunda og einhverja náttúru en svo spyr maður sig, er ekki pulsan stærsta birtingarmynd íslensks samfélags? Það hafa til að mynda mjög fáir borðað lunda en flestir fá sér pulsu kannski einu til fimm sinnum í viku. Hún er auðvitað líka til marks um þá hugvitssemi sem við Íslendingar höfum þegar kemur að matarmenningu og menningu yfir höfuð.”

„Lífið er á margan hátt eins og pulsa,” bætir Ragnar við og heldur áfram.

„Alls konar hráefni, sem maður á erfitt með að henda reiður á, úr ölllum áttum samankomin í einn hrærigraut og þrýst saman í eina góða rúllu sem bragðast vel svona dálítið eins og mannkynið. Svo kemur áleggið sem er eins og reynslan, sumir lifa einföldu lífi og fá sér til að mynda bara pulsu með tómatsósu og steiktum lauk meðan aðrir lifa flóknu lífi og fá sér eina með öllu. Það að við séum núna bara byrjuð að hanna dót og fá fyrirspurnir frá fólki og svona, sýnir að þetta er hægt. Það eru allir hönnuðir og það geta allir hannað dót. Við vorum náttúrulega mjög heppin að detta inn á þennan umfangsmikla menningararf sem liggur í pulsunni og tengslum hennar við íslenskt samfélag. Við höfum byggt mikið af okkar hönnun á íslenskum hlutum. Sett þá í nýtt samhengi og betrumbætt. Hönnun snýst að mörgu leyti um að skoða hvað aðrir eru að gera í kringum þig og gera betri útgáfur af því. Okkur hefur oft fundist vanta nýtt spinn á marga hluti og þá kemur pulsan svo sterkt til manns.”

Viðtalið í heild má lesa í nýjustu Vikunni.

Ætlaði að verða áhrifavaldur en endaði í skuldafeni

Lissette Calveiro er 26 ára og búsett í New York-borg. Þangað flutti hún árið 2016 með kreditkortaskuld uppá eina milljón á bakinu eftir að hún reyndi að gerast áhrifavaldur á Instagram. Lissette segir í færslu á Instagram að hún hafi eytt meiru en hún þénaði og að hún hafi skuldsett sig til að sýnast eiga fullkomið líf í augum fylgjenda sinna.

I HAVE SOMETHING TO SAY: For a handful of months, I’ve felt very uninspired to curate my feed and felt that many things I’ve been putting out are bland, inauthentic and have little meaning. I started to try to create more meaning for myself by expanded in what I say per post and committing to at least 1 blog post a month. But the reality is, that’s a bandaid solution. I have been so wrapped up in this “influencer” space from both the front and back end that I started to camouflage into a sea of sameness. “Take a picture of me here because I’m wearing a cool outfit, and this wall is pretty.” I used to post photos of people, things and experiences I cared about and moved to more “me in this pose” photos when I started getting more “likes” on those. This platform isn’t about LIKES, it’s about CONNECTIONS. It’s about sharing nuggets of your life because you want to inspire others to discover, because you want to indulge in things others have helped you discover, and giving people the space to be creative with content (whether it’s a selfie or damn avocado toast). I feel like I’ve hit a turning point and I promise to be more authentic and truly hone in on the real value I can bring to all of you and stop posting content just for the sake of posting content. It doesn’t mean I won’t stop posting photos of myself — I have so much fun playing around with personal style and the beautiful city I live in — but you can rest assured that I’m posting something because that moment was truly special to me, and it ~may~ bring value to you. Be yourself, love yourself and never stop growing. ——————————————————————————— Always happy to continue this dialogue via DM and keep this community growing. Lots of love to everyone that always shows the upmost support. ✨And, a shout out to @songofstyle because this perspective shift came after watching your interview with @evachen212. Keep keeping on, power girls!

A post shared by Lissette Calveiro (@lissettecalv) on

„Instagram eða annað líf sem lítur fullkomið út á mynd er ekki þess virði að enda í skuldafeni,“ segir Lissette í viðtali við Cosmopolitan.

Hætti að eyða í ferðalög og hátísku

Lissette starfar í kynningar- og markaðsmálum og vissi að hún þyrfti að gera eitthvað afdrifaríkt til að borga upp skuldirnar.

„Það var alltaf hluti af áætlun minni að flytja til New York út af vinnu, en mér fannst ég ekki getað notið þess til fulls á meðan ég var með kreditkortaskuldina á bakinu. Ég var viss um að ég gæti borgað hana upp á einhverjum tímapunkti, en ég þurfti að gera það fljótt til að geta lifað friðsælu lífi,“ segir hún.

Lissette hætti því að eyða fúlgu fjár í ferðalög og kaupa sér að minnsta kosti einn hlut frá hátískumerki á mánuði, eins og hún hafði áður gert. Þá ákvað hún líka að setja vinnu sína í fyrsta sæti, en ekki Instagram. Hún segir það hafa verið erfitt, en eftir að hún byrjaði að leigja íbúð sem var talsvert ódýrari en hún var vön gat hún notað stóran part af laununum sínum til að borga niður skuldina.

Þá nýtti hún sér einnig alls kyns punkta og inneignir sem hún hafði safnað í gegnum tíðina með því að eyða svona miklu á kreditkortinu.

Honestly, just leave me here.

A post shared by Lissette Calveiro (@lissettecalv) on

Fjármál ættu ekki að vera tabú

Lissette er búin að greiða upp kreditkortaskuldina en er enn með námslán sem þarf að greiða af. Hún segist vilja opna umræðuna um Instagram-lífið, því aðrir í hennar stöðu geri það ekki.

„Mínir nánustu vinir hafa það sama á tilfinningunni, að þetta vandamál með ofeyðslu til að eiga fullkomið líf sé svo algengt, þannig að það er skrýtið að enginn hafi talað um þetta áður,“ segir Lissette og bætir við:

„Að tala um fjármál ætti ekki að vera tabú, eða eitthvað til að vera hræddur við.“

Þess má geta að fylgjendafjöldi Lissette hefur tvöfaldast eftir að hún opnaði sig um þessa lífsreynslu sína.

House aesthetic goals.

A post shared by Lissette Calveiro (@lissettecalv) on

„Ég hef engan áhuga á að vera með mjórra mitti“

||||
||||

Lili Reinhart og Camila Mendes, stjörnur úr þáttunum Riverdale, voru í viðtali við tímaritið Cosmopolitan í síðasta mánuði.

Cosmopolitan í Filippseyjum deildi nýverið myndum úr blaðinu á Instagram, en búið var að eiga við myndirnar með myndvinnsluforritinu Photoshop. Stöllurnar tóku eftir þessu, enda var búið að mjókka mitti þeirra talsvert, og ákváðu að svara fyrir sig á Instagram.

Hér sést samanburður á myndunum af Lili.

„Það er sorglegt að ykkur fannst að þyrfti að mjókka líkama okkar. En Camila og ég erum fjandi fallegar. Eins og við erum. Og þið getið ekki „lagað“ okkur,“ skrifar Lili til fylgjenda sinna í Instagram-sögu sinni.

Þá ber hún einnig saman fyrir og eftir myndir af sér og Camilu, þar sem sést greinilega að búið er að eiga við myndirnar.

Hér sjást svo myndirnar af Camilu.

Hún segir enn fremur að þær Camila hafi haft mikið fyrir því að byggja upp sjálfstraust sitt og að þessi verknaður sýni bara að baráttan sé ekki unnin.

„Þetta er barátta á hverjum degi. Og að sjá líkama okkar vera afskræmda í myndvinnsluferli er fullkomið dæmi um hindranir sem við eigum enn eftir að yfirstíga,“ skrifar hún.

Afskræmd náttúrulega fegurð

Camila deildi líka skilaboðum á Instagram-sögu sinni og sagði að myndirnar væru óvirðing við þær stöllur.

Skilaboðin frá Camilu.

„Við viljum að lesendur þeirra viti að þessir líkamar eru ekki okkar. Það er búið að afskræma náttúrulega fegurð þeirra. Við kjósum að horfa á líkama okkar eins og þeir eru í raun og veru. Og ég hef engan áhuga á að vera með mjórra mitti. Ég er meira en ánægð með það mitti sem ég er með.“

Lili hvatti aðrar stjörnur að hætta að eiga við líkama sína í myndvinnsluforritum því það ýtti undir óraunverulega líkamsímynd.

„Við getum ekki hætt að berjast. Baráttan er nýhafin. Við erum helvíti kröftug, falleg og sterk. Við ætlum ekki að fela okkur á bak við Photoshop til að laga okkur að fegurðarstöðlum.“

Harðorð Lili.

„Í tvö og hálft ár upplifði ég vanlíðan og óvissu“

„Ég byrjaði að finna fyrir þráhyggju- og árátturöskun þegar ég byrja í lögfræði árið 2012. Ég fór að hafa skrítnar áhyggjur. Áhyggjur af því að valda öðrum óvart skaða, að ég myndi til dæmis valda slysi. Það sem gerist með þráhyggju- og árátturöskun er að rökhugsunin, röddin sem róar mann og segir: „Engar áhyggjur þú ert ekki að fara valda neinum skaða,“ virkar ekki nógu vel,“ segir Iðunn Garðarsdóttir, aðstoðarkona heilbrigðisráðherra.

Iðunn greindist með þráhyggju- og árátturöskun, einnig þekkt sem OCD, vorið 2014. Hún er ein af þeim sem sem taka þátt í herferðinni #HUGUÐ á vegum geðfræðslufélagsins Hugrún, og opnar sig um lífið með OCD á vefsíðu herferðarinnar.

Þarf að róa sig endurtekið

Iðunn segir að í sínu tilfelli hafi þráhugsanir haft áhrif á daglega lífið, en þráhyggja og áratta er meðal annars kvíðaröskun þar sem fólk fær áleitnar hugsanir, hvatir eða ímyndir sem valda kvíða.

„Það kemur upp einhver hugsun, stundum mjög galin hugsun, sem ég festist í. Hún veldur kvíða sem maður bregst við með áráttuhegðun. Til dæmis sú hugsun að ég gæti valdið bílslysi, þá þarf ég í einhvern tíma að róa mig endurtekið og sannfæra mig með móthugsunum og að ég þurfi ekki að hafa áhyggjur. Ég muni ekki valda bílslysi því ég fer varlega í umferðinni, ég hef verið með bílpróf í mörg ár og svo framvegis. Þetta segi ég mér, með því að hugsa ákveðnar hugsanir endurtekið, þar til ég næ að framkalla ákveðna tilfinningu sem segir mér að ég þurfi ekki að hafa áhyggjur. Tilfinningin er einskonar ofurléttir, sem ég veit núna að kallast just right feeling og er einkennandi fyrir OCD,“ segir Iðunn.

Grunaði ekki að um OCD væri að ræða

Margir tengja OCD við þráhyggjuhegðun þar sem viðkomandi þarf að endurtaka vissar athafnir til að draga úr kvíða eða afstýra mögulegri hættu, til dæmis með því að ganga oft yfir þröskuld áður en gengið er inní hús. Iðunn segir að hún finni fyrir því að einhverjar ranghugmyndir séu uppi um sjúkdóminn.

„Mig grunaði aldrei að um OCD væri að ræða. Ég þekkti aðeins til staðalímyndarinnar af OCD og þau einkenni pössuðu ekki mínum. Ég þurfti aldrei að gera eitthvað ákveðið oft, eins og að þvo hendur, slökkva ljósin tíu sinnum eða hafa allt í röð og reglu. Það eru miklar fyrirframgefnar skoðanir um OCD og margir sem halda þetta snúist um að síminn megi ekki vera skakkur á borðinu eða að maður þurfi að vera mjög skipulagður,“ segir Iðunn og heldur áfram:

„Stærsta og erfiðasta skrefið var að viðurkenna fyrir sjálfri mér að ég gæti ekki tekist á við þetta ein. Ég var föst á því að vinna úr þessu sjálf. Í tvö og hálft ár upplifði ég vanlíðan og óvissu um hvað væri að gerast.“

Vildi ekki ræða við neinn

Hún gerði sér grein fyrir því hvað amaði að þegar hún var að lesa sér til um geðsjúkdóma á netinu.

„Ég var orðin áhyggjufull en á sama tíma vildi ég ekki ræða við neinn um ástandið. Það var blanda af skömm og hræðslu við viðbrögð annarra. Ég var smeyk við afleiðingarnar og þrátt fyrir að vera þokkalega vel upplýst um geðheilbrigði var tilhugsunin, um að segja frá, ótrúlega erfið. Það var ekki fyrr en einn daginn sem ég var að lesa mér til um geðsjúkdóma á netinu og kynnti mér þá OCD. Ég trúði ekki mínum eigin augum því þarna var nákvæm lýsing á mér. Ég man ég hágrét við lesturinn og hafði aldrei verið jafn létt á ævinni. Þarna var mín greining,“ segir hún, en í kjölfarið leitaði hún sér sálfræðihjálpar.

Iðunn Garðarsdóttir – #Huguð – 5/7 from Studio Holt on Vimeo.

„Ég var ótrúlega heppin með sálfræðing. Ég fór í gegnum hugræna atferlismeðferð sem ég nýti mér í dag til þess að takast á við einkennin og ég hitti enn þá sálfræðinginn minn reglulega, sem hjálpar mjög mikið.“

Það var svo fyrir ári síðan að Iðunn ákvað að byrja á lyfjum vegna nýrra einkenna sjúkdómsins.

„Áður en ég byrjaði að taka lyfin hafði ég í svolítinn tíma fundið fyrir einkennum sem voru ekki bara þráhyggjuhugsanir. Ég var farin að þurfa að bregðast við kvíðanum með því að þurfa að gera eitthvað ákveðið. Ég átti til dæmis orðið erfitt með lærdóm því ég varð að lesa sömu setningarnar aftur og aftur. Það tók mig margar klukkustundir að komast í gegnum nokkrar síður. Lyfin slógu á einkennin og hafa hjálpað mér gríðarlega mikið.“

Viðtalið í heild sinni má lesa á vefsíðu herferðarinnar #HUGUÐ.

Halla í viðtali við Forbes: Mikilvægast að vera sjálfum sér trúr

Athafnakonan og fyrrverandi forsetaframbjóðandinn Halla Tómasdóttir er í viðtali á fréttavef Forbes, en viðtalið var birt í gær í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi kvenna. Segir í viðtalinu að Halla sé ein af þeim leiðtogum sem vilji meira jafnrétti í heiminum, og að hún hafi sýnt og sannað að tilfinningagreind sé jafnmikilvæg og peningavit í viðskiptaheiminum.

Í viðtalinu talar hún um að kvenleg gildi eigi vel heima í viðskiptaheiminum. Aðspurð hvernig konur geti komið að samningaborðinu án þess að virka of ágengar eða fjandsamlegar, segir Halla að henni þyki mikilvægast að vera trúr sér sjálfum.

„Undirbúningur er mikilvægur en einnig að vera vel upplýstur um viðeigandi gögn og gera sér grein fyrir hvaða tilfinningar eru í spilinu. Að vita markmið sín fyrirfram hjálpar líka en fyrir mig er mikilvægast að vera trúr sér sjáfum. Ég trúi í raun ekki á neitt sem er mér ekki eðlislægt. Ef mér finnst það ekki vera ekta, þá á hinn aðilinn ekki eftir að kaupa það og þá á maður á hættu að tapa trúverðugleika sínum,“ segir Halla og bætir við að hennar uppáhalds samningatækni sé að hlusta.

„Að hlusta, ekki bara með eyrunum heldur einnig með augunum og innsæinu. Samskipti eru að mörgu leyti án orða og það er mjög dýrmætt að fylgjast með líkamstjáningu, orkustigi og öðru sem ekki er sagt.“

Einlægni og gagnsæi lykillinn

Aðspurð hvaða ráð í samningatækni hún myndi gefa yngri sjálfi sínu stendur ekki á svörunum.

„Að vera óhrædd við sjálfa mig við samningaborðið, og alls staðar annars staðar.“

Halla er einnig spurð að því hvaða ráð hún myndi gefa konum sem hafa áhuga á embættiskjöri.

„Ég trúi því að maður sé að semja um að fá traust fólks þegar maður gefur kost á sér í embætti. Einlægni og gagnsæi var lykillinn að því að öðlast traust kjósenda af minni reynslu, það er að vera ég sjálf, vera opin og aðgengileg, svara öllum spurningum kjósenda og gefa þeim hreinskilin og einlæg svör.“

Viðtalið í heild sinni má lesa hér.

Lýstu upp myrkur Róhingjakonu og sendu SMS-ið KONUR í 1900

UN Women á Íslandi hrindir af stað neyðarsöfnun frá 8. til 18. mars fyrir Róhingjakonur á flótta í Bangladess sem búa við grimman veruleika.

UN Women starfrækir neyðarathvarf fyrir konur í flóttamannabúðum í Cox´s Bazar þar sem þær hljóta áfallahjálp, fá sæmdarsett, atvinnutækifæri og öryggi gegn ofbeldi.
Undanfarna þrjá áratugi hefur Bangladess hýst Róhingjafólk sem sætt hefur ofsóknum í heimalandinu Mjanmar. Síðastliðinn ágúst 2017 hörðnuðu átökin og ofsóknir á hendur Róhingjum til muna og halda nú til um 800 þúsund Róhingjar í flóttamannabúðunum.
Þar af eru 400 þúsund Róhingjakonur sem búa við stöðugan ótta við ofbeldi í búðunum. Nánast allar hafa orðið vitni að eða verið beittar grófu kynferðislegu ofbeldi á borð við nauðgun, hópnauðgun og að morðum í kjölfar limlestingar á kynfærum kvenna. Í mörgum tilfellum voru konur og stúlkur látnar horfa á þegar hermenn myrtu börn þeirra eða foreldra áður en þeir hófu að nauðga þeim. En nauðganir á konum og stúlkum hafa verið notaðar sem markvisst stríðsvopn í þessum blóðugu ofsóknum gegn Róhingjum í Mjanmar.
Þrátt fyrir að konur séu rúmlega helmingur flóttafólks í búðunum eru þær þó hvergi sjáanlegar. Konur og stúlkur óttast ofbeldi, þurfa að deila salernisaðstöðu/sturtuaðstöðu með karlmönnum sem gerir að verkum að konur fara nánast ekki út fyrir heimilið. Þær dvelja að meðaltali 21-24 klst heima á sólarhring vegna yfirvofandi ótta við ofbeldi.

„Mamma getur ekki fara út úr kofanum okkar þar sem hún á ekki búrku til að hylja sig. Hún treystir sér ekki út úr húsi án þess að vera hulin.“

Allir þessir þættir hafa gríðarlega neikvæð áhrif á líf kvenna og stúlkna og hindrar þær við að fara frjálsar ferða sinna um búðirnar, fá atvinnutækifæri, ráða eigin lífi og koma undir sig fótunum í þessum skelfilegu aðstæðum. Í ljósi þess að konur sjást ekki á förnum vegi í flóttamannabúðunum finna þær sér sínar bjargir við að afla aukakróna fyrir fjölskyldur sínar.

Neyðin er mikil og UN Women vantar sárlega fjármagn til að bregðast við neyð kvenna og tryggja áframhaldandi rekstur neyðarathvarfsins.

Ein þeirra er Fatima Khatun sem eldar hrísgrjónakökur sem 12 ára gömul dóttir hennar, Amina selur á stígum flóttamannabúðanna þar sem móðir hennar fer ekki út nema hún bráðnauðsynlega þurfi.
„Mamma getur ekki fara út úr kofanum okkar þar sem hún á ekki búrku til að hylja sig. Hún treystir sér ekki út úr húsi án þess að vera hulin. Það er mjög slæmt fyrir mömmu því í kofanum verður mjög heitt, rakt og mikill reykur þar sem mamma er að elda nánast allan daginn. Reykurinn er óhollur og hana svíður í augun og henni er stöðugt illt í hálsinum af reyknum.“
Af reyknum skapast alvarlegur heilsufarsvandi kvenna og sækjast margar þeirra eftir læknisaðstoð í kjölfar öndunarerfiðleika og augnsýkinga af eitruðum reyk af eldstónum sem þær elda á.

Neyðin er mikil og UN Women vantar sárlega fjármagn til að bregðast við neyð kvenna og tryggja áframhaldandi rekstur neyðarathvarfsins. Ef ekkert verður að gert lokar neyðarathvarfið nú í apríl.
UN Women á Íslandi hvetur alla til að senda SMS-ið KONUR í 1900 og styrkja reksturs neyðarathvarfs fyrir konur í flóttamannabúðunum þar sem þær hljóta áfallahjálp, atvinnutækifæri og öryggi gegn ofbeldi. Eins fá allar konur fá sæmdarsett sem inniheldur helstu hreinlætisvörur, teppi, vasaljós og vistvæn kol til matseldar og upphitunar.

Lýstu upp líf Róhingjakonu á flótta og sendu SMS-ið KONUR í 1900.

__________________________________________________________

Milljarður rís

Milljarður rís er haldinn víða um land; í Hörpu Reykjavík, Hofi Akureyri, Hljómahöll Reykjanesbæ, Þrykkjunni vöruhúsi, Félagsheimilinu Herðubreið Seyðisfirði, Íþróttahúsinu Neskaupstað, Íþróttahúsinu Egilsstöðum og Félagsheimilinu Hvammstanga.

__________________________________________________________

Vissir þú að?

  • 96% kvenna í búðunum segjast ekki hafa fengið ráðið eigin ráðahag.
  • Um 45% Róhingjakvenna hafa verið giftar á barnsaldri.
  • 24 þúsund Róhingjakonur í búðunum eru ýmist barnshafandi eða með barn á brjósti

Studio Birtíngur í samstarfi við UN Women.
Texti / Sjöfn Þórðardóttir
Myndir / UN Women

 

Ráðstefna tileinkuð ungum konum í atvinnulífinu

Félag Ungra athafnakvenna í samstarfi við Alvotech stendur fyrir ráðstefnu í Hörpu 10. mars. Ráðstefnan er tileinkuð ungum konum í atvinnulífinu og nefnist hún UAK dagurinn.

Fram undan er spennandi ráðstefna í Hörpu þar sem félagið leitast við að skapa vettvang fyrir konur til að fræðast og efla hver aðra, fylla þátttakendur eldmóði og fá til liðs við sig áhrifafólk, ráðherra og erlenda gesti. Markmiðið er að gera stjórnendum fyrirtækja, stjórnmálamönnum og ungu fólki í atvinnulífinu á Íslandi grein fyrir kröftum vel menntaðra og reynslumikilla kvenna ásamt mikilvægi þess að hlustað sé á kröfur þessa öfluga hóps hvað varðar atvinnutækifæri.

Hér má sjá dagskrána sem er hin glæsilegasta og von er á öflugum og fjölbreytum hóp fyrirmynda öðrum til eftirbreytni.
UAK dagurinn 2018 – Ráðstefna tileinkuð ungum konum í atvinnulífinu

10.00 Afhending ráðstefnugagna
10.30 Sigyn Jónsdóttir, formaður Ungra athafnakvenna
10.40 Eliza Reid forsetafrú setur UAK daginn 2018
11.00 Panel: Störf framtíðarinnar
Umræðum stýrir Fanney Birna Jónsdóttir

Gestir verða Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, Ægir Már Þórisson, Stefanía G. Halldórsdóttir og Ari Kristinn Jónsson.

11.45 Hádegismatur
12.30 Leynigestur
13.00 Laura Kornhauser
13.30 Panel: Umræðan um áhrifamiklar konur
Umræðum stýrir Björg Magnúsdóttir
Gestir verða Rannveig Rist, Salvör Nordal og fleiri.

14.15 Kaffihlé
14.45 Alda Karen Hjaltalín
15.15 Halla Tómasdóttir

Panel: Störf framtíðarinnar

· Hvar og hvernig er AI þróað? Hverjir eru að því? Hvaða fyrirtæki? Hvernig eru teymin samansett, t.d. kynjahlutföll?
· Eru konur í minnihluta í þeim greinum sem verða hvað mest áberandi í fjórðu iðnbyltingunni? Ef já, hvað er hægt að gera? Eru stjórnvöld, menntastofnanir og fyrirtækin í landinu að undirbúa sig fyrir fjórðu iðnbyltinguna? Hvernig?
Gestir verða fulltrúar atvinnulífsins, stjórnvalda og háskólasamfélagsins.

Panel: Umræðan um áhrifamiklar konur

· Fyrirfinnst tvöfalt siðgæði gagnvart konum í almennri umræðu Íslendinga um áhugaverða einstaklinga?
· Gerum við meiri kröfur til útlits, framkomu og vinnubragða kvenna? Er orðræðan um áhrifamiklar konur harkalegri en orðræðan um karla í sambærilegum störfum?
· Fá konur, sem eru áberandi vegna vinnu sinnar, verri útreið í fjölmiðlum og athugasemdakerfum netheima vegna mistaka sinna?
· Finnst konum þær þurfa að vanda sig meira í starfi og með það sem þær tjá sig um opinberlega vegna ótta við að vera dæmdar harkalegar en karlar?
· Ef já, af hverju? Og hvernig breytum við þessu?

Gestir verða konur sem hafa verið áberandi í stjórnmálum eða stjórnendur stórra fyrirtækja sem hafa leitt erfið verkefni eða þurft að taka erfiðar ákvarðanir. Einnig farið í gegnum krefjandi tímabil á sínum starfsferli, þurft að svara fyrir sína vinnu og mögulega upplifað ósanngjörn viðhorf og athugasemdir í sinn garð.

*SÉRSTAKUR GESTUR RÁÐSTEFNUNNAR ER LAURA KORNHAUSER

Sérstakur gestur er Laura Kornahauser.

Laura er forseti og framkvæmdastjóri Stratyfy sem spáir fyrir um og greinir gögn til að efla hina sönnu sérfræðinga fyrirtækja – fólkið sem stýrir þeim til að taka upplýstari ákvarðanir til að bæta fyrirtækið. Hún tók þátt í að stofna Stratyfy árið 2016 ásamt þremur verkfræðingum. Fyrir stofnun Stratyfy var Laura framkvæmdastjóri hjá JPMorgan og vann við að selja flóknar afleiddar vörur til stórra kúnna. Á tólf árum hjá JPMorgan varð Laura sérfræðingur í að sjá um flókin sambönd við kúnna, bera kennsl á vörutækifæri og að þróa ný boð til að koma til móts við aukna eftirspurn kúnna. Hún upplifði þá óhagkvæmni þeirra vara sem notaðar voru, sérstaklega þeirra sem notaðar voru til að fylgja þróun í umhverfi reglugerðar. Eftir að hafa skapað ýmis ferli, tæki og tól til að hjálpa við að bæta árangur viðskipta, vissi hún að það þyrfti að vera til betri lausn og hún ætlaði að finna hana.

Mynd efst: Stjórn UAK, talið frá vinstri: Helena Rós Sturludóttir samskiptastjóri, Elísabet Erlendsdóttir viðskiptastjóri, Andrea Gunnarsdóttir viðburðastjóri, Sigyn Jónsdóttir formaður og Anna Berglind Jónsdóttir. Á myndina vantar Ásbjörgu Einarsdóttur fjármálastjóra.

Stúdíó Birtingur í samstarfi við Félag ungra athafnakvenna.
Umsjón / Sjöfn Þórðardóttir
Myndir / Heiðdís Guðbjörg Gunnarsdóttir

 

Selja hárspangir á sex hundruð þúsund

||
||

Tískurisinn Alexander Wang hefur sett þrjár hárspangir í sölu sem ætlaðar eru til að hjálpa fólki að hringja inn nýja árið.

Þrjár tegundir eru af spöngunum en sú dýrasta, sem á stendur After After Party eða eftir eftirpartí, kostar litla sex þúsund dollara, eða tæplega sex hundruð þúsund krónur.

Fyrir þá sem vilja ekki eyða alveg svona miklu í eina spöng geta keypt eina með áletruninni Wangover á rúmlega hálfa milljón. Svo er líka í boði að fjárfesta í spöng sem á stendur Party Animal, eða partídýr á tæplega fjögur hundruð þúsund krónur.

Spangirnar sáust fyrst á fyrirsætum eins og Bellu Hadid og Kendall Jenner þegar vorlína Alexander Wang var frumsýnd síðasta semptember.

Nú er bara að byrja að safna fyrir næstu áramótum – eða ekki.

On the party bus at the Spring 2018 show: @bellahadid by @dexternavy.

A post shared by ALEXANDER WANG (@alexanderwangny) on

Vilja 800 milljónir fyrir þakíbúð í New York

|||
|||

Stjörnuhjónin Justin Timberlake og Jessica Biel eru búin að setja þakíbúð sína í hverfinu Soho í New York á sölu. Hjónin vilja tæplega átta milljónir dollara fyrir íbúðina, eða tæplega átta hundruð milljónir króna. Íbúðina keyptu þau árið 2010 á 650 milljónir króna.

Here we come!! And DAMN, my wife is hot! #TIMESUP #whywewearblack

A post shared by Justin Timberlake (@justintimberlake) on

Íbúðin er öll hin glæsilegasta og búin þremur svefnherbergjum og þremur baðherbergjum. Útsýnið úr íbúðinni er óviðjafnanlegt og vel hægt að sitja þar dægrin löng og dást að New York-borg.

Björt og falleg íbúð.

Íbúðin er 240 fermetrar að stærð og mjög hátt til lofts. Í íbúðinni er einnig arinn og sérstakur viðarpanell sem hentar vel til að hengja listaverk á svo þau njóti sín. Þá er einnig sérstök víngeymsla í íbúðinni og hiti í gólfum í baðherberginu sem fylgir hjónaherberginu.

Stílhreint baðherbergi.

Mikil þjónusta er í byggingunni, en þar er opin móttaka allan sólarhringinn, sameiginlegur garður og líkamsræktarstöð.

Ár er síðan hjónin fluttu sig í stærri þakíbúð í gamalli verksmiðju sem var breytt í lúxushúsnæði. Þá íbúð keyptu þau á tuttugu milljónir dollara, eða um tvo milljarða króna. Sagan segir að aðrar stjörnur hafi einnig fest kaup á íbúðum í húsnæðinu, svo sem leikkonan Jennifer Lawrence og hjónin Blake Lively og Ryan Reynolds.

Einfaldur eldhússkrókur.

Sökk djúpt í þunglyndi í kjölfar systurmissis

Samfélagsmiðlastjarnan og leiklistarneminn Aron Már Ólafsson, betur þekktur sem Aron Mola, er einn af þeim sem taka þátt í herferðinni #HUGUÐ á vegum geðfræðslufélagsins Hugrún.

Í viðtali á vefsíðu verkefnisins segir Aron á einlægan hátt frá glímu sinni við þunglyndi og kvíða.

„Ég er þessi hefðbundni kvíðasjúklingur, sem ég held að við Íslendingar séum upp til hópa. Á sumrin erum við í þriggja mánaða gleðivímu og svo dettum við í sex mánaða skammdegisþunglyndi. Þetta er svona íslenska rútínan, myndi ég segja. Æska mín einkenndist af stöðugum flutningum sem varð til þess að ég setti upp grímu og var því alltaf í hlutverki glaumgosans. Það var auðveldara að fitta inn þannig. Það kemur manni langt að vera opinn og hress en til lengri tíma litið gerir það engum gott,“ segir Aron í viðtalinu.

Líkaminn setti upp varnarvegg

Aron var átján ára þegar hann missti litlu systur sína, en hún varð undir bíl í fjölskylduferð. Hann segir að systurmissirinn hafi haft mikil áhrif á sig og sitt andlega ástand.

„Ég hef alltaf fundið fyrir þunglyndi en eftir að ég missti systur mína þá sökk ég djúpt. Fyrst hafði ég ekki hugmynd um hvað var að gerast. Líkaminn setti upp einn heljarinnar varnarvegg. Ég var alveg tómur og ég vissi ekki hvernig ég átti að bregðast við umhverfi mínu,” segir Aron, sem greip til ýmissa leiða til að deyfa sársaukann.

„Mér leið svo rosalega illa að ég fór að skaða sjálfan mig með eiturlyfjum, drykkju og klámi. Það var ekki fyrr en ég algjörlega fríkaði út að fólkið í kringum mig sagði að ég þyrfti að gera eitthvað í mínum málum. Ég leitaði til sálfræðings sem hjálpaði mér að skilja hvað það væri sem ég var að upplifa. Ég var í tvö ár hjá honum og nýti mér þau verkfæri sem hann kenndi mér enn í dag, þau hjálpa mér mikið.“

Hætti að drekka, reykja gras og horfa á klám

Hann segir að námið í listaháskólanum hafi neytt sig til að opna sig og láta grímuna falla.

„Leiklistin neyddi mig til þess að opna mig. Þú þarft að vera samkvæmur sjálfum þér ef þú ætlar að taka þátt í þessu námi. Það þarf að vera 100% traust á milli einstaklinga í bekknum. Á þeim tíma var ég ekki tilbúinn til þess, sem varð til þess að ég féll um eitt ár. Ég fann að ég þurfti verulega að breyta einhverju. Ég sneri blaðinu algjörlega við og hætti að drekka, reykja gras og horfa á klám, sem var allt orðið vandamál á þessum tímapunkti.“

Í framhaldinu flutti Aron á Flúðir og vann við liðveislu, og síðar fór hann í hálfs árs ferðalag til Suður-Ameríku. Hann segist hafa snúið til baka sem nýr maður en að hann finni enn fyrir kvíða.

„Í dag einkennist kvíðinn minn af þessari hugsun að ég sé ekki nógu góður. Að ég sé ekki að gera nóg til að ná árangri í lífinu. Ég bý mér til fullt af verkefnum og er mjög upptekinn. Um leið og ég er ekki á fullu að vinna fer ég í lægð. Ég hugsa: „Vá, ég er ekki að gera neitt við líf mitt.“ Ég held alltaf að ég eigi að vera að gera eitthvað. Þegar ég er undir mikilli pressu þá er ég ekkert kvíðinn en þegar enginn ætlast til neins af mér þá finn ég fyrir þessum kvíða. Það er ótrúlega skrítið. Ég er búinn að vera að æfa mig að vera heima og slaka á, sem er mjög erfitt fyrir mig.“

Viðtalið í heild sinni má lesa hér.

Forsetahjónin sýna boltafimi á Bessastöðum

Forsetahjónin Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid hvetja fólk um allan heim að styðja íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu á HM í Rússlandi í nýrri auglýsingaherferð frá Íslandsstofu undir nafni Inspired by Iceland. Myndbandinu fylgir kassamerkið #TeamIceland, en Íslendingar eru hvattir til að deila myndbandinu með vinum sínum og vandamönnum.

Myndbandið fór í sýningu í dag í tilefni af því að hundrað dagar eru í að Ísland hefji keppni á heimsmeistaramótinu.

Í myndbandinu fara forsetahjónin á kostum í boltafimi á Bessastöðum, en Eliza hefur orð á því að fimi þeirra sýni líklegast best af hverju þau keppa ekki fyrir Íslands hönd í Rússlandi.

Myndbandið má sjá hér fyrir neðan:

Undrabarn fimleikaheimsins með svakalega rútínu

Hin sextán ára Morgan Hurd vakti verðskuldaða athygli á American Cup-fimleikakeppninni um nýliðna helgi og hlaut þar gullverðlaun.

Það kom fáum á óvart að Morgan skildi ganga í burtu frá keppni með gullið enda stóð hún sig með eindæmum vel í öllum greinunum sem hún keppti í.

Í meðfylgjandi myndbandi má sjá Morgan gera gólfæfingar, en stúlkan hefur vakið athygli fyrir að keppa ávallt með gleraugu, þó að hún sé að snúa sér og kasta í alls kyns áttir og æfingar.

Það er mjög sjaldgæft að íþróttamenn keppi með gleraugu en Morgan sagði í viðtali við Flo Gymnastics í fyrra að hún hefði eitt sinn prófað linsur, en ekki getað notað þær vegna þurrks í auga sem hún fékk. Þá sagði hún einnig að gleraugun festi hún með neoprene-bandi þegar hún væri að æfa og keppa, en bandið sést ekki í myndbandinu.

Tístarar tóku líka vel eftir Morgan á mótinu og svo virðist sem þetta undrabarn fimleikanna hafi unnið sig inn í ansi mörg hjörtu þar vestan hafs um helgina.

Þessar myndir sýna hve léleg börn eru að fela sig

|||||||||||
|||||||||||

Vefsíðan Huffington Post ákvað að bregða á leik á dögunum og biðja foreldra um að senda inn myndir af börnunum sínum að fela sig.

Viðbrögðin voru stórgóð og birtir vefsíðan bestu myndirnar sem voru sendar inn á vefsvæði sínu. Það eru eflaust margir foreldrar sem tengja við þessar myndir, enda feluleikur einn af uppáhaldsleikjum margra barna.

Hér fyrir neðan eru nokkrar af myndunum sem sendar voru inn til Huffington Post en allar myndirnar má sjá á vefsíðu fréttamiðilsins.

Sjáið Gunnar Nelson fara á kostum sem Michael Jackson

Bardagakappinn Gunnar Nelson fer algjörlega á kostum í nýju árshátíðarmyndbandi bardagafélagsins Mjölnis. Í myndbandinu bregður Gunnar sér í hlutverk Michael Jackson í endurgerð á myndbandi við lagið Beat It.

Í myndbandinu má sjá Gunnar dansa eins og enginn sé morgundagurinn í rauðum leðurjakka en fyrrverandi knattspyrnukapinn Gunnar Einarsson og Haraldur Dean Nelson, faðir Gunnars, sýna einnig frábæra takta í myndbandinu.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem árshátíðarmyndband Mjölnis vekur athygli en árið 2016 gerði félagið myndband við lagið Sorry með Justin Bieber.

Árið 2015 var það Chandelier með Sia sem átti hug og hjörtu Mjölnisliða, en í því myndbandi sýndi einmitt fyrrnefndur Gunnar Nelson frábæra danshæfileika sína.

Snappar um bataferlið eftir alvarlegt bílslys og fæðingarþunglyndi

||
||

„Ég eiginlega bara ákvað með sjálfri mér að það yrði partur af mínu bataferli. Ég hef lifað svo alltof lengi að reyna að vera einhver önnur en ég er og er hreinlega komin með leið á því,“ segir hin 24 ára Alda Guðrún Mescudi. Alda opnaði nýverið dyrnar á Snapchat og snappar um allt milli himins og jarðar í sínu daglega lífi undir nafninu aldagudrun.

„Mig langaði alltaf að verða virkari á samfélagsmiðlum en ég lét aldrei verða af því. Svo finnst mér líka svo gaman að tala og enn betra ef fólk nennir að hlusta á það. Mig langar líka að geta talað svolítið öðruvísi um hlutina heldur en margir snapparar eru að gera. Ég vil vera hreinskilin og sé ekki tilganginn í að vera að sykurhúða hlutina,“ bætir Alda við um ástæður þess að hún byrjaði að snappa opinberlega.

Nær líklegast aldrei fullum bata

Alda með syni sínum.

Alda hefur vakið athygli á samfélagsmiðlinum fyrir að tala tæpitungulaust um hlutina, en líf hennar hefur ekki alltaf verið dans á rósum.

„Ég hætti í skóla, greindist seint með ADHD en fór svo að vinna úr mínum vandamálum. Mín ástríða í lífinu hefur alltaf verið neglur og förðun og árið 2015 útskrifaðist ég sem naglafræðingur. Í byrjun árs 2016 stofnaði ég mitt fyrsta fyrirtæki og opnaði naglastofu. Nokkrum mánuðum síðar, um sumarið, lenti ég í bílslysi,“ segir Alda og heldur áfram.

„Ég kom mjög illa út úr slysinu og mun líklegast aldrei ná fullum bata. Ég er samt hörð af mér og hef góð gen og reyni eins og ég get að láta þetta ekki hamla mér. Ekki skánaði það svo þegar ég varð ólétt af syni mínum. Ef eitthvað hefur verið hundrað prósent þess virði í öllu þessu ferli mínu, þá er það hann en meðgangan var virkilega, virkilega erfið og í þokkabót greindist ég með fæðingarþunglyndi,“ segir Alda, sem ætlar ekki að láta erfiðleikana buga sig.

„Í dag er ég á byrjunarstigi í mínu bataferli. Ég held að allir geti verið sammála mér þegar ég segi að það eitt og sér, þá meina ég að byggja sjálfan sig upp eftir einhvers konar áföll, er hundrað prósent vinna – með yfirvinnu. En ég er einstaklega heppin með bakland og þegar eitthvað hefur komið fyrir veit ég að ég hef trausta og þétta fjölskyldu sem grípur mig.“

Geturðu hugsað um barnið þitt með þessar neglur?

Alda veitir innsýn í líf sit á Snapchat og er henni ekkert óviðkomandi.

„Það er ekki beint þema á sappinu mínu. Ég tala um allt milli himins og jarðar og það fer svolítið eftir því hvort eitthvað sé að gerast eða hvernig liggur á mér. Svo reyni ég að gefa innlit inn í lífið hjá mér. Fólk fékk að sjá og fylgjast með meðgöngunni hjá mér og svo litla Tebolla þegar hann fæddist,” segir Alda en sonur hennar fékk viðurnefnið Tebolli.

„Það var líka mjög vinsælt þegar Consuela kom í fjölskylduna. Hún er ryksuguvélmenni sem skúrar og ryksugar heima hjá mér.”

Alda vill undirstrika boðskap sinn, sem er sá að fólk eigi að gera það sem það vill við líf sitt en ekki spá í áliti annarra.

„Ég er og hef alltaf verið þessi manneskja sem segir það bara beint við vinkonu mína ef mér finnst hún virka feit í einhverri flík, á meðan Sigga segir henni að hún sé allt í lagi. Mér finnst svo leiðinlegt að sjá stelpur ekki gera það sem þær langar; eins og ef þú vilt mála þig hvern einasta morgun, gerðu það, ef þú vilt vera í þessum skóm í þessum aðstæðum, gerðu það. Sérstaklega við mæður. Það er bara allt í lagi að við gerum hluti fyrir okkur til þess að gleðja og láta okkur líða vel. Þegar okkur sjálfum líður vel þá gengur lífið betur. Ég er hrein og bein og kem til dyranna eins og ég er klædd,“ segir Alda sem hefur alveg fengið að finna fyrir gagnrýni á Snapchat.

Falleg mæðgnamynd.

„Mér hefur verið sent alls konar en það helsta er líklegast spurningar um hvort ég geti skeint mér eða séð um barnið mitt með þessar neglur. Eins og lengd naglanna geti sagt til um hversu hæfar við erum sem mæður? Ég er vissulega með rosalega langar neglur en ég held ég sé búin að vera með þær í næstum því sjö ár samfellt. Þetta er grínlaust orðið eins og framlenging á puttunum, ef við getum líkt þessu saman. Ég væri handlama ef ég væri með stuttar neglur og hreinlega ekki lík sjálfri mér án þeirra. Tebolli hefur til dæmis rosalega gaman að þeim,“ segir Alda og hlær.

Sögustund á snappinu

En ætli þessi hispurslausa kona deili öllu með fylgjendum sínum?

„Ósk mín er að ég geti deilt öllu með þeim en það er sumt í dag sem ég er ennþá að vinna í og get til dæmis ekki sett inn. Stundum koma líka dagar sem ég set ekkert inn. Það eru nokkrir sem hafa beðið mig um að setja inn gamlar sögur af mér, en ég hreinlega held að ég yrði dæmd fyrir það. Það er aldrei að vita nema ég fari að bomba í smá sögustund á snappinu. Ég samt passa mig alveg með hvað ég set inn, þannig séð,“ segir Alda. Og hver ætli draumurinn sé?

„Draumurinn var stór, ég er búin að láta margt rætast og þegar ég eignaðist Tebollann tók líf mitt U-beygju. Þá fór ég að vinna frá þeirri línu sem ég endaði á.“

Myndir / Úr einkasafni

„Veit fólk yfir höfuð hvað snípurinn er?“

Við höfum birt nokkur myndbönd frá Völvunni, vitundarvakningu um málefni píkunnar, að undanförnu en nú er komið að síðasta myndbandi verkefnisins í bili. Í því myndbandi er umfjöllunarefnið fullnægingar kvenna.

Meðal viðmælenda er kynfræðingurinn Sigga Dögg, sem segir að enn hafi stúlkur vissar ranghugmyndir um fullnægingar.

„Ungar stelpur eru að greina mér frá því að þær megi ekki snerta sig meðan á samförum stendur því þá séu þær að fróa sér. Er hann ekki nógu góður? Þurfa þær einhverja hjálp? Er þetta ekki nóg?“ segir Sigga Dögg og bætir við síðar í myndbandinu að það sé ekkert athugavert við það að stúlkur noti fantasíur í sjálfsfróun.

„Gaurar kalla þetta rúnkminni. Flestir vita hvað rúnkminni er.“

Spéfuglinn Bylgja Babýlons er ein af konunum sem ræða um fullnægingar í myndbandinu og kemur inná það að hún og nokkrar vinkonur hennar fá ekki fullnægingu í samförum þar sem getnaðarlimur fer inní leggöng.

„Þá er alltaf verið að segja við mann: Þú verður bara að fara að kaupa þér dildó og æfa þig. Ég nenni því bara ekkert. Mér finnst að sjálfsfróun mín eigi ekki að snúast upp í eitthvað æfingarferli.“

Myndbandið má sjá hér fyrir neðan:

Foreldrar eru oftast með samviskubit

Leikkonan Ellie Kemper, sem er hvað þekktust úr þátttunum The Office og The Unbreakable Kimmy Schmidt, opnar sig um barnauppeldi í viðtali við Us Magazine. Ellie gekk að eiga unnusta sinn Michael Koman árið 2012 og árið 2016 eignuðust þau soninn James.

„Ég er ný í þessu, en ég ímynda mér að allir foreldrar séu oftast með samviskubit,“ segir leikkonan og bætir við.

„Ég veit ekki hvort það er gott en þetta er erfitt og allir vita það. Þannig að það er áskorun fyrir mig að sætta mig við að ég get ekki verið alls staðar. Það er erfitt að losna við sektarkennd. Ég held að allir tengi við það.“

Sumt ekki sýnt í réttu ljósi

Hún segir að ómögulegt sé að bera sig saman við þær mæður sem séu hvað mest áberandi á samfélagsmiðlum.

„Stundum hugsa ég: Hvernig getur þessi mamma gert allt og greinilega gert það mjög vel? Ég held að sumt sé ekki sýnt í réttu ljósi á samfélagsmiðlum. Ég ímynda mér að allir eigi í erfiðleikum. En ég er risaeðla og er ekki á samfélagsmiðlum.“

Ellie segist reyna að útbúa heilsusamlegar máltíðir fyrir son sinn þegar hún hefur tíma, en að eldamennska sé ekki beint hennar sérgrein.

„Ég er hræðilegur kokkur og hræðileg með tímasetningu. Þannig að pastað er kannski tilbúið en síðan sósan alls ekki. Ekkert er tilbúið á sama tíma. Það er bara svo margt í gangi, hvort sem maður á eitt barn, tvö börn, tíu börn. Þannig að ég hita ekki alltaf upp matinn þegar ég gef honum afganga. Ef hann er sársvangur þá hita ég ekki alltaf upp matinn. Hann snertir matinn og gerir síðan hljóð eins og honum sé kalt, eins og: Brr. Hann vill líklegast ekki eiga þá minningu um eldamennsku móðurinnar að maturinn hafi alltaf verið kaldur,“ grínast Ellie.

Kyssir barnið í bak og fyrir í ofurkrúttlegu myndbandi

Stjörnuparið Enrique Iglesias og Anna Kournikova hafa verið saman um árabil en þann 16. desember í fyrra eignuðust þau sín fyrstu börn saman, tvíburana Lucy og Nicholas.

Enrique og Anna hafa reynt að halda einkalífi sínu úr sviðsljósinu en nýbakaði faðirinn gat greinilega ekki stillt sig um að deila ofurkrúttlegu myndbandi af sér og dótturinni Lucy á Instagram í gær.

Í myndbandinu sést tónlistarmaðurinn kyssa dótturina í bak og fyrir og segir svo einfaldlega:

„Ég elska þig.“

Síðan slær Enrique á létta strengi og talar fyrir litlu hnátuna:

„Nei, pabbi. Ekki kyssa mig svona mikið.“

Myndbandið hefur vakið mikla lukku á Instagram, en þau Enrique og Anna náðu að halda meðgöngunni leyndri frá aðdáendum sínum og fjölmiðlum.

Raddir