Þriðjudagur 21. maí, 2024
6.8 C
Reykjavik

Bréfpokarnir ekki lengur fáanlegir í verslunum vegna sparnaðar

Sorpa Dalvegi - Myndin tengist fréttinni ekki beint

Frá og með deginum í dag verður dreifingu á bréfpokum undir lífrænt sorp hætt í verslunum. Fólk getur nálgast bréfpokana endurgjaldslaust í verslun Góða hirðisins og endurvinnslustöðvum Sorpu. Margir hafa gagnrýnt ákvörðunina á samfélagsmiðlum og velt því fyrir sér hvers vegna fólk þurfi að gera sér auka ferð til þess að nálgast pokana. Mun það vera vegna sparnaðar.

Gunnar Dofri Ólafsson, samskipta- og þróunarstjóri Sorpu, greindi frá því í samtali við Vísi að kostnaðurinn við dreifinguna á bréfpokunum hafi ekki verið forsvaranlegur. Ákvörðunin hafi verið tekin í samráði við sveitarfélögin. „Það er rétt að halda því til haga að við sjáum að við höfum þegar sett út 24 milljónir poka, sem ættu að endast öllu höfuðborgarsvæðinu í rúmlega eitt og hálft ár, en það er ekki liðið ár síðan kerfið var innleitt,“ sagði Gunnar og bætti við að fjölda poka væri að finna í skápum og skúffum heimilana í landinu.

Dvaldi ólöglega í landinu og reyndi að hlaupa undan lögreglu

Lögreglan, löggan
Mynd/Lára Garðarsdóttir

Íbúi á höfuðborgarsvæðinu hringdi á lögreglu í gærkvöldi eftir að hann fann poka með hvítu dufti í fyrir utan heimili sitt. Lögregla fór á vettvang og sótti efnið sem verður efnagreint. Í hverfi 104 sinnti lögregla tveimur útköllum. Annað var vegna líkamsárásar en hitt vegna þjófnaðar þar sem starfsmaður verslunar taldi viðskiptavin hafa stolið veskinu sínu.

Karlmaður var handtekinn eftir að hann reyndi að hlaupa undan lögreglu. Við nánari athugun kom í ljós að hann dvaldi ólöglega hér á landi. Síðar um kvöldið var lögregla kölluð að fjölbýlishúsi þar sem einstaklingur hafði brotið rúðu í bræðiskasti. Hann hafði flúið af vettvangi í kjölfarið en lögregla telur sig vita hver var þar að verki. Þá sinnti lögregla reglubundnu umferðareftirliti og stöðvaði meðal annars ökumann sem ók á móti rauðu ljósi.

Hvítþvottur Hönnu Birnu

Hanna Birna Kristjánsdóttir

Hanna Birna Kristjánsdóttir, fyrrverandi dómsmálaáðherra, situr uppi með það að hafa borið ábyrgð á því að deilt var villandi upplýsingum hælisleitandann Tony Omos. Gísli Freyr Valdórson, aðstoðarmaður hennar, viðurkenndi fyrir dómi að hafa lekið minnisblaðinu eftir að hafa svarið allt slíkt af sér áður. Þetta varð til þess að Hanna Birna sagði af sér embætti og hvarf út úr pólitík. Gísl Freyr var dæmdur sekur og fékk fangelsisdóm.

Menn velta fyrir sér hvað hafi orðið til þess að hún steig fram á ný í hlaðvarpinu Eftirmál og segir frá umræddum atvikum með sínum hætti. Einhverjir giska á að ráðherrann fyrrverandi horfi vonaraugum til Bessastaða. Hanna Birna sver af sér að hafa haft minnstu hugmynd um athæfi aðstoðarmannsins og lýsir því þegar hann kom grátandi til hennar og viðurkenndi aðförina að hælisleitandanum. Þá gerir hún mikið úr þjáningu sinni í tengslum við Lekamálið og segir að sér hafi verið hótað. Aðför að henni hafi ráðið úrslitum varðandi það að hún hætti alfarið í stjórnmálum.

Meðal þess sem Hanna Birna var sökuð um var að hafa reynt að hafa áhrif á lögreglurannsókn í málinu með því að því að þrýsta á Stefán Eiríkisson, þáverandi lögreglustjóra, sem sagði upp stöðu sinni.

Þeir sem lesa í spilin telja fremur ólíklegt að Hanna Birna ætli sér í forsetaframboð með hvírtþvottartalinu og með því að velta Gísla Valdóri frekar upp úr afbroti sínu. Málflutningur hennar einkennist aftur á móti af skilninsleysi á ábyrgð hennar sem ráðherra á málinu …

Ólafur sakaði gagnrýnanda DV um lygar: „Skítkast sem enginn getur tekið mark á“

Herbie Hancock kom fram á Íslandi árið 1986

Veitingamaðurinn Ólafur Laufdal var allt annað en sáttur við gagnrýni sem Eyjólfur Melsted skrifaði árið 1986 í DV.

„Eyjólfur Melsted ætti að skammast sín fyrir lygar um Broadway og svívirðingar um reyndustu hljóðmenn landsins,“ sagði Ólafur í samtali við DV um málið en forsaga þess að Eyjólfur hafði skrifað gagnrýni um Listahátíð sem haldin var á Broadway í blaðið deginum áður og var vægast sagt óhress með margt sem þar fór fram en fyrirsögn þess „Skammastu þín Listahátíð.“

Í gagnrýni sinni segir Eyjólfur frá upplifun sinni á tónleikum Herbie Hancock sem fóru fram á Broadway. Þar segir Eyjólfur að Herbie hafi staðið sig með prýði en fátt annað hafi verið í lagi og nefnir sérstaklega að hljóðmenn tónleikanna hafi staðið sig illa. Lokaorð Eyjólfs voru „Þarna seldi Listahátíð sig Ólafi Laufdal. En allir vita hvað þær stúlkur, sem selja sig, eru kallaðar… Skammastu þín, Listahátíð, fyrir að koma svona fram við unnendur góðs jassleiks.“ 

„Gagnrýni Eyjólfs á hávaða í húsinu, úr uppþvottavél og fleiru, vísa ég alfarið á bug. Hún hreinlega stenst ekki. Hver einasti gestur fékk gott sæti, þeir sem ekki fengu borð fengu bólstraða færanlega stóla. Gagnrýnandinn minnist varla á tónleikana, svo mikið er honum niðri fyrir að níða niður Broadway. Ég held að hann ætti að snúa sér að einhverju öðru. Þetta er ekki gagnrýni heldur skítkast sem enginn getur tekið mark á,“ sagði Ólafur að lokum.

Gunnar í Krossinum hefur fastað árlega í 45 ár: „Þetta er til að heyra betur hina andlegu rödd“

Gunnar Þorsteinsson er fastur og reglulega

Nú er nýtt ár gengið í garð og að venju þá setur fólk sér ýmiss konar markmið og oftar en ekki tengjast þau að létta sig á einn eða annan máta. Ein aðferð sem verður vinsælli með hverju árinu er að fasta. Í stuttu máli snýst hún um að borða eki mat en þó er nauðsynlegt að drekka vatn. Flestar föstur standa yfir í einn til þrjá sólarhringa en þær geta þó verið mun lengri. Gunnar Þorsteinsson, oftast kallaður Gunnar í Krossinum, er einn mesti fastari landsins en hann fastar við upphaf hvers árs í þrjár vikur. Rétt er þó að taka fram að fasta getur verið skaðleg fyrir líkama, og mögulega sál, að mati margra vísindamanna. Mannlíf heyrði í Gunnari varðandi hans föstu.

„Fasta er nú ekki flókin, það er bara að hætta að borða,“ sagði Gunnar hlæjandi. „Fasta er náttúrulega að hætta borða fasta fæðu og það má náttúrulega ekki hætt að drekka vatn og vökva en síðan bíður maður eftir góðum áhrifum. Þetta er erfitt fyrstu daganna,“ en að eigin sögn er Gunnar reynslubolti þegar kemur að föstu.

„Ég er að gera þetta núna í 45. skipti þannig að ég orðinn reyndur í þessu en þetta er fyrst og síðast til að finna nýja núllpunkt fyrir lífið. Þetta er til að heyra betur hina andlegu rödd tala til mín og leggja línurnar fyrir árið. Biblían talar um föstu og reyndar hvetur til föstu og í öllum trúarbrögðum er að talað um föstu. Í dýraríkinu er fastað,“ en Gunnar tekur litlar föstur aðra mánuði ársins sem geta verið allt frá þremur dögum upp í tíu daga.

„Ég syndi mikið, ég held áfram að synda þó ég sé að fasta. Það er mín helsta líkamsrækt. Ég er latur og þetta er eina líkamsræktin sem þú getur stundað liggjandi. Þetta bætir mann andlega og líkamlega,“ sagði svo Gunnar að lokum þegar hann var spurður hvort hann stundaði líkamsrækt meðan hann fastaði.

Gísli grét þegar hann viðurkenndi brot sitt fyrir Hönnu Birnu: „Það er ég sem gerði þetta“

Gísli Freyr grét þegar hann virðurkenndi brot sitt fyrir Hönnu Birnu.

Hanna Birna Kristjánsdóttir er komin aftur á sjónarsviðið eftir að hafa haldið sig úr sviðsljósinu árum saman. Í viðtali í hlaðvarpsþættinum Eftirmál ræðir Hanna Birna um lekamálið alræmda en það varð á endanum til þess að hún þurfti að segja af sér ráðherraembætti og Gísli Freyr Valdórsson, þáverandi aðstoðarmaður hennar, var dæmdur í skilorðsbundið átta mánaða fangelsi. Í hlaðvarpinu ræðir Hanna Birna þegar Gísli viðurkenndi loksins að hafa brotið af sér í starfi eftir að hafa neitað því ítrekað.

„Ég opnaði hurðina og ég áttaði mig strax á því að eitthvað mikið var að, af því að hann kemur labbandi og hans yndislega kona með honum og þau eru bæði grátandi. Ég tek á móti honum og Þórey var með okkur líka. Hann sest niður og svo er þetta bara eins og í einhverju…ég veit ekki hverju. Hann kemur varla upp orði, getur varla talað. Og hann segir bara: „Þetta er ég. Þetta var ég.“ Það er það eina sem hann kemur upp í rauninni. Og ég skildi ekki einu sinni almennilega í fyrstu hvað hann var að tala um. Svo segir hann: „Það var ég sem lak skjalinu. Það er ég sem gerði þetta. Og ég get ekki gengið lengur í gegnum þetta. Ég get ekki meira af þessu,“ en Gísli lak minnisblaði úr innanríkisráðuneytinu sem snéri að hælisleitandanum Tony Omos en Gísli bætti við setningum í minnisblaðið um að Omos væri grunaður um mansal.

„Ég var leið; ég var undrandi, ég var vonsvikin. Þetta var einstaklingur sem ég treysti. En þegar ég horfi til baka þá fann ég rosalega til með honum. Ég hafði einlægar áhyggjur af honum. Fyrir mér var þetta auðvitað það mikið áfall, en loksins skildi ég þó málið. Loksins var einhvern veginn púsluspilið komið fyrir framan mann. Þetta var áfall, þetta var vonbrigði og þetta var hræðilega óþægileg stund.“

Telur líklegt að samstarfsflokkarnir verji Svandísi: „En það er ekki lengur traust í samstarfinu“

Dr. Eiríkur Bergmann

Eiríkur Bergmann Einarsson stjórnmálafræðingur segir líklegt að samstarfsflokkar Vinstri grænna verji Svandísi Svavarsdóttur vantrausti.

Inga Sæland hefur boðað vantrausstillögu á Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra eftir að umboðsmaður Alþingis komst að þeirri niðurstöðu að ráðherrann hafi brotið lög er hann setti á tímabundið hvalveiðibann síðastliðið sumar, rétt áður en veiðitímabilið átti að hefjast. Mikils titrings gætir í Sjálfstæðisflokknum vegna þessa og hafa þingmenn flokksins á borð við Jón Gunnarsson gagnrýnt Svandísi harðlega. Mannlíf heyrði í Eiríki Bergmanni Einarssyni stjórnmálafræðing og spurði hann út í ástandið á stjórnarheimilinu.

„Það er mjög aukin úlfúð í þessu samstarfi og það eru komið um hálft ár síðan brestirnir í stjórnarsamstarfinu fóru að koma í ljós. Og úlfúðin hefur bara magnast á þessu rúmlega hálfa ári. Það er alveg ljóst að flokkarnir eru smá saman að missa trúna á framhaldið en það þýðir ekki að ríkisstjórnin geti ekki hökt út kjörtímabilið. En það er ekki lengur traust í samstarfinu sem áður einkenndi þessa ríkisstjórn og misklíðin á milli stjórnarflokkanna á ráðherra jafnvel, eru orðin miklu meiri en áður. Það er komin veruleg þreyta í þetta samstarf. Það gerir það að verkum að öll svona mál verða ríkisstjórninni mjög erfið. Fyrir einhverju síðan hefði stjórnarmeirihlutinn einfaldlega þjappað sér að baki hverjum þeim ráðherra sem fengið hefði á sig vantrausstillögu og það væru í raun engjar refjar með það. Það að það sé slegið svona í og úr meðal þingsflokks Sjálfstæðisflokksins til dæmis, það er nýtt.“

Aðspurður hvort líklegt sé að samstarfsflokkar Vinstri grænna muni verja Svandísi vantrausti segir Eiríkur að ríkisstjórnarsamstarf feli í sér það að stjórnarmeirihlutinn verji ráðherra vantrausti. „Í sjálfu sér hefur ekkert komið fram sem okkur fram á að þarna hafi orðið breyting á. Þess vegna verður að teljast líklegra en ekki að stjórnarmeirihlutinn einfaldlega verji ráðherrann vantrausti. En það að komin sé upp einhverskonar efasemdir um það að sá stuðningur sé öruggur, segir gríðarstóra sögu. Ef staðan er raunverulega orðin þannig að þingmaður eða þingmenn stjórnarmeirihlutans treysti sér ekki til að segja það skilyrðislaust, að þeir verji alla ráðherra ríkisstjórnarinnar vantrausti, þá er sú ríkisstjórn varla á vetur setjandi.“

Mannlíf spurði Eirík hvort líklegt sé að Sjálfstæðisflokkurinn verji Svandísi vantrausti en heimti að hún skipti um ráðherrastól. „Nei, þeir geta það í rauninni ekki. Hingað til hefur verið litið svo á að þingflokkarnir ráði því hver úr þeirra röðum setjist á stóla sem viðkomandi flokkur hefur til ráðstöfunnar. Og það er fáheyrt að þingflokkur eins flokks sé að skipta sér að ráðherravali hjá öðrum flokkum.“

En telur Eiríkur að það sé þá enginn þrýstingur á Vinstri græna á að skipta Svandísi út? „Það er eflaust einhver þrýstingur en það er í rauninni engin hefði fyrir slíku og ég myndi halda að Vinstri grænir myndu ekki taka neinum leiðbeiningum.“

Böðvari leiddist sem skipstjóra: „Mjög oft einmanalegt“

Böðvar Þorsteinsson telur að skipstjórar séu stundum einmana

Gestur Sjóarans er sjómaðurinn, kennarinn og fyrrum fangavörðurinn Böðvar Þorsteinsson.

Böðvar sigldi bæði á frakt- og fiskiskipum en í landi starfaði hann sem bæði kennari og um stund sem fangavörður á Litla-Hrauni. Böðvar á langan feril til sjós að baki og segir meðal annars frá því að hann hafi misst félaga þegar Dísarfellið sökk. Böðvar ræðir meðal annars um að það geti verið einmanalegt að vera skipstjóri.

„Ég drekk aldrei til sjós. Það eru fjölda fjölda fjölda mörg ár síðan ég hætti að smakka áfengi þegar ég skráður á skip og ég hef haldið mig við það. Ég var farinn að hugsa „Bíddu við, það fer þó ekki þannig að ég fái mér bjór í tómum leiðindum,“ en þá fór ég bara niður og fór að tala við kokkinn eða eitthvað svona, settist niður í messa. En það er vissulega rétt, það er oft ábyggilega mjög oft einmanalegt.“

Þáttinn í heild sinni er hægt að horfa á hérna

Fjármálastjóri ráðinn til Ríkiskaupa án auglýsingar: „Er fremur lítil stofnun“

Sara Lind Guðgeirsdóttir. Mynd: Hringbraut - skjáskot

Hjörvar Steinn Grétarsson var ráðinn í starf fjármálastjóra Ríkiskaupa án auglýsingar. Var upprunalega ráðinn sem sérfræðingur í nýsköpun og viðskiptaþróun.

Skákmeistarinn og lögfræðingurinn Hjörvar Steinn Grétarsson sótti um stöðu sérfræðings í nýsköpun og viðskiptaþróun hjá Ríkiskaupum en starfið var auglýst laust til umsóknar í desember 2022. Hóf hann störf við stofnunina í febrúarlok 2023 en nokkru síðar var tekin sú ákvörðun að gera hann að fjármálastjóra Ríkiskaupa en sú staða var aldrei auglýst.

Samkvæmt skriflegu svari Söru Lindar Guðbergsdóttur, tímabundið setts forstjóra Ríkiskaupa, til Mannlífs, urðu breytingar á starfsmannahópi Ríkiskaupa frá því að starfið var auglýst og þar til Hjörvar Steinn kom til starfa. Af þeim sökum þurfti að endurskoða verkefni innahúss og að mat stjórnanda hefðu verið þau að bakgrunnur Hjörvars Steins gæti nýst vel í starfi fjármálastjóra. Hann hafi því verið færður til í starfi og sinnir nú 50 prósent fjármálastjórnun og 50 prósent umbóta- og viðskiptaþróunarverkefnum.

Svar Söru Lindar:

„Hjörvar Steinn var ráðinn til Ríkiskaupa frá og með 1.5.2023 eftir að hafa sótt um starf sérfræðings í nýsköpun og viðskiptaþróun sem auglýst var laust til umsóknar í desember 2022. Frá því að starfið var auglýst og þar til Hjörvar Steinn kom til starfa voru breytingar á starfsmannahópnum sem höfðu m.a. í för með sér endurskoðun á verkefnum innanhúss, þar með talið hlutverki fjármála- og rekstrarstjóra. Það var mat stjórnenda að Hjörvar Steinn byggi yfir þekkingu og reynslu sem gæti nýst vel í verkefnum sem hvíla almennt á fjármálastjóra en auk meistaraprófs í lögfræði er hann með meistarapróf í reikningsskilum og skattarétti og verðbréfamiðlun. Með vísan til 19. gr. laga nr. 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins voru gerðar breytingar á störfum hans og verksviði á þann veg að hann sinnir í dag u.þ.b. 50 prósent fjármálastjórn og 50 prósent umbóta- og viðskiptaþróunarverkefnum.“

Aðspurð hvort hún teldi umsvifin hjá Ríkiskaupum ekki meiri en svo að hún teldi að ekki væri þörf á fjármálastjóra í nema 50 prósent starf svaraði Sara Lind því til að stofnunin sé frekar lítil stofnun og að 50 prósent starfshlutfall fjármálastjóra dugi til.

„Ríkiskaup eru fremur lítil stofnun og það er mitt mat að vel dugi að vera með fjármálastjóra í 50 prósent starfshlutfalli en eðli málsins samkvæmt er einnig bókari og launafulltrúi í vinnu hjá okkur sem spilar á móti viðkomandi.“ Bætti hún við:

„Við leggjum upp úr því að besta alla ferla og nota sjálfvirknivæðingu í okkar störfum þar sem það er hægt. Auk þess notum við þjónustu Fjársýslunnar.“

Samkvæmt Söru Lind var það þáverandi forstjóri Ríkiskaupa, Björgvin Víkingsson, sem ákvað að ráða Hjörvar Stein til Ríkiskaupa, í lok febrúar 2023 en samningurinn þó ekki undirritaður fyrr en 14. apríl, af henni.

„Ákvörðun um ráðningu var tekin í lok febrúar 2023 af þáverandi forstjóra Ríkiskaupa, Björgvini Víkingssyni, en ekki var gengið formlega frá skriflegum ráðningarsamningi milli Hjörvars Steins og stofnunarinnar fyrr en 14. apríl 2023 og er hann undirritaður af settum forstjóra.“

Börn seldu fullorðnum kynferðislegar myndir: „Við flokkum þetta sem áhættuhegðun“

Hagaskóli - myndin tengist fréttinni ekki beint

Börn á grunnskólaaldri í Vesturbænum hafa selt fullorðnum einstaklingum kynferðislegar myndir. Börnin hafa þó ekki selt myndir af sér sjálfum heldur sótt þær á netið sjálf. Þetta kemur fram í tölvupósti sem Ómar Örn Magnússon, skólastjóri Hagaskóla, sendi foreldrum barna sem stunda nám við skólann en RÚV greindi fyrst frá málinu.

Í tölvupóstinum er greint frá því að nokkrir nemendur hafi villt á sér heimildir á hinum ýmsu samfélagsmiðlinum og selt kynferðislegar myndir fyrir pening. Upphæðin ráðist af hversu mikið sést á myndinni og hversu skýr hún sé. Skólastjórinn segir að þetta sé metin áhættuhegðun hjá börnunum og þau geti sett sig í hættu. „Við flokkum þetta sem áhættuhegðun unglinga á samfélagsmiðlum. Við bendum á og beinum nemendum af þessari braut,“ sagði Ómar um málið.

Þá segir skólastjórinn að hann hafi heyrt af sambærilegu atviki í öðrum skóla. Nemendur sem hafa sýnt af þessa hegðun fá hjálp og aðstoð frá skólanum en málið er komið á borð lögreglu og biður skólastjórinn fólk að hafa samband við lögreglu hafi það upplýsingar um álíka mál.

 

Mótmælendur trufluðu Joe Biden í miðri ræðu: „Ég skil eldmóð þeirra“

Mótmælendur trufluðu ræðu Joe Biden Bandaríkjaforseta, sem hann hélt í Charleston, Suður-Karólínu.

Biden, 81 árs, var í miðri kosningaræðu í kirkju í Charleston, Suður-Karónlínu þegar nokkrir mótmælendur létu í sér heyra varðandi stuðning Bandaríkjanna við þjóðarmorð Ísraels á Gaza. „Án sannleikans er ekkert ljós. Án ljóss er engin leið út úr þessu myrkri,“ sagði Biden en hann var að minnast þeirra níu svartra safnaðarmeðlima sem skotnir voru til bana í kirkjunni árið 2015, af hvítum kynþáttahatara. En Biden var svo truflaður. „Ef þér er ekki sama um líf þeirra sem látist hafa hér, ættirðu að heiðra líf þeirra og krefjast vopnahlés í Palestínu!“ öskraði kona nokkur sem staðið hafði upp ásamt nokkrum öðrum mótmælendum. Kölluðu mótmælendurnir svo ítrekað: „Vopnahlé strax!“ áður en þau voru leidd út af öryggisvörðum.

Joe Biden sagðist skilja „eldmóð“ þeirra. „Sjáið fólk, ég skil eldmóð þeirra. Og ég hef unnið hljóðlega við að fá yfirvöld í Ísrael til að draga úr og fara frá Gaza. Ég er að reyna allt til þess að ná því.“

Demókrataforsetinn er nú undir sífellt meiri pressu frá vinstri væng flokksins, vegna afstöðu hans í deilu Ísraela og Palestínumanna, nú þegar gengdarlausar sprengjuárásir Ísraela á Gaza halda áfram og tala látinna hækkar stöðugt. Biden sór að styðja við Ísrael eftir að hernaðararmur Hamas gerði árás á Ísrael 7. október síðastliðinn. Síðan þá hefur hann biðlað til yfir valda í Jerusalem að forðast dráp á saklausum borgurum en nýlega varaði hann við því að Ísrael ætti á hættu að missa stuðning á alþjóðavísu með „óvarlegum“ sprengjuárásum.

 

Lesendur Mannlífs vilja að Svandís víki – Afgerandi niðurstaða

Svandís Svavarsdóttir virti ekki lagaheimildir þegar hún stöðvaði hvalveiðar síðasta sumar.

Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra berst fyrir pólitísku lífi sínu þess daganna en Umboðsmaður Alþings komst að þeirri niðurstöðu að hún hafi brotið lög þegar hún setti á tímabundið hvalveiðibann í sumar. Stjórnarandstaðan undirbýr núna vantrauststillögu sem verður væntanlega lögð fyrir þing þegar Alþingi kemur saman eftir jólafrí. Sjálf hefur Svandís sagt að hún muni ekki segja af sér embætti en sumir telja að hún muni skipta um ráðuneyti við annan ráðherra líka og Bjarna Benediktsson gerði í framhaldi álits Umboðsmanns Alþingis á sölu Íslandsbanka.

Lesendur Mannlífs voru spurðir hvort Svandís ætti að víkja og er niðurstaðan nokkuð afgerandi.

Krefjast rannsóknar eftir andlát knattspyrnukonu

Maddy Cusack lést á síðasta ári

Foreldrar knattspyrnukonunnar Maddy Cusack hafa krafist rannsóknar í kjölfar sjálfsvígs dóttur þeirra á síðasta ári. Enska knattspyrnusambandið hefur safnað upplýsingum í tengslum við andlát konunnar til þess að kanna hvort reglur innan sambandsins hafi verið brotnar.

Maddy spilaði með liðinu Sheffield United og var hún aðeins 27 ára gömul þegar hún lést. Maddy hafði glímt við andlega erfiðleika sem fjölskylda hennar segir mega rekja til samstarfs hennar og þjálfarans Jonathan Morgan. Innan við viku eftir andlát Maddy sendi fjölskylda hennar bréf til Sheffield United þar sem stóð meðal annars: „Það var margt sem angraði hana í lokin en það tengdist allt sambandi hennar við JM. Hún trúði okkur fyrir því að öll vandræðin tengdust ráðningu JM. Við vitum að hún væri enn með okkur ef hann hefði ekki verið ráðinn. Textaskilaboð og samtöl við hana styðja þetta,“ sagði í bréfi fjölskyldunnar.

Í kjölfar bréfsins var þjálfarinn steig Morgan tímabundið til hliðar á meðan Sheffield United hóf eigin rannsókn. Varð niðurstaða félagsins sú að engar sannanir væru fyrir því að hvort Morgan né nokkur annar hjá félaginu hefði gert eitthvað rangt.

Þá setti fjölskyldan sig aukreitis í samband við enska knattspyrnjusambandið sem ákvað í kjölfarið að skoða þær upplýsingar sem lægju fyrir í málinu. Hittu svo fulltrúar sambandsins foreldra Maddyar 21. desember, sem og fulltrúa Sheffield United á öðrum fundi. Ekki hefur sambandið þó enn fundið sig knúna til að hefja formlega rannsókn.

Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218.

Þorvaldur Örlygsson býður sig fram: „Síðustu mánuði hef ég fengið fjölda áskorana“

Þorvaldur Örlygsson býður sig fram til formanns - Mynd: Aðsend

Þorvaldur Örlygsson, rekstrarstjóri og íþróttastjóri knattspyrnudeildar Stjörnunar, hefur ákveðið að gefa kost á sér í embætti formanns KSÍ en Þorvaldur er reyndur þjálfari og leikmaður. Spilaði hann meðal annars með Nottingham Forest, Stoke City og Oldham Athletic og þá spilaði 41 landsleik með íslenska landsliðinu. Síðan hann hætti sem leikmaður hefur hann þjálfað 8 mismunandi lið með ágætis árangri. Eins og málin standa í dag eru þeir Guðni Bergsson einu frambjóðendurnir en Vanda Sigurgeirsdóttir, núverandi formaður, hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér. Kosið verður um formannsembættið 24. febrúar á ársþingi KSÍ.

Fréttatilkynning Þorvaldar í heild sinni er hér fyrir neðan:

Þorvaldur Örlygsson, rekstrarstjóri og íþróttastjóri knattspyrnudeildar Stjörnunar, hefur ákveðið að bjóða sig fram til formanns KSÍ á ársþingi sambandsins í næsta mánuði. Þorvaldur, sem var atvinnumaður í Þýskalandi og á Englandi um árabil, spilaði með KA, Fram og íslenska landsliðinu, þjálfaði í efstu deildum, auk þess að þjálfa yngri landslið Íslands, þekkir íslenska knattspyrnu afar vel frá öllum hliðum og segir mörg verkefni bíða KSÍ.

„Síðustu mánuði hef ég fengið fjölda áskorana um að gefa kost á mér í þetta mikilvæga starf og eftir að hafa rætt við félags- og forráðamenn íslenskra knattspyrnufélaga og heyrt skoðanir þeirra á fjölmörgum þáttum íþróttarinnar, hef ég ákveðið að taka áskoruninni. Ég deili skoðunum, viðhorfum, áhersluatriðum, áhyggjum og framtíðarsýn fjölmargra félaga minna í íslenska boltanum og er þeirrar skoðunar að við þurfum betri bolta, bæði innan og utan vallar. Knattspyrnan hefur verið í fyrsta sæti hjá mér frá því að ég mætti með eldri bróður mínum á fyrstu æfinguna fimm ára gamall og hún er það enn. Ég veit að þekking mín, reynsla og áhugi mun reynast KSÍ vel í þeim verkefnum sem framundan eru.“

Meðal áhersluatriða nefnir Þorvaldur endurskoðun á stefnu og hlutverki KSÍ, ábyrgan rekstur, eflingu knattspyrnu á landsbyggðinni, styrkingu kvennaboltans, endurskoðun dómaramála og byggingu þjóðarleikvangs.

„Við þurfum að fara í endurskoðun á stefnu og hlutverki KSÍ og rekstur þess þarf að vera ábyrgur. Ég vil auka og bæta samskipti lykilaðila í íslenskri knattspyrnu, eins og til að mynda KSÍ og ÍTF. Þá hef ég, eins og fleiri, áhyggjur af aukinni einangrun félaga á landsbyggðinni. Liðum fækkar, ferðakostnaður hækkar og við þurfum að grípa þar inn í. Dómaramál eru mér að sama skapi hugleikin. Ég vil fjölga dómurum og myndi vilja sjá þann þátt koma inn í skólakerfið og auka áhuga yngri kynslóða á dómarastarfinu, efla þannig stéttina og þar með bæta dómgæsluna. Ég vil tafarlausar viðræður við ríki og borg um þjóðarleikvang og tel að við eigum að endurbyggja Laugardalsvöll upp sem slíkan.“

Meðal helstu áhersluatriða Þorvaldar má nefna: 

Endurskoða stefnu og hlutverk KSÍ 

Tryggja ábyrgan rekstur KSÍ 

Auka og bæta samskipti lykilaðila í íslenskri knattspyrnu, t.d. KSÍ og ÍTF 

Stofna framkvæmdastjórn KSÍ 

Efla kvennaknattspyrnu á öllum sviðum, frá grasrót til landsliða 

Tryggja jafnrétti og fjölga konum innan stjórnkerfis KSÍ 

Koma hreyfingu á byggingu þjóðarleikvangs sem áfram verði í Laugardal 

Styrkja félagslið á landsbyggðinni og lækka ferðakostnað 

Fjölga dómurum og koma þeim þætti inn í skólakerfið

Þorvaldur segir fjölmörg önnur atriði þarfnast nánari skoðunar, breytinga og endurskoðunar við og mun hann gera grein fyrir þeim þegar nær dregur ársþingi KSÍ.

BakaBaka sakað um blekkingar – Gestir þurfa borga aukalega fyrir að borða inni

Ágúst er ekki sammála viðskiptavinum um að verðmerkingarnar hjá honum séu villandi - Myndin er samsett

Það eru fáir matsölustaðir sem hafa fengið jafn mikið lof undanfarin ár en BakaBaka. Staðurinn er bakarí og kaffihús að morgni til en breytist í pítsastað þegar líður á daginn og þykir maturinn vera góðgæti. Ágúst Fannar Einþórsson rekur staðinn ásamt því að vera einn eiganda en Ágúst hefur í gegnum árin verið einn fremsti bakari landsins og opnaði meðal annars Brauð og co. árið 2016 og hlaut mikið lof fyrir.

Þrátt fyrir góðan mat eru ekki allir sáttir en viðskiptavinir staðarins höfðu samband við Mannlíf til að benda á villandi verðmerkingar staðarins. Í glugga staðarins eru góðgæti á borð við vínarbrauð auglýst til sölu á 790 krónur en ákveði viðskiptavinir að borða vínarbrauðið inni þarf að borga 400 krónur aukalega fyrir vínarbrauðið. Samkvæmt viðskiptavinunum gildir þetta um hvern hlut sem er keyptur og kemur það ekki fram á verðinu í glugganum eða við afgreiðsluborðið. Kaupi einstaklingur því tvö vínarbrauð og þrjú „Cinnamonbun“ þarf viðkomandi að borga rúmar 2000 krónur aukalega til að fá borða inni á staðnum. Þegar afgreiðslufólkið var spurt út í þetta þá fengust þau svör að það væri ítrekað kvartað undan þessu en svona væru reglurnar.

Dæmi um verðmerkingu í glugga. Ekki að er tekið fram að verðið hækki ákveði viðskiptavinir að borða inni

Mannlíf hafði samband við Ágúst Fannar til að spyrjast fyrir um málið. „Þetta er mjög skýrt. Þegar viðskiptavinur sest niður fær hann matseðill sem öll verð eru alveg skýr. Það er alveg „clear“ að við erum að selja „take away“ á „counternum“ og þjóna til borðs inni á staðnum,“ sagði Ágúst þegar hann var spurður út í hvort þetta væri villandi. „Ef viðskiptavinur kýs að borða inni þá kostar það bara meira. Viðkomandi er að taka sæti sem kostar og fá þjónustu sem kostar líka. Er þá eitthvað óeðlilegt við að borga meira?,“ spyr Ágúst á móti. Aðspurður segist Ágúst ekki vita til þess að aðrir staðir á Íslandi hafi álíka verðlagsreglur og hann sé lítið að spá í því.

Mannlíf sendi fyrirspurn á Neytendastofu til að spyrjast fyrir um þessi tvö mismunandi verð hjá BakaBaka, hvort það væri löglegt og hvernig ætti þá að merkja það. Í svari Neytendastofu kemur fram að það sé vissulega löglegt að hafa tvö mismunandi verð en „að því sögðu er krafa um verðmerkingar mjög skýr og skal ávallt gefa upp endanlegt verð. Seljendur þurfa þess vegna að gæta sérstaklega vel að því hvernig verðmerkingar er settar fram ef verð er skilyrt eða ólík verð gilda við ólíkar aðstæður.“

Þá vissi Neytendastofa ekki um aðra veitingastaði sem notast við slíkar verðlagsreglur.

Annað dæmi um verkmerkingu í glugga

 

Gist er í 115 íbúðum í Grindavík: „Hver ætlar að bera ábyrgð á þeirri ákvörðun ef illa fer?“

Grindavík fyrir eldgosi og jarðskjálfta

Björn Birgisson segir það hrollvekjandi að af þeim sem gista þessa næturnar í Grindavík, þrátt fyrir yfirvofandi eldgos, séu einhverjir sem geri það af sárri neyð því þeir hafi ekki í önnur hús að venda.

Samfélagsrýnirinn glöggi frá Grindavík, Björn Birgisson skrifaði Facebook-færslu í gær þar sem hann talar um yfirvofandi eldgos og þá staðreynd að sofið sé í 115 íbúðum í Grindavík þessar næturnar. „Jafnframt kom fram í fréttum að varnargarðurinn norðan Grindavíkur er fjarri því að vera fullgerður og varla til stórræðna ef á reynir,“ skrifar Björn og heldur áfram. „Sömu fréttir upplýstu að landris í Svartsengi er komið á það stig að nánast allir vísindamennirnir tala um eldgos á næstunni með afar litlum fyrirvara. Ekki bara hættu á eldgosi á sama stað og gaus á 18. desember – í Sundhnúkasprungunni norðanverðri – heldur allt eins að eldgos verði í Svartsengi (Illahrauni) og jafnvel innan bæjarmarka Grindavíkurbæjar, syðst í sprungunni! Það er við þessar aðstæður sem sofið verður í 115 íbúðum eða jafnvel fleirum í nótt og næstu nætur!“

Þá segir hann einhverja gista í Grindavík af illri nauðsyn því þeir hafi ekki í önnur hús að venda. „Mér finnst sú vitneskja og tilhugsun einfaldlega hrollvekjandi og set mjög stórt spurningamerki við áhættumat yfirvalda og stjórnun á svæðinu. Hugsanlega er verið að boða eldgos í Svartsengi (Illahrauni), eldgos sem kæmi nánast upp undir Bláa lóninu.Það er ekki víst að náttúran setji slíkt gos af stað að næturlagi af tillitssemi við eigendur Bláa lónsins og þeirra viðskiptavini. Sömuleiðis er vakin athygli á hugsanlegu eldgosi innan bæjarmarka Grindavíkur, en ítrekað að þar sé fólki heimilt að dvelja á eigin ábyrgð!“

Björn spyr að lokum hver muni bera ábyrgð ef illa fer.

„Hver ætlar að bera ábyrgð á þeirri ákvörðun ef illa fer?

Mér er farið að renna kalt vatn á milli skinns og hörunds við tilhugsunina um alla þá óstjórn og undanlátssemi sem einkennir flest allar ákvarðanir yfirvalda á hamfarasvæðinu.
Atburðurinn er ekki búinn.

Allar ákvarðanir yfirvalda eiga að taka mið af því.“

Banna loksins hundaát

Slæm meðferð á þessum hundum

Ný lög í Suður-Kóreu banna slátrun og sölu hundakjöts en hefur það lengi tíðkast þar í landi að borða hunda. Markmiðið er að útrýma gamla siðnum fyrir árið 2027 en samkvæmt nýjum lögum er bannað að rækta og slátra hundum til manneldis. Auk þess er ólöglegt að selja og dreifa kjötinu en BBC fjallaði um málið. Neysla kjötsins er ekki refsiverð en þeir sem slátra hundunum gætu átt yfir höfði sér allt að þriggja ára fangelsi.

Þeir sem hafa ræktað hunda og slátrað til manneldis fá þrjú ár til þess að aðlagast nýjum lögum sem taka gildi árið 2027. Um það bil 1.600 veitingastaðir í Suður-Kóreu höfðu hundakjöt á matseðlum sínum á síðasta ári en kjötið er heldur óvinsælt meðal ungs fólks í landinu.

Segir mestar líkur á gosi hjá Krísuvík

Mynd: Almannavarnir Síðasta gos var rétt fyrir jól

Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur segir mestar líkur á eldgosi vera umhverfis Krísuvík. Þetta skrifar Haraldur um í nýju eldfjallabloggi sínu en hann segir dreif af grunnum og dýpri skjálftum umhverfis Krísuvík geta verið merki um það að þar sér lárétt kvikuinnskot á ferð.

Þá útskýrir hann að jarðskjálftabylgjur séu tvennskonar – P-bylgjur og S-bylgjur. Þær fyrri berast í gegnum berg og vökva en seinni aðeins í gegnum berg, ekki vökva. Skuggar sjást nú á myndum undir Krísuvík og Sundahnúksgígaröðinni en ekki umhverfis Fagradalsfjall.

Sigmundur stekkur til

Inga Sæland
Inga Sæland

Staða Svandísar Svavarsdóttur sjávarútvegsráðherra er óneitanlega veik eftir að Umboðsmaður Alþingis úrskurðaði að hún hefði brotið lög með fyrirvaralausu banni sínu á hvalveiðar í fyrrasumar. Talið er að samstaða sé að myndast innan Sjálfstæðisflokksins um að samþykkja vantraust á ráðherrann, verði það borið upp. Þá er stuðningur við Svandísi innan eigin þingflokks með nokkrum herkjum. Orri Páll Jóhannsson, formaður þingflokksins, svaraði Ríkisútvarpinu eftir þingflokksfund í gær og sagði þá með semingi að Svandís nyti stuðnings. Hann lagði þó áherslu á að nægur tími væri til að bregðast við áður en þing kemur saman seinna í mánuðinum. Væntanlega er þá verið að vísa til möguleikans um að hrókera Svandísi og Guðmundi Inga Guðbrandssyni félagsmálaráðherra.

Inga Sæland, formaður flokksins, lýsti því yfir í gær að flokkur hennar væri með vantrauststillögu á Svandís í undirbúningi. Nú hefur Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, stokkið til og segir að flokkur hans muni bera upp vantraust þegar þing kemur saman eftir tvær vikur. Hann er maður tækifæranna. Flestum er ljóst að staða Svandísar er illbærileg og stjórnarsamstarfið hangir á hálmstrái …

Óttaslegið starfsfólk hringdi á lögreglu vegna manns sem ógnaði þeim

Lögregla var kölluð til í verslun í miðbæ Reykjavíkur í gærkvöldi vegna manns sem lét illa. Starfsfólkið var orðið óttaslegið eftir að maðurinn hafði ógnað þeim en lögregla vísaði manninum á brott. Töluvert mikið var um tilkynningar vegna fólks í annarlegu ástandi í gærkvöldi og í nótt en lögreglu bárust einnig nokkrar tilkynningar vegna grunsamlegra mannaferða.

Við reglubundið umferðareftirlit hafði lögregla afskipti af nokkrum ökumönnum. Þrír voru handteknir vegna ölvunaraksturs og einn vegna aksturs undir áhrifum fíkniefna. Um miðnætti bárust lögreglu nokkrar tilkynningar vegna flugelda sem héldu vöku fyrir fólki en lögregla minnir á að nú sé notkun flugelda ekki heimil.

Bréfpokarnir ekki lengur fáanlegir í verslunum vegna sparnaðar

Sorpa Dalvegi - Myndin tengist fréttinni ekki beint

Frá og með deginum í dag verður dreifingu á bréfpokum undir lífrænt sorp hætt í verslunum. Fólk getur nálgast bréfpokana endurgjaldslaust í verslun Góða hirðisins og endurvinnslustöðvum Sorpu. Margir hafa gagnrýnt ákvörðunina á samfélagsmiðlum og velt því fyrir sér hvers vegna fólk þurfi að gera sér auka ferð til þess að nálgast pokana. Mun það vera vegna sparnaðar.

Gunnar Dofri Ólafsson, samskipta- og þróunarstjóri Sorpu, greindi frá því í samtali við Vísi að kostnaðurinn við dreifinguna á bréfpokunum hafi ekki verið forsvaranlegur. Ákvörðunin hafi verið tekin í samráði við sveitarfélögin. „Það er rétt að halda því til haga að við sjáum að við höfum þegar sett út 24 milljónir poka, sem ættu að endast öllu höfuðborgarsvæðinu í rúmlega eitt og hálft ár, en það er ekki liðið ár síðan kerfið var innleitt,“ sagði Gunnar og bætti við að fjölda poka væri að finna í skápum og skúffum heimilana í landinu.

Dvaldi ólöglega í landinu og reyndi að hlaupa undan lögreglu

Lögreglan, löggan
Mynd/Lára Garðarsdóttir

Íbúi á höfuðborgarsvæðinu hringdi á lögreglu í gærkvöldi eftir að hann fann poka með hvítu dufti í fyrir utan heimili sitt. Lögregla fór á vettvang og sótti efnið sem verður efnagreint. Í hverfi 104 sinnti lögregla tveimur útköllum. Annað var vegna líkamsárásar en hitt vegna þjófnaðar þar sem starfsmaður verslunar taldi viðskiptavin hafa stolið veskinu sínu.

Karlmaður var handtekinn eftir að hann reyndi að hlaupa undan lögreglu. Við nánari athugun kom í ljós að hann dvaldi ólöglega hér á landi. Síðar um kvöldið var lögregla kölluð að fjölbýlishúsi þar sem einstaklingur hafði brotið rúðu í bræðiskasti. Hann hafði flúið af vettvangi í kjölfarið en lögregla telur sig vita hver var þar að verki. Þá sinnti lögregla reglubundnu umferðareftirliti og stöðvaði meðal annars ökumann sem ók á móti rauðu ljósi.

Hvítþvottur Hönnu Birnu

Hanna Birna Kristjánsdóttir

Hanna Birna Kristjánsdóttir, fyrrverandi dómsmálaáðherra, situr uppi með það að hafa borið ábyrgð á því að deilt var villandi upplýsingum hælisleitandann Tony Omos. Gísli Freyr Valdórson, aðstoðarmaður hennar, viðurkenndi fyrir dómi að hafa lekið minnisblaðinu eftir að hafa svarið allt slíkt af sér áður. Þetta varð til þess að Hanna Birna sagði af sér embætti og hvarf út úr pólitík. Gísl Freyr var dæmdur sekur og fékk fangelsisdóm.

Menn velta fyrir sér hvað hafi orðið til þess að hún steig fram á ný í hlaðvarpinu Eftirmál og segir frá umræddum atvikum með sínum hætti. Einhverjir giska á að ráðherrann fyrrverandi horfi vonaraugum til Bessastaða. Hanna Birna sver af sér að hafa haft minnstu hugmynd um athæfi aðstoðarmannsins og lýsir því þegar hann kom grátandi til hennar og viðurkenndi aðförina að hælisleitandanum. Þá gerir hún mikið úr þjáningu sinni í tengslum við Lekamálið og segir að sér hafi verið hótað. Aðför að henni hafi ráðið úrslitum varðandi það að hún hætti alfarið í stjórnmálum.

Meðal þess sem Hanna Birna var sökuð um var að hafa reynt að hafa áhrif á lögreglurannsókn í málinu með því að því að þrýsta á Stefán Eiríkisson, þáverandi lögreglustjóra, sem sagði upp stöðu sinni.

Þeir sem lesa í spilin telja fremur ólíklegt að Hanna Birna ætli sér í forsetaframboð með hvírtþvottartalinu og með því að velta Gísla Valdóri frekar upp úr afbroti sínu. Málflutningur hennar einkennist aftur á móti af skilninsleysi á ábyrgð hennar sem ráðherra á málinu …

Ólafur sakaði gagnrýnanda DV um lygar: „Skítkast sem enginn getur tekið mark á“

Herbie Hancock kom fram á Íslandi árið 1986

Veitingamaðurinn Ólafur Laufdal var allt annað en sáttur við gagnrýni sem Eyjólfur Melsted skrifaði árið 1986 í DV.

„Eyjólfur Melsted ætti að skammast sín fyrir lygar um Broadway og svívirðingar um reyndustu hljóðmenn landsins,“ sagði Ólafur í samtali við DV um málið en forsaga þess að Eyjólfur hafði skrifað gagnrýni um Listahátíð sem haldin var á Broadway í blaðið deginum áður og var vægast sagt óhress með margt sem þar fór fram en fyrirsögn þess „Skammastu þín Listahátíð.“

Í gagnrýni sinni segir Eyjólfur frá upplifun sinni á tónleikum Herbie Hancock sem fóru fram á Broadway. Þar segir Eyjólfur að Herbie hafi staðið sig með prýði en fátt annað hafi verið í lagi og nefnir sérstaklega að hljóðmenn tónleikanna hafi staðið sig illa. Lokaorð Eyjólfs voru „Þarna seldi Listahátíð sig Ólafi Laufdal. En allir vita hvað þær stúlkur, sem selja sig, eru kallaðar… Skammastu þín, Listahátíð, fyrir að koma svona fram við unnendur góðs jassleiks.“ 

„Gagnrýni Eyjólfs á hávaða í húsinu, úr uppþvottavél og fleiru, vísa ég alfarið á bug. Hún hreinlega stenst ekki. Hver einasti gestur fékk gott sæti, þeir sem ekki fengu borð fengu bólstraða færanlega stóla. Gagnrýnandinn minnist varla á tónleikana, svo mikið er honum niðri fyrir að níða niður Broadway. Ég held að hann ætti að snúa sér að einhverju öðru. Þetta er ekki gagnrýni heldur skítkast sem enginn getur tekið mark á,“ sagði Ólafur að lokum.

Gunnar í Krossinum hefur fastað árlega í 45 ár: „Þetta er til að heyra betur hina andlegu rödd“

Gunnar Þorsteinsson er fastur og reglulega

Nú er nýtt ár gengið í garð og að venju þá setur fólk sér ýmiss konar markmið og oftar en ekki tengjast þau að létta sig á einn eða annan máta. Ein aðferð sem verður vinsælli með hverju árinu er að fasta. Í stuttu máli snýst hún um að borða eki mat en þó er nauðsynlegt að drekka vatn. Flestar föstur standa yfir í einn til þrjá sólarhringa en þær geta þó verið mun lengri. Gunnar Þorsteinsson, oftast kallaður Gunnar í Krossinum, er einn mesti fastari landsins en hann fastar við upphaf hvers árs í þrjár vikur. Rétt er þó að taka fram að fasta getur verið skaðleg fyrir líkama, og mögulega sál, að mati margra vísindamanna. Mannlíf heyrði í Gunnari varðandi hans föstu.

„Fasta er nú ekki flókin, það er bara að hætta að borða,“ sagði Gunnar hlæjandi. „Fasta er náttúrulega að hætta borða fasta fæðu og það má náttúrulega ekki hætt að drekka vatn og vökva en síðan bíður maður eftir góðum áhrifum. Þetta er erfitt fyrstu daganna,“ en að eigin sögn er Gunnar reynslubolti þegar kemur að föstu.

„Ég er að gera þetta núna í 45. skipti þannig að ég orðinn reyndur í þessu en þetta er fyrst og síðast til að finna nýja núllpunkt fyrir lífið. Þetta er til að heyra betur hina andlegu rödd tala til mín og leggja línurnar fyrir árið. Biblían talar um föstu og reyndar hvetur til föstu og í öllum trúarbrögðum er að talað um föstu. Í dýraríkinu er fastað,“ en Gunnar tekur litlar föstur aðra mánuði ársins sem geta verið allt frá þremur dögum upp í tíu daga.

„Ég syndi mikið, ég held áfram að synda þó ég sé að fasta. Það er mín helsta líkamsrækt. Ég er latur og þetta er eina líkamsræktin sem þú getur stundað liggjandi. Þetta bætir mann andlega og líkamlega,“ sagði svo Gunnar að lokum þegar hann var spurður hvort hann stundaði líkamsrækt meðan hann fastaði.

Gísli grét þegar hann viðurkenndi brot sitt fyrir Hönnu Birnu: „Það er ég sem gerði þetta“

Gísli Freyr grét þegar hann virðurkenndi brot sitt fyrir Hönnu Birnu.

Hanna Birna Kristjánsdóttir er komin aftur á sjónarsviðið eftir að hafa haldið sig úr sviðsljósinu árum saman. Í viðtali í hlaðvarpsþættinum Eftirmál ræðir Hanna Birna um lekamálið alræmda en það varð á endanum til þess að hún þurfti að segja af sér ráðherraembætti og Gísli Freyr Valdórsson, þáverandi aðstoðarmaður hennar, var dæmdur í skilorðsbundið átta mánaða fangelsi. Í hlaðvarpinu ræðir Hanna Birna þegar Gísli viðurkenndi loksins að hafa brotið af sér í starfi eftir að hafa neitað því ítrekað.

„Ég opnaði hurðina og ég áttaði mig strax á því að eitthvað mikið var að, af því að hann kemur labbandi og hans yndislega kona með honum og þau eru bæði grátandi. Ég tek á móti honum og Þórey var með okkur líka. Hann sest niður og svo er þetta bara eins og í einhverju…ég veit ekki hverju. Hann kemur varla upp orði, getur varla talað. Og hann segir bara: „Þetta er ég. Þetta var ég.“ Það er það eina sem hann kemur upp í rauninni. Og ég skildi ekki einu sinni almennilega í fyrstu hvað hann var að tala um. Svo segir hann: „Það var ég sem lak skjalinu. Það er ég sem gerði þetta. Og ég get ekki gengið lengur í gegnum þetta. Ég get ekki meira af þessu,“ en Gísli lak minnisblaði úr innanríkisráðuneytinu sem snéri að hælisleitandanum Tony Omos en Gísli bætti við setningum í minnisblaðið um að Omos væri grunaður um mansal.

„Ég var leið; ég var undrandi, ég var vonsvikin. Þetta var einstaklingur sem ég treysti. En þegar ég horfi til baka þá fann ég rosalega til með honum. Ég hafði einlægar áhyggjur af honum. Fyrir mér var þetta auðvitað það mikið áfall, en loksins skildi ég þó málið. Loksins var einhvern veginn púsluspilið komið fyrir framan mann. Þetta var áfall, þetta var vonbrigði og þetta var hræðilega óþægileg stund.“

Telur líklegt að samstarfsflokkarnir verji Svandísi: „En það er ekki lengur traust í samstarfinu“

Dr. Eiríkur Bergmann

Eiríkur Bergmann Einarsson stjórnmálafræðingur segir líklegt að samstarfsflokkar Vinstri grænna verji Svandísi Svavarsdóttur vantrausti.

Inga Sæland hefur boðað vantrausstillögu á Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra eftir að umboðsmaður Alþingis komst að þeirri niðurstöðu að ráðherrann hafi brotið lög er hann setti á tímabundið hvalveiðibann síðastliðið sumar, rétt áður en veiðitímabilið átti að hefjast. Mikils titrings gætir í Sjálfstæðisflokknum vegna þessa og hafa þingmenn flokksins á borð við Jón Gunnarsson gagnrýnt Svandísi harðlega. Mannlíf heyrði í Eiríki Bergmanni Einarssyni stjórnmálafræðing og spurði hann út í ástandið á stjórnarheimilinu.

„Það er mjög aukin úlfúð í þessu samstarfi og það eru komið um hálft ár síðan brestirnir í stjórnarsamstarfinu fóru að koma í ljós. Og úlfúðin hefur bara magnast á þessu rúmlega hálfa ári. Það er alveg ljóst að flokkarnir eru smá saman að missa trúna á framhaldið en það þýðir ekki að ríkisstjórnin geti ekki hökt út kjörtímabilið. En það er ekki lengur traust í samstarfinu sem áður einkenndi þessa ríkisstjórn og misklíðin á milli stjórnarflokkanna á ráðherra jafnvel, eru orðin miklu meiri en áður. Það er komin veruleg þreyta í þetta samstarf. Það gerir það að verkum að öll svona mál verða ríkisstjórninni mjög erfið. Fyrir einhverju síðan hefði stjórnarmeirihlutinn einfaldlega þjappað sér að baki hverjum þeim ráðherra sem fengið hefði á sig vantrausstillögu og það væru í raun engjar refjar með það. Það að það sé slegið svona í og úr meðal þingsflokks Sjálfstæðisflokksins til dæmis, það er nýtt.“

Aðspurður hvort líklegt sé að samstarfsflokkar Vinstri grænna muni verja Svandísi vantrausti segir Eiríkur að ríkisstjórnarsamstarf feli í sér það að stjórnarmeirihlutinn verji ráðherra vantrausti. „Í sjálfu sér hefur ekkert komið fram sem okkur fram á að þarna hafi orðið breyting á. Þess vegna verður að teljast líklegra en ekki að stjórnarmeirihlutinn einfaldlega verji ráðherrann vantrausti. En það að komin sé upp einhverskonar efasemdir um það að sá stuðningur sé öruggur, segir gríðarstóra sögu. Ef staðan er raunverulega orðin þannig að þingmaður eða þingmenn stjórnarmeirihlutans treysti sér ekki til að segja það skilyrðislaust, að þeir verji alla ráðherra ríkisstjórnarinnar vantrausti, þá er sú ríkisstjórn varla á vetur setjandi.“

Mannlíf spurði Eirík hvort líklegt sé að Sjálfstæðisflokkurinn verji Svandísi vantrausti en heimti að hún skipti um ráðherrastól. „Nei, þeir geta það í rauninni ekki. Hingað til hefur verið litið svo á að þingflokkarnir ráði því hver úr þeirra röðum setjist á stóla sem viðkomandi flokkur hefur til ráðstöfunnar. Og það er fáheyrt að þingflokkur eins flokks sé að skipta sér að ráðherravali hjá öðrum flokkum.“

En telur Eiríkur að það sé þá enginn þrýstingur á Vinstri græna á að skipta Svandísi út? „Það er eflaust einhver þrýstingur en það er í rauninni engin hefði fyrir slíku og ég myndi halda að Vinstri grænir myndu ekki taka neinum leiðbeiningum.“

Böðvari leiddist sem skipstjóra: „Mjög oft einmanalegt“

Böðvar Þorsteinsson telur að skipstjórar séu stundum einmana

Gestur Sjóarans er sjómaðurinn, kennarinn og fyrrum fangavörðurinn Böðvar Þorsteinsson.

Böðvar sigldi bæði á frakt- og fiskiskipum en í landi starfaði hann sem bæði kennari og um stund sem fangavörður á Litla-Hrauni. Böðvar á langan feril til sjós að baki og segir meðal annars frá því að hann hafi misst félaga þegar Dísarfellið sökk. Böðvar ræðir meðal annars um að það geti verið einmanalegt að vera skipstjóri.

„Ég drekk aldrei til sjós. Það eru fjölda fjölda fjölda mörg ár síðan ég hætti að smakka áfengi þegar ég skráður á skip og ég hef haldið mig við það. Ég var farinn að hugsa „Bíddu við, það fer þó ekki þannig að ég fái mér bjór í tómum leiðindum,“ en þá fór ég bara niður og fór að tala við kokkinn eða eitthvað svona, settist niður í messa. En það er vissulega rétt, það er oft ábyggilega mjög oft einmanalegt.“

Þáttinn í heild sinni er hægt að horfa á hérna

Fjármálastjóri ráðinn til Ríkiskaupa án auglýsingar: „Er fremur lítil stofnun“

Sara Lind Guðgeirsdóttir. Mynd: Hringbraut - skjáskot

Hjörvar Steinn Grétarsson var ráðinn í starf fjármálastjóra Ríkiskaupa án auglýsingar. Var upprunalega ráðinn sem sérfræðingur í nýsköpun og viðskiptaþróun.

Skákmeistarinn og lögfræðingurinn Hjörvar Steinn Grétarsson sótti um stöðu sérfræðings í nýsköpun og viðskiptaþróun hjá Ríkiskaupum en starfið var auglýst laust til umsóknar í desember 2022. Hóf hann störf við stofnunina í febrúarlok 2023 en nokkru síðar var tekin sú ákvörðun að gera hann að fjármálastjóra Ríkiskaupa en sú staða var aldrei auglýst.

Samkvæmt skriflegu svari Söru Lindar Guðbergsdóttur, tímabundið setts forstjóra Ríkiskaupa, til Mannlífs, urðu breytingar á starfsmannahópi Ríkiskaupa frá því að starfið var auglýst og þar til Hjörvar Steinn kom til starfa. Af þeim sökum þurfti að endurskoða verkefni innahúss og að mat stjórnanda hefðu verið þau að bakgrunnur Hjörvars Steins gæti nýst vel í starfi fjármálastjóra. Hann hafi því verið færður til í starfi og sinnir nú 50 prósent fjármálastjórnun og 50 prósent umbóta- og viðskiptaþróunarverkefnum.

Svar Söru Lindar:

„Hjörvar Steinn var ráðinn til Ríkiskaupa frá og með 1.5.2023 eftir að hafa sótt um starf sérfræðings í nýsköpun og viðskiptaþróun sem auglýst var laust til umsóknar í desember 2022. Frá því að starfið var auglýst og þar til Hjörvar Steinn kom til starfa voru breytingar á starfsmannahópnum sem höfðu m.a. í för með sér endurskoðun á verkefnum innanhúss, þar með talið hlutverki fjármála- og rekstrarstjóra. Það var mat stjórnenda að Hjörvar Steinn byggi yfir þekkingu og reynslu sem gæti nýst vel í verkefnum sem hvíla almennt á fjármálastjóra en auk meistaraprófs í lögfræði er hann með meistarapróf í reikningsskilum og skattarétti og verðbréfamiðlun. Með vísan til 19. gr. laga nr. 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins voru gerðar breytingar á störfum hans og verksviði á þann veg að hann sinnir í dag u.þ.b. 50 prósent fjármálastjórn og 50 prósent umbóta- og viðskiptaþróunarverkefnum.“

Aðspurð hvort hún teldi umsvifin hjá Ríkiskaupum ekki meiri en svo að hún teldi að ekki væri þörf á fjármálastjóra í nema 50 prósent starf svaraði Sara Lind því til að stofnunin sé frekar lítil stofnun og að 50 prósent starfshlutfall fjármálastjóra dugi til.

„Ríkiskaup eru fremur lítil stofnun og það er mitt mat að vel dugi að vera með fjármálastjóra í 50 prósent starfshlutfalli en eðli málsins samkvæmt er einnig bókari og launafulltrúi í vinnu hjá okkur sem spilar á móti viðkomandi.“ Bætti hún við:

„Við leggjum upp úr því að besta alla ferla og nota sjálfvirknivæðingu í okkar störfum þar sem það er hægt. Auk þess notum við þjónustu Fjársýslunnar.“

Samkvæmt Söru Lind var það þáverandi forstjóri Ríkiskaupa, Björgvin Víkingsson, sem ákvað að ráða Hjörvar Stein til Ríkiskaupa, í lok febrúar 2023 en samningurinn þó ekki undirritaður fyrr en 14. apríl, af henni.

„Ákvörðun um ráðningu var tekin í lok febrúar 2023 af þáverandi forstjóra Ríkiskaupa, Björgvini Víkingssyni, en ekki var gengið formlega frá skriflegum ráðningarsamningi milli Hjörvars Steins og stofnunarinnar fyrr en 14. apríl 2023 og er hann undirritaður af settum forstjóra.“

Börn seldu fullorðnum kynferðislegar myndir: „Við flokkum þetta sem áhættuhegðun“

Hagaskóli - myndin tengist fréttinni ekki beint

Börn á grunnskólaaldri í Vesturbænum hafa selt fullorðnum einstaklingum kynferðislegar myndir. Börnin hafa þó ekki selt myndir af sér sjálfum heldur sótt þær á netið sjálf. Þetta kemur fram í tölvupósti sem Ómar Örn Magnússon, skólastjóri Hagaskóla, sendi foreldrum barna sem stunda nám við skólann en RÚV greindi fyrst frá málinu.

Í tölvupóstinum er greint frá því að nokkrir nemendur hafi villt á sér heimildir á hinum ýmsu samfélagsmiðlinum og selt kynferðislegar myndir fyrir pening. Upphæðin ráðist af hversu mikið sést á myndinni og hversu skýr hún sé. Skólastjórinn segir að þetta sé metin áhættuhegðun hjá börnunum og þau geti sett sig í hættu. „Við flokkum þetta sem áhættuhegðun unglinga á samfélagsmiðlum. Við bendum á og beinum nemendum af þessari braut,“ sagði Ómar um málið.

Þá segir skólastjórinn að hann hafi heyrt af sambærilegu atviki í öðrum skóla. Nemendur sem hafa sýnt af þessa hegðun fá hjálp og aðstoð frá skólanum en málið er komið á borð lögreglu og biður skólastjórinn fólk að hafa samband við lögreglu hafi það upplýsingar um álíka mál.

 

Mótmælendur trufluðu Joe Biden í miðri ræðu: „Ég skil eldmóð þeirra“

Mótmælendur trufluðu ræðu Joe Biden Bandaríkjaforseta, sem hann hélt í Charleston, Suður-Karólínu.

Biden, 81 árs, var í miðri kosningaræðu í kirkju í Charleston, Suður-Karónlínu þegar nokkrir mótmælendur létu í sér heyra varðandi stuðning Bandaríkjanna við þjóðarmorð Ísraels á Gaza. „Án sannleikans er ekkert ljós. Án ljóss er engin leið út úr þessu myrkri,“ sagði Biden en hann var að minnast þeirra níu svartra safnaðarmeðlima sem skotnir voru til bana í kirkjunni árið 2015, af hvítum kynþáttahatara. En Biden var svo truflaður. „Ef þér er ekki sama um líf þeirra sem látist hafa hér, ættirðu að heiðra líf þeirra og krefjast vopnahlés í Palestínu!“ öskraði kona nokkur sem staðið hafði upp ásamt nokkrum öðrum mótmælendum. Kölluðu mótmælendurnir svo ítrekað: „Vopnahlé strax!“ áður en þau voru leidd út af öryggisvörðum.

Joe Biden sagðist skilja „eldmóð“ þeirra. „Sjáið fólk, ég skil eldmóð þeirra. Og ég hef unnið hljóðlega við að fá yfirvöld í Ísrael til að draga úr og fara frá Gaza. Ég er að reyna allt til þess að ná því.“

Demókrataforsetinn er nú undir sífellt meiri pressu frá vinstri væng flokksins, vegna afstöðu hans í deilu Ísraela og Palestínumanna, nú þegar gengdarlausar sprengjuárásir Ísraela á Gaza halda áfram og tala látinna hækkar stöðugt. Biden sór að styðja við Ísrael eftir að hernaðararmur Hamas gerði árás á Ísrael 7. október síðastliðinn. Síðan þá hefur hann biðlað til yfir valda í Jerusalem að forðast dráp á saklausum borgurum en nýlega varaði hann við því að Ísrael ætti á hættu að missa stuðning á alþjóðavísu með „óvarlegum“ sprengjuárásum.

 

Lesendur Mannlífs vilja að Svandís víki – Afgerandi niðurstaða

Svandís Svavarsdóttir virti ekki lagaheimildir þegar hún stöðvaði hvalveiðar síðasta sumar.

Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra berst fyrir pólitísku lífi sínu þess daganna en Umboðsmaður Alþings komst að þeirri niðurstöðu að hún hafi brotið lög þegar hún setti á tímabundið hvalveiðibann í sumar. Stjórnarandstaðan undirbýr núna vantrauststillögu sem verður væntanlega lögð fyrir þing þegar Alþingi kemur saman eftir jólafrí. Sjálf hefur Svandís sagt að hún muni ekki segja af sér embætti en sumir telja að hún muni skipta um ráðuneyti við annan ráðherra líka og Bjarna Benediktsson gerði í framhaldi álits Umboðsmanns Alþingis á sölu Íslandsbanka.

Lesendur Mannlífs voru spurðir hvort Svandís ætti að víkja og er niðurstaðan nokkuð afgerandi.

Krefjast rannsóknar eftir andlát knattspyrnukonu

Maddy Cusack lést á síðasta ári

Foreldrar knattspyrnukonunnar Maddy Cusack hafa krafist rannsóknar í kjölfar sjálfsvígs dóttur þeirra á síðasta ári. Enska knattspyrnusambandið hefur safnað upplýsingum í tengslum við andlát konunnar til þess að kanna hvort reglur innan sambandsins hafi verið brotnar.

Maddy spilaði með liðinu Sheffield United og var hún aðeins 27 ára gömul þegar hún lést. Maddy hafði glímt við andlega erfiðleika sem fjölskylda hennar segir mega rekja til samstarfs hennar og þjálfarans Jonathan Morgan. Innan við viku eftir andlát Maddy sendi fjölskylda hennar bréf til Sheffield United þar sem stóð meðal annars: „Það var margt sem angraði hana í lokin en það tengdist allt sambandi hennar við JM. Hún trúði okkur fyrir því að öll vandræðin tengdust ráðningu JM. Við vitum að hún væri enn með okkur ef hann hefði ekki verið ráðinn. Textaskilaboð og samtöl við hana styðja þetta,“ sagði í bréfi fjölskyldunnar.

Í kjölfar bréfsins var þjálfarinn steig Morgan tímabundið til hliðar á meðan Sheffield United hóf eigin rannsókn. Varð niðurstaða félagsins sú að engar sannanir væru fyrir því að hvort Morgan né nokkur annar hjá félaginu hefði gert eitthvað rangt.

Þá setti fjölskyldan sig aukreitis í samband við enska knattspyrnjusambandið sem ákvað í kjölfarið að skoða þær upplýsingar sem lægju fyrir í málinu. Hittu svo fulltrúar sambandsins foreldra Maddyar 21. desember, sem og fulltrúa Sheffield United á öðrum fundi. Ekki hefur sambandið þó enn fundið sig knúna til að hefja formlega rannsókn.

Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218.

Þorvaldur Örlygsson býður sig fram: „Síðustu mánuði hef ég fengið fjölda áskorana“

Þorvaldur Örlygsson býður sig fram til formanns - Mynd: Aðsend

Þorvaldur Örlygsson, rekstrarstjóri og íþróttastjóri knattspyrnudeildar Stjörnunar, hefur ákveðið að gefa kost á sér í embætti formanns KSÍ en Þorvaldur er reyndur þjálfari og leikmaður. Spilaði hann meðal annars með Nottingham Forest, Stoke City og Oldham Athletic og þá spilaði 41 landsleik með íslenska landsliðinu. Síðan hann hætti sem leikmaður hefur hann þjálfað 8 mismunandi lið með ágætis árangri. Eins og málin standa í dag eru þeir Guðni Bergsson einu frambjóðendurnir en Vanda Sigurgeirsdóttir, núverandi formaður, hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér. Kosið verður um formannsembættið 24. febrúar á ársþingi KSÍ.

Fréttatilkynning Þorvaldar í heild sinni er hér fyrir neðan:

Þorvaldur Örlygsson, rekstrarstjóri og íþróttastjóri knattspyrnudeildar Stjörnunar, hefur ákveðið að bjóða sig fram til formanns KSÍ á ársþingi sambandsins í næsta mánuði. Þorvaldur, sem var atvinnumaður í Þýskalandi og á Englandi um árabil, spilaði með KA, Fram og íslenska landsliðinu, þjálfaði í efstu deildum, auk þess að þjálfa yngri landslið Íslands, þekkir íslenska knattspyrnu afar vel frá öllum hliðum og segir mörg verkefni bíða KSÍ.

„Síðustu mánuði hef ég fengið fjölda áskorana um að gefa kost á mér í þetta mikilvæga starf og eftir að hafa rætt við félags- og forráðamenn íslenskra knattspyrnufélaga og heyrt skoðanir þeirra á fjölmörgum þáttum íþróttarinnar, hef ég ákveðið að taka áskoruninni. Ég deili skoðunum, viðhorfum, áhersluatriðum, áhyggjum og framtíðarsýn fjölmargra félaga minna í íslenska boltanum og er þeirrar skoðunar að við þurfum betri bolta, bæði innan og utan vallar. Knattspyrnan hefur verið í fyrsta sæti hjá mér frá því að ég mætti með eldri bróður mínum á fyrstu æfinguna fimm ára gamall og hún er það enn. Ég veit að þekking mín, reynsla og áhugi mun reynast KSÍ vel í þeim verkefnum sem framundan eru.“

Meðal áhersluatriða nefnir Þorvaldur endurskoðun á stefnu og hlutverki KSÍ, ábyrgan rekstur, eflingu knattspyrnu á landsbyggðinni, styrkingu kvennaboltans, endurskoðun dómaramála og byggingu þjóðarleikvangs.

„Við þurfum að fara í endurskoðun á stefnu og hlutverki KSÍ og rekstur þess þarf að vera ábyrgur. Ég vil auka og bæta samskipti lykilaðila í íslenskri knattspyrnu, eins og til að mynda KSÍ og ÍTF. Þá hef ég, eins og fleiri, áhyggjur af aukinni einangrun félaga á landsbyggðinni. Liðum fækkar, ferðakostnaður hækkar og við þurfum að grípa þar inn í. Dómaramál eru mér að sama skapi hugleikin. Ég vil fjölga dómurum og myndi vilja sjá þann þátt koma inn í skólakerfið og auka áhuga yngri kynslóða á dómarastarfinu, efla þannig stéttina og þar með bæta dómgæsluna. Ég vil tafarlausar viðræður við ríki og borg um þjóðarleikvang og tel að við eigum að endurbyggja Laugardalsvöll upp sem slíkan.“

Meðal helstu áhersluatriða Þorvaldar má nefna: 

Endurskoða stefnu og hlutverk KSÍ 

Tryggja ábyrgan rekstur KSÍ 

Auka og bæta samskipti lykilaðila í íslenskri knattspyrnu, t.d. KSÍ og ÍTF 

Stofna framkvæmdastjórn KSÍ 

Efla kvennaknattspyrnu á öllum sviðum, frá grasrót til landsliða 

Tryggja jafnrétti og fjölga konum innan stjórnkerfis KSÍ 

Koma hreyfingu á byggingu þjóðarleikvangs sem áfram verði í Laugardal 

Styrkja félagslið á landsbyggðinni og lækka ferðakostnað 

Fjölga dómurum og koma þeim þætti inn í skólakerfið

Þorvaldur segir fjölmörg önnur atriði þarfnast nánari skoðunar, breytinga og endurskoðunar við og mun hann gera grein fyrir þeim þegar nær dregur ársþingi KSÍ.

BakaBaka sakað um blekkingar – Gestir þurfa borga aukalega fyrir að borða inni

Ágúst er ekki sammála viðskiptavinum um að verðmerkingarnar hjá honum séu villandi - Myndin er samsett

Það eru fáir matsölustaðir sem hafa fengið jafn mikið lof undanfarin ár en BakaBaka. Staðurinn er bakarí og kaffihús að morgni til en breytist í pítsastað þegar líður á daginn og þykir maturinn vera góðgæti. Ágúst Fannar Einþórsson rekur staðinn ásamt því að vera einn eiganda en Ágúst hefur í gegnum árin verið einn fremsti bakari landsins og opnaði meðal annars Brauð og co. árið 2016 og hlaut mikið lof fyrir.

Þrátt fyrir góðan mat eru ekki allir sáttir en viðskiptavinir staðarins höfðu samband við Mannlíf til að benda á villandi verðmerkingar staðarins. Í glugga staðarins eru góðgæti á borð við vínarbrauð auglýst til sölu á 790 krónur en ákveði viðskiptavinir að borða vínarbrauðið inni þarf að borga 400 krónur aukalega fyrir vínarbrauðið. Samkvæmt viðskiptavinunum gildir þetta um hvern hlut sem er keyptur og kemur það ekki fram á verðinu í glugganum eða við afgreiðsluborðið. Kaupi einstaklingur því tvö vínarbrauð og þrjú „Cinnamonbun“ þarf viðkomandi að borga rúmar 2000 krónur aukalega til að fá borða inni á staðnum. Þegar afgreiðslufólkið var spurt út í þetta þá fengust þau svör að það væri ítrekað kvartað undan þessu en svona væru reglurnar.

Dæmi um verðmerkingu í glugga. Ekki að er tekið fram að verðið hækki ákveði viðskiptavinir að borða inni

Mannlíf hafði samband við Ágúst Fannar til að spyrjast fyrir um málið. „Þetta er mjög skýrt. Þegar viðskiptavinur sest niður fær hann matseðill sem öll verð eru alveg skýr. Það er alveg „clear“ að við erum að selja „take away“ á „counternum“ og þjóna til borðs inni á staðnum,“ sagði Ágúst þegar hann var spurður út í hvort þetta væri villandi. „Ef viðskiptavinur kýs að borða inni þá kostar það bara meira. Viðkomandi er að taka sæti sem kostar og fá þjónustu sem kostar líka. Er þá eitthvað óeðlilegt við að borga meira?,“ spyr Ágúst á móti. Aðspurður segist Ágúst ekki vita til þess að aðrir staðir á Íslandi hafi álíka verðlagsreglur og hann sé lítið að spá í því.

Mannlíf sendi fyrirspurn á Neytendastofu til að spyrjast fyrir um þessi tvö mismunandi verð hjá BakaBaka, hvort það væri löglegt og hvernig ætti þá að merkja það. Í svari Neytendastofu kemur fram að það sé vissulega löglegt að hafa tvö mismunandi verð en „að því sögðu er krafa um verðmerkingar mjög skýr og skal ávallt gefa upp endanlegt verð. Seljendur þurfa þess vegna að gæta sérstaklega vel að því hvernig verðmerkingar er settar fram ef verð er skilyrt eða ólík verð gilda við ólíkar aðstæður.“

Þá vissi Neytendastofa ekki um aðra veitingastaði sem notast við slíkar verðlagsreglur.

Annað dæmi um verkmerkingu í glugga

 

Gist er í 115 íbúðum í Grindavík: „Hver ætlar að bera ábyrgð á þeirri ákvörðun ef illa fer?“

Grindavík fyrir eldgosi og jarðskjálfta

Björn Birgisson segir það hrollvekjandi að af þeim sem gista þessa næturnar í Grindavík, þrátt fyrir yfirvofandi eldgos, séu einhverjir sem geri það af sárri neyð því þeir hafi ekki í önnur hús að venda.

Samfélagsrýnirinn glöggi frá Grindavík, Björn Birgisson skrifaði Facebook-færslu í gær þar sem hann talar um yfirvofandi eldgos og þá staðreynd að sofið sé í 115 íbúðum í Grindavík þessar næturnar. „Jafnframt kom fram í fréttum að varnargarðurinn norðan Grindavíkur er fjarri því að vera fullgerður og varla til stórræðna ef á reynir,“ skrifar Björn og heldur áfram. „Sömu fréttir upplýstu að landris í Svartsengi er komið á það stig að nánast allir vísindamennirnir tala um eldgos á næstunni með afar litlum fyrirvara. Ekki bara hættu á eldgosi á sama stað og gaus á 18. desember – í Sundhnúkasprungunni norðanverðri – heldur allt eins að eldgos verði í Svartsengi (Illahrauni) og jafnvel innan bæjarmarka Grindavíkurbæjar, syðst í sprungunni! Það er við þessar aðstæður sem sofið verður í 115 íbúðum eða jafnvel fleirum í nótt og næstu nætur!“

Þá segir hann einhverja gista í Grindavík af illri nauðsyn því þeir hafi ekki í önnur hús að venda. „Mér finnst sú vitneskja og tilhugsun einfaldlega hrollvekjandi og set mjög stórt spurningamerki við áhættumat yfirvalda og stjórnun á svæðinu. Hugsanlega er verið að boða eldgos í Svartsengi (Illahrauni), eldgos sem kæmi nánast upp undir Bláa lóninu.Það er ekki víst að náttúran setji slíkt gos af stað að næturlagi af tillitssemi við eigendur Bláa lónsins og þeirra viðskiptavini. Sömuleiðis er vakin athygli á hugsanlegu eldgosi innan bæjarmarka Grindavíkur, en ítrekað að þar sé fólki heimilt að dvelja á eigin ábyrgð!“

Björn spyr að lokum hver muni bera ábyrgð ef illa fer.

„Hver ætlar að bera ábyrgð á þeirri ákvörðun ef illa fer?

Mér er farið að renna kalt vatn á milli skinns og hörunds við tilhugsunina um alla þá óstjórn og undanlátssemi sem einkennir flest allar ákvarðanir yfirvalda á hamfarasvæðinu.
Atburðurinn er ekki búinn.

Allar ákvarðanir yfirvalda eiga að taka mið af því.“

Banna loksins hundaát

Slæm meðferð á þessum hundum

Ný lög í Suður-Kóreu banna slátrun og sölu hundakjöts en hefur það lengi tíðkast þar í landi að borða hunda. Markmiðið er að útrýma gamla siðnum fyrir árið 2027 en samkvæmt nýjum lögum er bannað að rækta og slátra hundum til manneldis. Auk þess er ólöglegt að selja og dreifa kjötinu en BBC fjallaði um málið. Neysla kjötsins er ekki refsiverð en þeir sem slátra hundunum gætu átt yfir höfði sér allt að þriggja ára fangelsi.

Þeir sem hafa ræktað hunda og slátrað til manneldis fá þrjú ár til þess að aðlagast nýjum lögum sem taka gildi árið 2027. Um það bil 1.600 veitingastaðir í Suður-Kóreu höfðu hundakjöt á matseðlum sínum á síðasta ári en kjötið er heldur óvinsælt meðal ungs fólks í landinu.

Segir mestar líkur á gosi hjá Krísuvík

Mynd: Almannavarnir Síðasta gos var rétt fyrir jól

Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur segir mestar líkur á eldgosi vera umhverfis Krísuvík. Þetta skrifar Haraldur um í nýju eldfjallabloggi sínu en hann segir dreif af grunnum og dýpri skjálftum umhverfis Krísuvík geta verið merki um það að þar sér lárétt kvikuinnskot á ferð.

Þá útskýrir hann að jarðskjálftabylgjur séu tvennskonar – P-bylgjur og S-bylgjur. Þær fyrri berast í gegnum berg og vökva en seinni aðeins í gegnum berg, ekki vökva. Skuggar sjást nú á myndum undir Krísuvík og Sundahnúksgígaröðinni en ekki umhverfis Fagradalsfjall.

Sigmundur stekkur til

Inga Sæland
Inga Sæland

Staða Svandísar Svavarsdóttur sjávarútvegsráðherra er óneitanlega veik eftir að Umboðsmaður Alþingis úrskurðaði að hún hefði brotið lög með fyrirvaralausu banni sínu á hvalveiðar í fyrrasumar. Talið er að samstaða sé að myndast innan Sjálfstæðisflokksins um að samþykkja vantraust á ráðherrann, verði það borið upp. Þá er stuðningur við Svandísi innan eigin þingflokks með nokkrum herkjum. Orri Páll Jóhannsson, formaður þingflokksins, svaraði Ríkisútvarpinu eftir þingflokksfund í gær og sagði þá með semingi að Svandís nyti stuðnings. Hann lagði þó áherslu á að nægur tími væri til að bregðast við áður en þing kemur saman seinna í mánuðinum. Væntanlega er þá verið að vísa til möguleikans um að hrókera Svandísi og Guðmundi Inga Guðbrandssyni félagsmálaráðherra.

Inga Sæland, formaður flokksins, lýsti því yfir í gær að flokkur hennar væri með vantrauststillögu á Svandís í undirbúningi. Nú hefur Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, stokkið til og segir að flokkur hans muni bera upp vantraust þegar þing kemur saman eftir tvær vikur. Hann er maður tækifæranna. Flestum er ljóst að staða Svandísar er illbærileg og stjórnarsamstarfið hangir á hálmstrái …

Óttaslegið starfsfólk hringdi á lögreglu vegna manns sem ógnaði þeim

Lögregla var kölluð til í verslun í miðbæ Reykjavíkur í gærkvöldi vegna manns sem lét illa. Starfsfólkið var orðið óttaslegið eftir að maðurinn hafði ógnað þeim en lögregla vísaði manninum á brott. Töluvert mikið var um tilkynningar vegna fólks í annarlegu ástandi í gærkvöldi og í nótt en lögreglu bárust einnig nokkrar tilkynningar vegna grunsamlegra mannaferða.

Við reglubundið umferðareftirlit hafði lögregla afskipti af nokkrum ökumönnum. Þrír voru handteknir vegna ölvunaraksturs og einn vegna aksturs undir áhrifum fíkniefna. Um miðnætti bárust lögreglu nokkrar tilkynningar vegna flugelda sem héldu vöku fyrir fólki en lögregla minnir á að nú sé notkun flugelda ekki heimil.

Raddir