Þriðjudagur 30. apríl, 2024
7.1 C
Reykjavik

Vögnu sagt upp eftir að hafa misst fingur: „Kærði sig ekkert um að hafa gallað fólk í vinnu“

Þingeyri - myndin tengist fréttinni ekki beint - Mynd: Wikipedia

Vögnu Vagnsdóttur var sagt upp störfum eftir að hún missti putta í sláturhúsi árið 1995.

„Ég tel að orsökin fyrir að ég missti framan af fingrinum hafi verið sú að það var unnið með ailt of miklum látum við kjötsögina. Álagið var of mikið,“ sagði Vagna Sólveig Vagnsdóttir, verkakona á Þingeyri, í viðtali við DV árið 1995. Var hún frá vinnu í sex vikur. Starfið gekk erfiðlega eftir að hún kom aftur til starfa.

„Ég átti að þíða frystar vambir en það var mjög kaldsamt, sérstaklega vegna fingursins, svo að ég sagðist ekki geta það. Þá sagði sláturhússtjórinn bara að hann kærði sig ekkert um að hafa gallað fólk í vinnu,“ sagði Vagna en henni var sagt upp með ábyrgðarbréfi.

Yfirmaður hennar vísaði orðum Vögnu á bug. „Það er ekki rétt að ég hafi sagt við hana að ég vildi ekki hafa „gallað fólk“. Vagna gat ekki unnið tiltekið starf og var þá flutt í annað. Ég greiddi henni einnig hærra kaup eftir slysið til að bæta henni skaðann,“ sagði Birgir Marel og að henni hafi verið sagt upp, ásamt fleirum, vegna minnkandi sölu og færri verkefna.

Ísraelskt fasteignafélag auglýsir strandhús á Gaza: „Nú á forsöluverði!“

Hin viðurstyggilega auglýsing. Mynd: Instagram-skjáskot

Ísraelskt fasteignafélag auglýsir nú strandhús á Gaza-ströndinni til sölu.

Palestínsk-ameríski rithöfundurinn og pólitíski aktívistinn Susan Abulhawa bendir á óhugnalega auglýsingu á Instagram síðu sinni. Auglýsingin er frá ísraelska fasteignafélaginu Haray Zahav sem er leiðandi í sölu á húsum í ólöglegu landtökubyggðunum á Vesturbakkanum.

Fasteignafélagið birti tvær auglýsingar á Instagram þar sem sjá má mynd af ströndinni á Gaza en þar er búið að teikna inn íbúðir og við myndina stendur, í íslenskri þýðingu: „Vaknið! Strandhús er ekki draumur!“ og í hinni auglýsingunni stendur: „Nú á forsöluverði!“

Við færslu sína skrifar Susan eftirfarandi texta: „Svona lítur nýlendustefna landnema. Þjóðarmorð. Tilfærsla á fólki, hernám, landnám. Nú á forsöluverði! En við getum stoppað þetta. Ekki hætta að tala um Palestínu. Mótmælið enn meira á götum úti. Aukið sniðgönguna. Niðurstaða þessarar stundar mun ákvarða örlög mannkyns fyrir komandi kynslóðir. Veljið frelsun frumbyggja fram yfir nýlendustefnu landnema. Veljið mannúð og líf fram yfir kapítalisma og gróða.“

Landsliðshópur Íslands fyrir EM tilkynntur: „Mæta svo stinnir“

Bjarki Már fór í klippingu

Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfara karlaliðsins í handbolta, tilkynnti fyrr í dag hvaða leikmenn myndu fara á EM í handbolta en það fer fram í janúar í Þýskalandi. Ísland mun hefði undirbúning hérlendis og halda svo til Austurríki og keppa þar æfingaleiki við Austurríki. Athygli vekur að Andri Már Rúnarsson, leikmaður Leipzig í Þýskalandi, er í hópnum en hann hefur ekki spilað landsleik hingað til.

„Þeir eru flestir bara á flottum stað og líta ágætlega út og láta vel að sér. Segjast allir vera í dúndur standi og heilir heilsu en það á ennþá eitthvað eftir að gerast. Vonandi komast þeir bara í gegnum þessa síðustu leiki og halda góð jól með sínum nánustu og mæta svo stinnir með mér 27,“ sagði Snorri í viðtali við RÚV fyrr í dag.

Markverðir

Björgvin Páll Gústavsson, Valur (258/21)
Viktor Gísli Hallgrímsson, HBC Nantes (49/1)

Aðrir leikmenn

Arnar Freyr Arnarsson, MT Melsungen (85/94)
Andri Már Rúnarsson, SC DHfK Leipzig Handball (0/0)
Aron Pálmarsson, FH (168/644)
Bjarki Már Elísson, Telekom Veszprém (105/365)
Einar Þorsteinn Ólafsson, Fredericia (2/0)
Elliði Snær Viðarsson, VfL Gummersbach (37/68)
Elvar Örn Jónsson, MT Melsungen (66/157)
Gísli Þorgeir Kristjánsson, SC Magdeburg (51/113)
Haukar Þrastarsson, Barlinek Industria Kielce (23/28)
Janus Daði Smárason, SC Magdeburg (72/114)
Kristján Örn Kristjánsson, Pays d’Aix Université Club Handball (29/60)
Óðinn Þór Ríkharðsson, Kadetten Schaffhausen (30/89)
Ómar Ingi Magnússon, SC Magdeburg (74/354)
Sigvaldi Björn Guðjónsson, Kolstad Håndball (63/172)
Stiven Tobar Valencia, Benfica (6/6)
Viggó Kristjánsson, SC DHfK Leipzig Handball (44/114)
Þorsteinn Leó Gunnarsson, Afturelding (3/1)
Ýmir Örn Gíslason, Rhein-Neckar Löwen (76/35)

Saka Ísraela um að svelta Gaza-búa viljandi: „Ættu að tala gegn þessum viðbjóðslega stríðsglæp“

Hungruð börn á Gaza Myndin tengist fréttinni óbeint

Alþjóðleg mannréttindasamtök saka Ísrael um að nota hungursneyð sem vopn í stríðinu á Gaza.

Mannréttindasamtökin Human Rights Watch (HRW) segja í fréttatilkynningu sem birtist í dag, að Ísraelar séu vísvitandi að svipta Palestínumenn aðgangi að mat, vatni og öðrum nauðsynjum. Notkun hungursneyðar gegn óbreyttum borgurum er stríðsglæpur, staðhæfa samtökin og kalla eftir því að þjóðarleiðtogar heimsins grípi inn í.

Í fréttatilkynningunni er vitnað í yfirlýsingar ráðamanna í Ísrael, viðtöl við eftirlifendur, skýrslur frá hjálparsamtökum og sannanir frá gervihnattamyndefnum, til að sýna fram á að Ísrael notist „vísvitandi við stefnu  sem ætlað er að svipta Palestínumenn nauðsynlegum auðlindum fyrir daglegrar tilveru“. Þá segir einnig: „Ísraelar hafa í meira en tvo mánuði svipt íbúa Gaza aðgangi að mat og vatni, sem er stefna sem stutt er af ísraelskum ráðamönnum og endurspeglar ásetning um að svelta óbreytta borgara í hernaðar skyni,“ segir Omar Shakir, forstjóri Human Right Watch í Ísrael og Palestínu.

„Leiðtogar heims ættu að vera að tala gegn þessum viðbjóðslega stríðsglæp, sem hefur haft hræðilegar afleiðingar fyrir Gazabúa,“ bætti hann við.

Yfirlýsins samtakanna koma á sama tíma og Ísraelsstjórn verður fyrir sí stækkandi pressu, bæði innanlands og utan, vegna þess fjölda af óbreyttum borgunum sem drepnir í stanslausum sprengjuárásum á Gaza.

Ísraelar hafa drepið að minnsta kosti 18.787 manns, þar af um 8.000 börn, og sært um 50.897. Þá er talið að þúsundir manna séu grafnir undir rústum húsa.

Ræður og yfirlýsingar frá ísraelskum embættismönnum sem stuðla að þeirri stefnu að loka vísvitandi á aðgang að nauðsynlegum auðlindum fyrir íbúa Gaza, benda til þess að Ísraelar hafi ekki reynt að fela þessar fyrirætlanir, sagði HRW í yfirlýsingu sinni.

Jafnvel í upphafi sóknar Ísraela, sagði varnarmálaráðherra Ísrael, Yoav Gallatnt, eins og frægt er orðið, að Ísrael væri að „setja á algjört umsátur um Gaza … ekkert rafmagn, enginn matur, ekkert vatn, ekkert eldsneyti, þetta er allt lokað.“ Réttlætti ráðherrann svo stefnuna með því að lýsa Palestínufólk sem „dýrslegu fólki.“

Fréttin er unnin upp úr frétt Al Jazeera.

10 verstu jólagjafirnar

Mörgum finnst skemmtilegasti hluti jólanna að gefa og opna pakkana. Fjölskyldan er búin að hreiðra um sig í stofunni. Gleðin og eftirvæntingin er rafmögnuð. Flest þekkjum við tilfinninguna að þurfa að gera sér upp gleði og þakklæti fyrir gjöf sem hitti engan veginn í mark. Mannlíf tók saman lista af hlutum sem best væri að sleppa gefa.

Vigt

Enginn vill þurfa að hugsa um þyngdina eftir hátíðarsteikina og í miðju konfektáti. Sumt er einfaldlega best að kaupa sjálfur. Ef þú hefur áhyggjur að holdafari einstaklingsins, þá einfaldlega hættu því.

Blóðþrýstingsmælir

Eins og með vigtina, þá eru heilsufarstengdir hlutir eins og blóðþrýstings- og rassamælar best gleymdir í jólapakkana.

Sjálfshjálparbók

Gjöf eins og sjálfshjálparbók er eins og að fá blauta tusku í andlitið. Ef einhvern vantar hjálp er hann sjálfsagt fullmeðvitaður um það. Það má ræða það síðar meir en enginn vill vera minntur á vankanta sína fyrir framan alla í fjölskyldunni.

Kynlífsleikfang

Sumt á heima í svefnherberginu og ekki fyrir framan alla fjölskylduna. Jólin eru hátíð barnanna.

Gæludýr

Gæludýr eru lifandi verur. Ertu viss um að viðtakandi gjafarinnar hugnist áralöng binding og ábyrgð þess að eiga dýr? Hvers á dýrið að gjalda?

Listaverk eftir sjálfan þig

Ekki nema ef þú ert á leikskólaaldri er leyfilegt að gefa listaverk eftir sjálfan þig. Listamenn eru víða sjálfsmenntaðir eða sprenglærðir – en smekkur manna er svo misjafn.

Ryksuga

Hverjum finnst æðislega gaman að ryksuga? Eins og með blóðþrýstingsmælinn, þá er best að leyfa einstaklingnum eða fjölskyldunni allri að sjái um val á slíku tryllitæki heimilisins.

Föt

Ef þú ætlar að setja fatnað í jólapakkann þarftu að gulltryggja að þú þekkir stærð og smekk viðkomandi. Að fá of litla peysu eða forljótar buxur sem þú fílar ekki eru eintóm vonbrigði.

Endur-gjöf

Ekki gefa gjöf sem þér var gefin og þú kunnir ekki að meta sjálf/ur. Að fá gjöf með skiptimiða frá síðasta ári er eitthvað sem fæstir kunna að meta.

Bindi

Sama hvort um ræðir herra eða dömu. Þá er best að binda enda á að gefa bindi.

Merki Rapyd hvergi að finna á nýrri landsliðstreyju

Merki Rapyd er hvergi að finna - Myndir: Boozt

Merki fjármálafyrirtækisins Rapyd er hvergi að finna á nýjum landsliðstreyjum HSÍ sem eru til sölu á Boozt. Handboltasambandið hefur á undanförnum vikum verið harðlega gagnrýnt fyrir að vera í samstarfi við Rapyd en forstjóri Rapyd sagði í október á þessu ári að allar aðgerðir Ísrael á Gaza væru réttlætanlegar.

Orð forstjórans hafa farið nokkuð illa í marga Íslendinga og herma heimildir Mannlífs að tugir fyrirtækja hafi hætt í viðskiptum við Rapyd á undanförnum sex vikum vegna orða forstjórans. Guðmundur B. Ólafsson sagði í samtali við Mannlíf í nóvember að ekki kæmi greina að segja upp samningum við Rapyd.

Mannlíf hafði samband við HSÍ til að spyrjast fyrir um af hverju merki Rapyd væri ekki á nýrri treyju landsliðsins. Kjartan Ólafsson, markaðsstjóri HSÍ, kom af fjöllum þegar hann var spurður út í málið. Eftir að hafa skoðað heimasíðu Boozt sagði hann um prentunarmistök væri að ræða og þetta yrði lagað. Nokkuð ljóst er að þetta þykir áhugaverð tilviljun í ljósi þeirrar umræðu sem hefur logað á veraldarvefnum um Rapyd.

Hvað finnst þér um tímasetningu verkallsaðgerða flugumferðastjóra?

Mynd/Envato Elements

Klukkan 10 í morgun lauk þriðju lotu í verkfalli flugumferðastjóra og er sú fjórða boðuð á miðvikudaginn næstkomandi, frá klukkan fjögur að nóttu til 10 að morgni. Samningaviðræður hafa ekki gengið sem skyldi og að svo stöddu sér sáttasemjari ekki tilefni til að boða til annars fundar. Síðasti fundur var haldinn fyrir helgin.

Ekki hefur verið ákveðið að setja lög á verkfallsaðgerðirnar en innviðaráðherra sagði í viðtali við RÚV að stjórnvöld fylgist grant með málum:

„… Mikill ábyrgðarhluti að vera í svona aðgerðum á þessum tíma rétt fyrir jól og beint ofan í þær náttúruhamfarir sem hafa sannarlega kostað samfélagið verulega hluti og ekki síst kannski ferðaþjónustuna.“

Skoðanakönnun Mannlífs að þessu sinni spyr:

Ertu hlynnt/ur tímasetningu á verkfallsaðgerðum flugumferðastjóra?

Mögulegt að Grindvíkingar geti haldið jól heima

Grindavík Ljósmynd: Visit Reykjanes

Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum telur ekki ólíklegt að Grindvíkingar geti haldið jól í bænum. Vísir greindi fyrst frá í dag en næsta hættumat Veðurstofunnar verður gefið út á miðvikudaginn næstkomandi.

Frá 14.desember hafa íbúar megað dvelja í bænum frá klukkan sjö á morgnanna til níu á kvöldin. Hættustig almannavarna hefur verið í Grindavík frá 23. nóvember en dvalartíminn hefur smám saman verið rýmkaður síðan þá. Þá segir Úlfar að þolinmæði íbúa sé á þrotum og að nokkrir íbúar hafi neitað að yfirgefa heimili sín í gærkvöldi. Málið var að lokum leyst og íbúarnir farið úr bænum.

Sigga Beinteins komin á fast

Sigga Beinteins. Skjáskot RÚV

Söngdrottningin Sigríður Beinteinsdóttir er komin á fast en þær Eygló Rósa Glódís Agnarsdóttir eru byrjaðar í sambandi. Vísir greinir frá þessu.

Sigríður, sem er yfirleitt kölluð Sigga Beinteins, er ein þekktasta söngkona landsins en hún hefur keppt fyrir hönd Íslands í Eurovision þrisvar sinnum og á mörg þekkt lög. Eygló starfar hjá Þórsgarði sem framkvæmdastjóri fasteignasviðs félagsins. Hún er 46 ára gömul meðan Sigga er 61 árs.

 

Vill forðast slaufun: „Tel ég rétt að auglýsa bókina hér“

Myndin er samsett

„Svo mér verði ekki slaufað eins og Ester í bókhaldinu hjá Bónus tel ég rétt að auglýsa þessa frábæru bók hér,“ ritar Brynjar Níelsson fyrrum alþingismaður og aðstoðarmaður dómsmálaráðherra á Fésbókarsíðu sinni. Brynjari barst á dögunum eintak af bókinni Þriðja Vaktin eftir Þorstein V. Einarsson og Huldu Tölgyes. Í fréttum helgarinnar kom fram að Þorsteinn hafi sigað fylgjendum sínum á starfsmann Bónus eftir að bókin náði ekki í hillur verslunarkeðjunnar.

Óhefðbundar markaðsleiðir útgefanda bókarinnar erum ýmsar en Brynjari barst bókin í lúguna á heimili sínu: „Hún var ekki bara árituð af höfundum heldur mátti sjá handskrifaðar spurningar til mín og komment á spássíum. Nokkur mikilvæg áhersluatriði voru síðan undirstrikuð með bleki. Má sjá að höfundarnir hafa svipaða skoðun á mér og Bubbi – að ég sé torfbær í jakkafötum.“

Brynjari finnst bókin nauðsynleg á hvert heimili: „ … eins og handbækur eru oft, en lesturinn er álíka skemmtilegur og handbókin um bílinn sem við geymum gjarnan í hanskahólfinu. Ef hjón ætla að lifa algerlega eftir jafnréttishandbókinni og öllu því harðlífi sem þar er að finna tel ég líklegt að hjónabandið endist ekki mjög lengi. Oft betra að skilja áður en hjónin klóra augun hvort úr öðru.“

Brynjar viðurkennir að hann hafi misskilið hvað fælist í annarri og þriðju vaktinni:
„Í annarri vaktinni eru öll hugsanleg heimilstörf og eru þau listuð nákvæmlega eftir hverju herbergi heimilisins nema svefnherberginu. Er það ljóður á annars frábærri handbók. Svo er talið upp allt sem kann að fylgja heimilislífi og kannski rúmlega það.
Eftir að hafa farið yfir allt sem getur komið upp á annarri vaktinni tek ég eftir að það hallar alls ekki á Soffíu, eins og ég taldi líklegt fyrirfram. Mér sýnist stóru og mikilvægu atriðin hvíla á mér og dútlið, sem litlu eða engu máli skiptir, hjá Soffíu.“
Hann segir það sama gilda um þriðju vaktina að hlutverk hans sé töluvert mikilvægara:
„Ég sé um það sem skiptir máli á þeirri vakt en svona óþarfa afskiptasemi af heimilisfólki og öðrum hvíli á Soffíu. Slík afskiptasemi er að vísu mjög tímafrek þannig að í klukkustundum talið hallar á Soffíu.“
Hér að neðan má sjá færslu Brynjars Níelssonar í heild:

NBA-stjarna í vandræðum: „Farðu í fóstureyðingu, lol“

Anthony Edwards sagður hafa borgað konu til að fara í fóstureyðingu

NBA-leikmaðurinn Anthony Edwards er vandræðum þess dagana en Instagram-fyrirsætan Paige Jordae sakar hann um að hafa þrýst á hana að fara í þungunarrof. Edwards er einn af bestu körfuboltamönnum heimsins í dag en hann spilar með Minnesota Timberwolves.

Fyrirsætan birti skjáskot af skilaboðum sem hún segir að séu milli hennar og Edwards. Í þeim spyr hún körfuboltastjörnuna „Hvað nú,“ eftir að hún sendi honum mynd af jákvæðu óléttuprófi. Svarar stjarnan henni með skilaboðunum „Farðu í fóstureyðingu, lol.“. Á endanum fór hún í slíka aðgerð og borgaði Edwards henni 100 þúsund dali en það eru tæpar 14 milljónir króna.

Hægt er að lesa samskiptin hér fyrir neðan

Image

ImageImage

ImageImageImage

Guðný María með hátíðarhljómleika á Bryggjan Brugghús: „Ástfangin af lífinu, án krabbameins!“

Guðný María er í jólaskapi. Ljósmynd: Facebook

Gleðisprengjan og tónlistarkonan Guðný María Arnþórsdóttir heldur hátíðarhljómleika þann 29. desember á Bryggjan Brugghús.

Guðný María, sem glatt hefur landann undanfarin ár með frumsaminni tónlist sinni og jákvæðni, heldur sína fyrstu hljómleika eftir Covid-faraldurinn og glímu við krabbamein. Verða þeir haldnir þann 29. desember á Bryggjan Brugghús en þeir byrja klukkan 22:00.

Aðspurð segist Guðný María ætla að frumflytja nýtt lag á hljómleikunum, Mystery Mike en hún mun einnig fara yfir ferilinn, taka jólalagið sitt sem og áramótalagið ÁR, ertu alveg klár.

En er Guðný María sem sagt komin í jólaskap? „Já, algerlega, ég elska jólin,“ sagði Guðný María í samtali við Mannlíf og bætti við: „Ég er líka aftur orðin ástfangin af lífinu, án krabbameins!“

@gudnymaria….arn♬ original sound – Guðný María

Refsigjald á foreldra í Árborg hækkar um helming – 3000 kr fyrir að sækja barnið mínútu of seint

Um áramótin kostar 3000 krónur að sækja barn of seint í leikskólum Árborgar. Myndin er samtsett

Sveitarfélagið Árborg hefur sent út tilkynningu til foreldra leikskólabarna vegna rúmlega helmingshækkunar á leikskólagjaldi er lúta að frávikum umsamins dvalartíma. Kostar hvert korter nú 1.911 krónur en hækkar upp í 3.000 krónur.  Breytingin á gjaldskránni tekur gildi 1. janúar 2024. Gjaldið sem um ræðir er óþekkt í sveitarfélögum innan höfuðborgarsvæðisins og víðar.

Mannlífi bárust ábendingar frá ósáttum foreldrum og forráðamönnum á svæðinu, sem jafnframt fetta fingur út í ónákvæmar tímaskráningar sem viðhafast hjá leikskólunum. Foreldri sem hafði sótt eina mínútu of seint hafði fengið skrásetta þriggja mínútna seinkun. Ónákvæmni tímaskráningarinnar er fylgifiskur þegar börnin eru sótt í útiveru, bendir foreldrið á. Þá þarf kennarinn sem fylgdist með barninu úti að fara inn til að skrá það út úr kerfinu sem tekur einhverjar mínútur.

Ef barn er sótt meira en 15 mínútum of seint eru rukkaðar aðrar þrjú þúsund krónur fyrir næsta korter. Þannig getur það kostað foreldri eða forráðamann 9000 krónur að sækja barnið þrisvar sinnum of seint. Það sama gildir ef mætt er of snemma með barnið í dagvistunina.

Tilkynningin

Í tilkynningunni sem barst foreldrum barna sem nýta sér leikskólaþjónustu sveitarfélagsins segir:

„Á 30. fundi bæjarstjórnar, 13. desember 2023, var samþykkt að hækka gjaldskrá fyrir leikskóla í Árborg frá og með 1. janúar 2024. Gjaldskráin er aðgengileg á heimasíðu Árborgar og í við hengi í þessum pósti.

Gjald fyrir dvöl umfram umsaminn vistunartíma

Í reglum um leikskóla í Árborg kemur fram að áður en leikskóladvöl barns hefst geri viðkomandi leikskóli og foreldrar með sér dvalarsamning. Með undirritun sinni staðfesta foreldrar að þeir hafi kynnt sér gjaldskrá leikskóla Árborgar og reglur um leikskóla í Árborga og skuldbinda sig til að hlíta þeim eins og þær eru á hverjum tíma. Í gjaldskrá leikskóla Árborg er heimild fyrir því að innheimta gjald fyrir dvöl umfram umsaminn vistunartíma.

Frá og með 1. janúar 2024 hækkar gjald fyrir hverjar byrjaðar 15 mínútur umfram umsaminn vistuartíma upp í 3000.- krónur. Þetta á við ef að börn mæta fyrir umsaminn vistunartíma eða eru sótt eftir að vistunartíma lýkur samkvæmt dvalarsamningi“

Slæm fjárhagsstaða Árborgar

Árborg er á barmi gjaldþrots en í apríl síðastliðnum var fjallað um erfiða fjárhagsstöðu sveitarfélagsins og fjöldauppsagnir hjá Árborg. Álykta má að gjaldtakan og helmingshækkun hennar sé liður í að rétta slæma fjárhagsstöðu sveitarfélagsins við.

Mannlíf fjallaði um málið í október þegar gjaldið var tekið upp. Sjá nánar:

Foreldrum í Árborg refsað fyrir að sækja börnin of seint – Tæpar 2000 kr fyrir hvert hafið korter

Uppsagnir hjá Árborg: 57 starfsmenn missa vinnuna – Laun bæjarstjóra lækka um 5 prósent

Grímur orðinn nýstúdent: „Ég dimmiteraði einn í laumi og fer í útskriftarferð með vorinu“

Grímur Atlason, stúdent. Ljósmynd: Facebook

Grímur Atlason er orðinn nýstúdent, eftir 33 ára pásu frá menntaskólanámi.

Framkvæmdarstjóri Landssamtakanna Geðhjálpar, Grímur Atlason útskrifaðist sem stúdent í gær. „Fyrir 13.621 degi hóf ég nám við Menntaskólann við Hamrahlíð. Markmiðið var stúdentspróf. Það hafðist í dag en þá útskrifaðist ég sem stúdent frá Fjölbrautaskólanum við Ármúla. Ég lauk náminu á 75 önnum – reyndar með 66 anna pásu sem ég tók mér frá vorinu 1990 til haustsins 2023.“ Þannig hefst færsla nýstúdentsins Gríms en þó hann hafi útskrifast úr menntaskóla í gær, er hann vel menntaður, lærði þroskaþjálfann, sagnfræði og er með MBA gráðu í viðskiptafræði. Grímur segist hafa verið efnilegur námsmaður á sínum tíma en leiðst út í fíkniefnaneyslu. „Ég var efnilegur námsmaður á sínum tíma en átti í erfiðleikum með ýmis hugbreytandi efni sem gerðu það að verkum að ég tók síðustu einingu mína við MH vorið 1989 og eftir það datt botninn algjörlega úr skynsamlegum lifnaðarháttum sem endaði með því að þegar vinir mínir dimmiteruðu og lásu til stúdentsprófs þá var ég á Sogni í vímuefnameðferð.“

Þá segir Grímur að hann hafi alltaf langað að í stúdentspróf, þrátt fyrir háskólapróf í vasanum og því hafi hann leyft sért að gera það sem hann langaði. Eftir að hafa kannað í sumar hvað hann þyrfti að gera til að ná stúdentsprófinu, fékk hann að vita að vegna háskólagráðanna, þyrfti hann aðeins að klára einn áfanga og valdi hann dönsku. „Ég valdi dönsku 400 sem heitir víst eitthvað annað í dag en er stórskemmtilegur valáfangi. Mér fannst það táknrænt enda fékk ég D á stúdentsprófi í MH í dönsku sem þýðir: staðið án eininga. Ég stóð mig mjög vel – skilaði öllum verkefnum á réttum tíma og fékk góða einkunn og Kaldal mætti og tók mynd.

Ég dimmiteraði einn í laumi og fer í útskriftarferð með vorinu. Ég er ánægður með mig!“

Kona slasaðist illa þegar dádýr stangaði hana fyrir utan heimili hennar

Höggið hefur verið gríðarlegt

Íbúi í Colorado slasaðist alvarlega eftir að dádýr réðst á hana á laugardagskvöldið síðasta. Konan(67) var stödd fyrir utan heimili sitt þegar árásagjarnt dádýr stangaði hana. Hún náði í kjölfarið að hlaupa aftur inn í húsið en hlaut hún opið sár á vinstri fæti og mjög slæman marblett á þeim hægri.

Djúpt sár eftir horn dádýrsins

Stuttu eftir árásina sáust tvö karlkyns dádýr nálægt garði konunnar en algengt er að dýrin verði stygg á pörunartímabilinu. Dýralífsvörður á svæðinu taldi líklegt að dýrið hafi farið inn á lóð konunnar í leit að æti en fuglafóður var í garðinum. Konan hringdi í eiginmann sinn strax eftir áfallið og var hún flutt á sjúkrahús til aðhlynningar. Mikið mildi þykir að hún hafi ekki slasast verr en konan er á batavegi.

Aðalsteinn er fallinn frá

Aðalsteinn Jónsson er látinn, 95 ára gamall. Akureyri.net greinir frá þessu.

Aðalsteinn fæddist árið 1928 og ólst upp í Hafnarfirði. Foreldrar hans voru Guðfinna Einarsdóttir og Jón Jónsson.

Eftir að hafa lokið stúdentsprófi í Menntaskólanum í Reykjavík hélt hann til Skotlands þar sem hann lærði efnaverkfræði. Þegar Aðalsteinn kláraði námið flutti hann til landsins árið 1956 og stuttu eftir það var hann ráðinn sem forstjóri Sjafnar. Hann starfaði þar í fjóra áratugi.

Aðalsteinn var mikill íþróttagarpur og stundaði fimleika, handbolta og fótbolta á yngri árum og var í stjórn handknattleiksdeildar KA eftir að hann flutti til Akureyrar. Þá þótti Aðalsteinn góður söngvari og var hluti af karlakórnum Geysi.

Aðalsteinn eignaðist sjö börn og er eftirlifandi eiginkona hans Patricia Ann MacKenzie Jónsson.

Ósáttir flugumferðarstjórar lögðu niður störf í þriðja sinn

samsett mynd

Flugumferðarstjórar lögðu niður störf klukkan fjögur í nótt en er það þriðji verkfallsdagurinn af fjórum sem hafa verið boðaðir í þessum mánuði. Reikna má með því að verkfallið hafi áhrif á þúsundir farþega en verkfallið stendur yfir til klukkan tíu. Enginn sáttafundur hefur verið boðaður að svo stöddu og eru flugumferðarstjórar ósáttir við þau kjör sem þeim hefur verið boðið.

Fjórða vinnustöðvunin er á miðvikudaginn næsta en í tilkynningu frá Isavia segir meðal annars: „Fé­lag ís­lenskra flug­um­ferðar­stjóra (FÍF) hef­ur boðað til verk­falla flug­um­ferðar­stjóra í flugt­urn­in­um á Kefla­vík­ur­flug­velli mánu­dag­inn 18. des­em­ber kl. 4:00-10:00 og miðviku­dag­inn 20. des­em­ber kl. 4:00-10:00. Ekk­ert flug verður þá um völl­inn á þeim tíma en und­anþágur verða veitt­ar fyr­ir leit­ar- og björg­un­ar­flug, sjúkra­flug og flug á veg­um Land­helg­is­gæsl­unn­ar.”

Slökkvilið í Grafarvogi eftir að reykur barst frá fjölbýlishúsi

Kranabíll slökkviliðsins Mynd/Lára Garðarsdóttir

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út um klukkan fimm í nótt eftir að tilkynning barst um reyk í fjölbýlishúsi í Grafarvogi. Tveir bílar voru sendir strax á vettvang.

Annar bíllinn sneri við þegar kom í ljós að enginn eldur var á svæðinu. Pottur hafði gleymst á eldavél og var einn í íbúðinni. Vel gekk að reykræsa íbúðina og slasaðist enginn.

Þorsteinn iðrast

Þorsteinn V. Einarsson. Karlmennskan.is. Mynd/Skjáskot: VÍSIR

Baráttumaðurinn Þorsteinn V. Einarsson hefur beðið Esteri Harðardóttur, innkaupastjóra Bónuss, afsökunar á þeirri aðför sem hann stýrði gegn henni eftir að Bónus afþakkaði að hafa bók hans og eiginkonu hans, Þriðju vaktina, til sölu í verslunum.

Þorsteinn birti harmi þrungna færslu á Instragram þar sem hann skoraði á 3000 fylgjendur sína að senda póst á Ester og krefjast þess að hún tæki bókina í sölu. Þetta blöskraði mörgum og Þorsteinn fékk ekki þá samúð sem hann væntanlega þráði. Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss, sagði ío fjölmiðlum að enginn hefði spurt eftir bókinni í Bónus.

Nú hefur Þorsteinn beðist afsökunar með þeim orðum að þarna hafi verið  á ferð „kallalegt yfirlæti.“ Iðrunin er þó fremur hjáróma ef litið er til þess að hann slær á létta strengi og býðst til að senda Ester bókina áritaða. Hann hefur samt upp úr krafsinu að nú vita margir af bókinni sem Bónus hafnaði …

Lalli Johns um dvölina á Breiðuvík: „Maður var eiginlega alltaf á varðbergi með sjálfan sig“

Lalli Johns á Draumasetrinu. Mynd: Róbert Reynisson.

Fæstir kveikja á perunni þegar þeir heyra nafnið Lárus Björn Svavarsson en flestir þekkja hann sem Lalla Johns. Lalli er edrú í dag en hann var einn frægasti útigangsmaður landsins í áratugi.

Lalli var eitt þeirra barna sem vistað var á Breiðuvík og leiðir hann líkum að því að dvölin þar hafi orðið til þess að hann hafi leiðst út í áfengis- og fíknefnaneyslu með þeim afleiðingum sem landsmenn þekkja.

Saga Lalla er sannarlega ein Sagna Skuggabarna og í viðtalinu fer hann yfir lífshlaup sitt, tilkomu viðurnefnisins, neyslunnar og edrúmennskunnar.

Lalli lýsir dvölinni á Breiðuvík sem hálfgerðu fangelsi.

„Þegar maður fór í mat var einhvers konar gæslumaður sem sat yfir manni og sá til þess að maður kláraði matinn,“ segir Lalli þegar Reynir spyr hann út í harðræðið á Breiðuvík, þar sem hann dvaldi frá sirka 1963 til 65, þá unglingur. Seinna í viðtalinu segir hann að ef drengirnir kláruðu ekki matinn, fengu þeir sama mat daginn eftir. „Maður var eiginlega alltaf á varðbergi með sjálfan sig.“ Eitthvert skiptið reyndi Lalli að komast hjá því að borða matinn með því að troða honum í brjóstvasann sinn.

Aðspurður hvort hann hefði einhvern tíma verið læstur inni á Breiðuvík svarar Lalli: „Það gat komið fyrir ef þú taldir, eða taldir, þeir fundu það bara upp hjá sér. Sem sagt að refsa manni, frekar en að gera gott úr hlutunum.“

Reynir: „Þannig að Breiðarvíkurdvölin hefur ekki bjargað nokkrum manni?“
Lalli: „Nei, held hún hafi ekki bjargað nokkrum manni. Eftir að maður fór þaðan var maður miklu verri.“

Lalli nefnir svo eitt smáatriði varðandi Breiðarvík. „Það var sett rauðamöl í kringum húsið, þannig að ef þú fórst út þá var alveg fylgst með manni. Maður var alltaf undir smásjánni hjá þessu fólki.“

Reynir: „Já, bara eins og fangelsi.“

Lalli: „Já, eins og fangelsi, þannig séð.“

Segir Lalli að stanslaust hafi verið fylgst með drengjunum og að ekkert hafi verið að gera á Breiðuvík, engar tómstundir og engin samskipti við annað fólk. „Ég var alltaf að bíða eftir tímanum, að komast í burtu en svo bara leið hann svo hægt og rólega.“ Á öðrum stað segir Lalli: „Maður umgekkst ekkert fólk þarna. Strákarnir voru eiginlega bara á varðbergi gagnvart sjálfum sér og öðrum. Og svo pössuðu þeir sig á því að vera bara hljóðir. Um leið og dagurinn var búinn var bara þakkað fyrir sig og setið inn á herbergi eða labbað eitthvað um.“

Hægt er að hlusta á allt viðtalið við Lalla á hlaðvarpsveitu Mannlífs. 

Vögnu sagt upp eftir að hafa misst fingur: „Kærði sig ekkert um að hafa gallað fólk í vinnu“

Þingeyri - myndin tengist fréttinni ekki beint - Mynd: Wikipedia

Vögnu Vagnsdóttur var sagt upp störfum eftir að hún missti putta í sláturhúsi árið 1995.

„Ég tel að orsökin fyrir að ég missti framan af fingrinum hafi verið sú að það var unnið með ailt of miklum látum við kjötsögina. Álagið var of mikið,“ sagði Vagna Sólveig Vagnsdóttir, verkakona á Þingeyri, í viðtali við DV árið 1995. Var hún frá vinnu í sex vikur. Starfið gekk erfiðlega eftir að hún kom aftur til starfa.

„Ég átti að þíða frystar vambir en það var mjög kaldsamt, sérstaklega vegna fingursins, svo að ég sagðist ekki geta það. Þá sagði sláturhússtjórinn bara að hann kærði sig ekkert um að hafa gallað fólk í vinnu,“ sagði Vagna en henni var sagt upp með ábyrgðarbréfi.

Yfirmaður hennar vísaði orðum Vögnu á bug. „Það er ekki rétt að ég hafi sagt við hana að ég vildi ekki hafa „gallað fólk“. Vagna gat ekki unnið tiltekið starf og var þá flutt í annað. Ég greiddi henni einnig hærra kaup eftir slysið til að bæta henni skaðann,“ sagði Birgir Marel og að henni hafi verið sagt upp, ásamt fleirum, vegna minnkandi sölu og færri verkefna.

Ísraelskt fasteignafélag auglýsir strandhús á Gaza: „Nú á forsöluverði!“

Hin viðurstyggilega auglýsing. Mynd: Instagram-skjáskot

Ísraelskt fasteignafélag auglýsir nú strandhús á Gaza-ströndinni til sölu.

Palestínsk-ameríski rithöfundurinn og pólitíski aktívistinn Susan Abulhawa bendir á óhugnalega auglýsingu á Instagram síðu sinni. Auglýsingin er frá ísraelska fasteignafélaginu Haray Zahav sem er leiðandi í sölu á húsum í ólöglegu landtökubyggðunum á Vesturbakkanum.

Fasteignafélagið birti tvær auglýsingar á Instagram þar sem sjá má mynd af ströndinni á Gaza en þar er búið að teikna inn íbúðir og við myndina stendur, í íslenskri þýðingu: „Vaknið! Strandhús er ekki draumur!“ og í hinni auglýsingunni stendur: „Nú á forsöluverði!“

Við færslu sína skrifar Susan eftirfarandi texta: „Svona lítur nýlendustefna landnema. Þjóðarmorð. Tilfærsla á fólki, hernám, landnám. Nú á forsöluverði! En við getum stoppað þetta. Ekki hætta að tala um Palestínu. Mótmælið enn meira á götum úti. Aukið sniðgönguna. Niðurstaða þessarar stundar mun ákvarða örlög mannkyns fyrir komandi kynslóðir. Veljið frelsun frumbyggja fram yfir nýlendustefnu landnema. Veljið mannúð og líf fram yfir kapítalisma og gróða.“

Landsliðshópur Íslands fyrir EM tilkynntur: „Mæta svo stinnir“

Bjarki Már fór í klippingu

Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfara karlaliðsins í handbolta, tilkynnti fyrr í dag hvaða leikmenn myndu fara á EM í handbolta en það fer fram í janúar í Þýskalandi. Ísland mun hefði undirbúning hérlendis og halda svo til Austurríki og keppa þar æfingaleiki við Austurríki. Athygli vekur að Andri Már Rúnarsson, leikmaður Leipzig í Þýskalandi, er í hópnum en hann hefur ekki spilað landsleik hingað til.

„Þeir eru flestir bara á flottum stað og líta ágætlega út og láta vel að sér. Segjast allir vera í dúndur standi og heilir heilsu en það á ennþá eitthvað eftir að gerast. Vonandi komast þeir bara í gegnum þessa síðustu leiki og halda góð jól með sínum nánustu og mæta svo stinnir með mér 27,“ sagði Snorri í viðtali við RÚV fyrr í dag.

Markverðir

Björgvin Páll Gústavsson, Valur (258/21)
Viktor Gísli Hallgrímsson, HBC Nantes (49/1)

Aðrir leikmenn

Arnar Freyr Arnarsson, MT Melsungen (85/94)
Andri Már Rúnarsson, SC DHfK Leipzig Handball (0/0)
Aron Pálmarsson, FH (168/644)
Bjarki Már Elísson, Telekom Veszprém (105/365)
Einar Þorsteinn Ólafsson, Fredericia (2/0)
Elliði Snær Viðarsson, VfL Gummersbach (37/68)
Elvar Örn Jónsson, MT Melsungen (66/157)
Gísli Þorgeir Kristjánsson, SC Magdeburg (51/113)
Haukar Þrastarsson, Barlinek Industria Kielce (23/28)
Janus Daði Smárason, SC Magdeburg (72/114)
Kristján Örn Kristjánsson, Pays d’Aix Université Club Handball (29/60)
Óðinn Þór Ríkharðsson, Kadetten Schaffhausen (30/89)
Ómar Ingi Magnússon, SC Magdeburg (74/354)
Sigvaldi Björn Guðjónsson, Kolstad Håndball (63/172)
Stiven Tobar Valencia, Benfica (6/6)
Viggó Kristjánsson, SC DHfK Leipzig Handball (44/114)
Þorsteinn Leó Gunnarsson, Afturelding (3/1)
Ýmir Örn Gíslason, Rhein-Neckar Löwen (76/35)

Saka Ísraela um að svelta Gaza-búa viljandi: „Ættu að tala gegn þessum viðbjóðslega stríðsglæp“

Hungruð börn á Gaza Myndin tengist fréttinni óbeint

Alþjóðleg mannréttindasamtök saka Ísrael um að nota hungursneyð sem vopn í stríðinu á Gaza.

Mannréttindasamtökin Human Rights Watch (HRW) segja í fréttatilkynningu sem birtist í dag, að Ísraelar séu vísvitandi að svipta Palestínumenn aðgangi að mat, vatni og öðrum nauðsynjum. Notkun hungursneyðar gegn óbreyttum borgurum er stríðsglæpur, staðhæfa samtökin og kalla eftir því að þjóðarleiðtogar heimsins grípi inn í.

Í fréttatilkynningunni er vitnað í yfirlýsingar ráðamanna í Ísrael, viðtöl við eftirlifendur, skýrslur frá hjálparsamtökum og sannanir frá gervihnattamyndefnum, til að sýna fram á að Ísrael notist „vísvitandi við stefnu  sem ætlað er að svipta Palestínumenn nauðsynlegum auðlindum fyrir daglegrar tilveru“. Þá segir einnig: „Ísraelar hafa í meira en tvo mánuði svipt íbúa Gaza aðgangi að mat og vatni, sem er stefna sem stutt er af ísraelskum ráðamönnum og endurspeglar ásetning um að svelta óbreytta borgara í hernaðar skyni,“ segir Omar Shakir, forstjóri Human Right Watch í Ísrael og Palestínu.

„Leiðtogar heims ættu að vera að tala gegn þessum viðbjóðslega stríðsglæp, sem hefur haft hræðilegar afleiðingar fyrir Gazabúa,“ bætti hann við.

Yfirlýsins samtakanna koma á sama tíma og Ísraelsstjórn verður fyrir sí stækkandi pressu, bæði innanlands og utan, vegna þess fjölda af óbreyttum borgunum sem drepnir í stanslausum sprengjuárásum á Gaza.

Ísraelar hafa drepið að minnsta kosti 18.787 manns, þar af um 8.000 börn, og sært um 50.897. Þá er talið að þúsundir manna séu grafnir undir rústum húsa.

Ræður og yfirlýsingar frá ísraelskum embættismönnum sem stuðla að þeirri stefnu að loka vísvitandi á aðgang að nauðsynlegum auðlindum fyrir íbúa Gaza, benda til þess að Ísraelar hafi ekki reynt að fela þessar fyrirætlanir, sagði HRW í yfirlýsingu sinni.

Jafnvel í upphafi sóknar Ísraela, sagði varnarmálaráðherra Ísrael, Yoav Gallatnt, eins og frægt er orðið, að Ísrael væri að „setja á algjört umsátur um Gaza … ekkert rafmagn, enginn matur, ekkert vatn, ekkert eldsneyti, þetta er allt lokað.“ Réttlætti ráðherrann svo stefnuna með því að lýsa Palestínufólk sem „dýrslegu fólki.“

Fréttin er unnin upp úr frétt Al Jazeera.

10 verstu jólagjafirnar

Mörgum finnst skemmtilegasti hluti jólanna að gefa og opna pakkana. Fjölskyldan er búin að hreiðra um sig í stofunni. Gleðin og eftirvæntingin er rafmögnuð. Flest þekkjum við tilfinninguna að þurfa að gera sér upp gleði og þakklæti fyrir gjöf sem hitti engan veginn í mark. Mannlíf tók saman lista af hlutum sem best væri að sleppa gefa.

Vigt

Enginn vill þurfa að hugsa um þyngdina eftir hátíðarsteikina og í miðju konfektáti. Sumt er einfaldlega best að kaupa sjálfur. Ef þú hefur áhyggjur að holdafari einstaklingsins, þá einfaldlega hættu því.

Blóðþrýstingsmælir

Eins og með vigtina, þá eru heilsufarstengdir hlutir eins og blóðþrýstings- og rassamælar best gleymdir í jólapakkana.

Sjálfshjálparbók

Gjöf eins og sjálfshjálparbók er eins og að fá blauta tusku í andlitið. Ef einhvern vantar hjálp er hann sjálfsagt fullmeðvitaður um það. Það má ræða það síðar meir en enginn vill vera minntur á vankanta sína fyrir framan alla í fjölskyldunni.

Kynlífsleikfang

Sumt á heima í svefnherberginu og ekki fyrir framan alla fjölskylduna. Jólin eru hátíð barnanna.

Gæludýr

Gæludýr eru lifandi verur. Ertu viss um að viðtakandi gjafarinnar hugnist áralöng binding og ábyrgð þess að eiga dýr? Hvers á dýrið að gjalda?

Listaverk eftir sjálfan þig

Ekki nema ef þú ert á leikskólaaldri er leyfilegt að gefa listaverk eftir sjálfan þig. Listamenn eru víða sjálfsmenntaðir eða sprenglærðir – en smekkur manna er svo misjafn.

Ryksuga

Hverjum finnst æðislega gaman að ryksuga? Eins og með blóðþrýstingsmælinn, þá er best að leyfa einstaklingnum eða fjölskyldunni allri að sjái um val á slíku tryllitæki heimilisins.

Föt

Ef þú ætlar að setja fatnað í jólapakkann þarftu að gulltryggja að þú þekkir stærð og smekk viðkomandi. Að fá of litla peysu eða forljótar buxur sem þú fílar ekki eru eintóm vonbrigði.

Endur-gjöf

Ekki gefa gjöf sem þér var gefin og þú kunnir ekki að meta sjálf/ur. Að fá gjöf með skiptimiða frá síðasta ári er eitthvað sem fæstir kunna að meta.

Bindi

Sama hvort um ræðir herra eða dömu. Þá er best að binda enda á að gefa bindi.

Merki Rapyd hvergi að finna á nýrri landsliðstreyju

Merki Rapyd er hvergi að finna - Myndir: Boozt

Merki fjármálafyrirtækisins Rapyd er hvergi að finna á nýjum landsliðstreyjum HSÍ sem eru til sölu á Boozt. Handboltasambandið hefur á undanförnum vikum verið harðlega gagnrýnt fyrir að vera í samstarfi við Rapyd en forstjóri Rapyd sagði í október á þessu ári að allar aðgerðir Ísrael á Gaza væru réttlætanlegar.

Orð forstjórans hafa farið nokkuð illa í marga Íslendinga og herma heimildir Mannlífs að tugir fyrirtækja hafi hætt í viðskiptum við Rapyd á undanförnum sex vikum vegna orða forstjórans. Guðmundur B. Ólafsson sagði í samtali við Mannlíf í nóvember að ekki kæmi greina að segja upp samningum við Rapyd.

Mannlíf hafði samband við HSÍ til að spyrjast fyrir um af hverju merki Rapyd væri ekki á nýrri treyju landsliðsins. Kjartan Ólafsson, markaðsstjóri HSÍ, kom af fjöllum þegar hann var spurður út í málið. Eftir að hafa skoðað heimasíðu Boozt sagði hann um prentunarmistök væri að ræða og þetta yrði lagað. Nokkuð ljóst er að þetta þykir áhugaverð tilviljun í ljósi þeirrar umræðu sem hefur logað á veraldarvefnum um Rapyd.

Hvað finnst þér um tímasetningu verkallsaðgerða flugumferðastjóra?

Mynd/Envato Elements

Klukkan 10 í morgun lauk þriðju lotu í verkfalli flugumferðastjóra og er sú fjórða boðuð á miðvikudaginn næstkomandi, frá klukkan fjögur að nóttu til 10 að morgni. Samningaviðræður hafa ekki gengið sem skyldi og að svo stöddu sér sáttasemjari ekki tilefni til að boða til annars fundar. Síðasti fundur var haldinn fyrir helgin.

Ekki hefur verið ákveðið að setja lög á verkfallsaðgerðirnar en innviðaráðherra sagði í viðtali við RÚV að stjórnvöld fylgist grant með málum:

„… Mikill ábyrgðarhluti að vera í svona aðgerðum á þessum tíma rétt fyrir jól og beint ofan í þær náttúruhamfarir sem hafa sannarlega kostað samfélagið verulega hluti og ekki síst kannski ferðaþjónustuna.“

Skoðanakönnun Mannlífs að þessu sinni spyr:

Ertu hlynnt/ur tímasetningu á verkfallsaðgerðum flugumferðastjóra?

Mögulegt að Grindvíkingar geti haldið jól heima

Grindavík Ljósmynd: Visit Reykjanes

Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum telur ekki ólíklegt að Grindvíkingar geti haldið jól í bænum. Vísir greindi fyrst frá í dag en næsta hættumat Veðurstofunnar verður gefið út á miðvikudaginn næstkomandi.

Frá 14.desember hafa íbúar megað dvelja í bænum frá klukkan sjö á morgnanna til níu á kvöldin. Hættustig almannavarna hefur verið í Grindavík frá 23. nóvember en dvalartíminn hefur smám saman verið rýmkaður síðan þá. Þá segir Úlfar að þolinmæði íbúa sé á þrotum og að nokkrir íbúar hafi neitað að yfirgefa heimili sín í gærkvöldi. Málið var að lokum leyst og íbúarnir farið úr bænum.

Sigga Beinteins komin á fast

Sigga Beinteins. Skjáskot RÚV

Söngdrottningin Sigríður Beinteinsdóttir er komin á fast en þær Eygló Rósa Glódís Agnarsdóttir eru byrjaðar í sambandi. Vísir greinir frá þessu.

Sigríður, sem er yfirleitt kölluð Sigga Beinteins, er ein þekktasta söngkona landsins en hún hefur keppt fyrir hönd Íslands í Eurovision þrisvar sinnum og á mörg þekkt lög. Eygló starfar hjá Þórsgarði sem framkvæmdastjóri fasteignasviðs félagsins. Hún er 46 ára gömul meðan Sigga er 61 árs.

 

Vill forðast slaufun: „Tel ég rétt að auglýsa bókina hér“

Myndin er samsett

„Svo mér verði ekki slaufað eins og Ester í bókhaldinu hjá Bónus tel ég rétt að auglýsa þessa frábæru bók hér,“ ritar Brynjar Níelsson fyrrum alþingismaður og aðstoðarmaður dómsmálaráðherra á Fésbókarsíðu sinni. Brynjari barst á dögunum eintak af bókinni Þriðja Vaktin eftir Þorstein V. Einarsson og Huldu Tölgyes. Í fréttum helgarinnar kom fram að Þorsteinn hafi sigað fylgjendum sínum á starfsmann Bónus eftir að bókin náði ekki í hillur verslunarkeðjunnar.

Óhefðbundar markaðsleiðir útgefanda bókarinnar erum ýmsar en Brynjari barst bókin í lúguna á heimili sínu: „Hún var ekki bara árituð af höfundum heldur mátti sjá handskrifaðar spurningar til mín og komment á spássíum. Nokkur mikilvæg áhersluatriði voru síðan undirstrikuð með bleki. Má sjá að höfundarnir hafa svipaða skoðun á mér og Bubbi – að ég sé torfbær í jakkafötum.“

Brynjari finnst bókin nauðsynleg á hvert heimili: „ … eins og handbækur eru oft, en lesturinn er álíka skemmtilegur og handbókin um bílinn sem við geymum gjarnan í hanskahólfinu. Ef hjón ætla að lifa algerlega eftir jafnréttishandbókinni og öllu því harðlífi sem þar er að finna tel ég líklegt að hjónabandið endist ekki mjög lengi. Oft betra að skilja áður en hjónin klóra augun hvort úr öðru.“

Brynjar viðurkennir að hann hafi misskilið hvað fælist í annarri og þriðju vaktinni:
„Í annarri vaktinni eru öll hugsanleg heimilstörf og eru þau listuð nákvæmlega eftir hverju herbergi heimilisins nema svefnherberginu. Er það ljóður á annars frábærri handbók. Svo er talið upp allt sem kann að fylgja heimilislífi og kannski rúmlega það.
Eftir að hafa farið yfir allt sem getur komið upp á annarri vaktinni tek ég eftir að það hallar alls ekki á Soffíu, eins og ég taldi líklegt fyrirfram. Mér sýnist stóru og mikilvægu atriðin hvíla á mér og dútlið, sem litlu eða engu máli skiptir, hjá Soffíu.“
Hann segir það sama gilda um þriðju vaktina að hlutverk hans sé töluvert mikilvægara:
„Ég sé um það sem skiptir máli á þeirri vakt en svona óþarfa afskiptasemi af heimilisfólki og öðrum hvíli á Soffíu. Slík afskiptasemi er að vísu mjög tímafrek þannig að í klukkustundum talið hallar á Soffíu.“
Hér að neðan má sjá færslu Brynjars Níelssonar í heild:

NBA-stjarna í vandræðum: „Farðu í fóstureyðingu, lol“

Anthony Edwards sagður hafa borgað konu til að fara í fóstureyðingu

NBA-leikmaðurinn Anthony Edwards er vandræðum þess dagana en Instagram-fyrirsætan Paige Jordae sakar hann um að hafa þrýst á hana að fara í þungunarrof. Edwards er einn af bestu körfuboltamönnum heimsins í dag en hann spilar með Minnesota Timberwolves.

Fyrirsætan birti skjáskot af skilaboðum sem hún segir að séu milli hennar og Edwards. Í þeim spyr hún körfuboltastjörnuna „Hvað nú,“ eftir að hún sendi honum mynd af jákvæðu óléttuprófi. Svarar stjarnan henni með skilaboðunum „Farðu í fóstureyðingu, lol.“. Á endanum fór hún í slíka aðgerð og borgaði Edwards henni 100 þúsund dali en það eru tæpar 14 milljónir króna.

Hægt er að lesa samskiptin hér fyrir neðan

Image

ImageImage

ImageImageImage

Guðný María með hátíðarhljómleika á Bryggjan Brugghús: „Ástfangin af lífinu, án krabbameins!“

Guðný María er í jólaskapi. Ljósmynd: Facebook

Gleðisprengjan og tónlistarkonan Guðný María Arnþórsdóttir heldur hátíðarhljómleika þann 29. desember á Bryggjan Brugghús.

Guðný María, sem glatt hefur landann undanfarin ár með frumsaminni tónlist sinni og jákvæðni, heldur sína fyrstu hljómleika eftir Covid-faraldurinn og glímu við krabbamein. Verða þeir haldnir þann 29. desember á Bryggjan Brugghús en þeir byrja klukkan 22:00.

Aðspurð segist Guðný María ætla að frumflytja nýtt lag á hljómleikunum, Mystery Mike en hún mun einnig fara yfir ferilinn, taka jólalagið sitt sem og áramótalagið ÁR, ertu alveg klár.

En er Guðný María sem sagt komin í jólaskap? „Já, algerlega, ég elska jólin,“ sagði Guðný María í samtali við Mannlíf og bætti við: „Ég er líka aftur orðin ástfangin af lífinu, án krabbameins!“

@gudnymaria….arn♬ original sound – Guðný María

Refsigjald á foreldra í Árborg hækkar um helming – 3000 kr fyrir að sækja barnið mínútu of seint

Um áramótin kostar 3000 krónur að sækja barn of seint í leikskólum Árborgar. Myndin er samtsett

Sveitarfélagið Árborg hefur sent út tilkynningu til foreldra leikskólabarna vegna rúmlega helmingshækkunar á leikskólagjaldi er lúta að frávikum umsamins dvalartíma. Kostar hvert korter nú 1.911 krónur en hækkar upp í 3.000 krónur.  Breytingin á gjaldskránni tekur gildi 1. janúar 2024. Gjaldið sem um ræðir er óþekkt í sveitarfélögum innan höfuðborgarsvæðisins og víðar.

Mannlífi bárust ábendingar frá ósáttum foreldrum og forráðamönnum á svæðinu, sem jafnframt fetta fingur út í ónákvæmar tímaskráningar sem viðhafast hjá leikskólunum. Foreldri sem hafði sótt eina mínútu of seint hafði fengið skrásetta þriggja mínútna seinkun. Ónákvæmni tímaskráningarinnar er fylgifiskur þegar börnin eru sótt í útiveru, bendir foreldrið á. Þá þarf kennarinn sem fylgdist með barninu úti að fara inn til að skrá það út úr kerfinu sem tekur einhverjar mínútur.

Ef barn er sótt meira en 15 mínútum of seint eru rukkaðar aðrar þrjú þúsund krónur fyrir næsta korter. Þannig getur það kostað foreldri eða forráðamann 9000 krónur að sækja barnið þrisvar sinnum of seint. Það sama gildir ef mætt er of snemma með barnið í dagvistunina.

Tilkynningin

Í tilkynningunni sem barst foreldrum barna sem nýta sér leikskólaþjónustu sveitarfélagsins segir:

„Á 30. fundi bæjarstjórnar, 13. desember 2023, var samþykkt að hækka gjaldskrá fyrir leikskóla í Árborg frá og með 1. janúar 2024. Gjaldskráin er aðgengileg á heimasíðu Árborgar og í við hengi í þessum pósti.

Gjald fyrir dvöl umfram umsaminn vistunartíma

Í reglum um leikskóla í Árborg kemur fram að áður en leikskóladvöl barns hefst geri viðkomandi leikskóli og foreldrar með sér dvalarsamning. Með undirritun sinni staðfesta foreldrar að þeir hafi kynnt sér gjaldskrá leikskóla Árborgar og reglur um leikskóla í Árborga og skuldbinda sig til að hlíta þeim eins og þær eru á hverjum tíma. Í gjaldskrá leikskóla Árborg er heimild fyrir því að innheimta gjald fyrir dvöl umfram umsaminn vistunartíma.

Frá og með 1. janúar 2024 hækkar gjald fyrir hverjar byrjaðar 15 mínútur umfram umsaminn vistuartíma upp í 3000.- krónur. Þetta á við ef að börn mæta fyrir umsaminn vistunartíma eða eru sótt eftir að vistunartíma lýkur samkvæmt dvalarsamningi“

Slæm fjárhagsstaða Árborgar

Árborg er á barmi gjaldþrots en í apríl síðastliðnum var fjallað um erfiða fjárhagsstöðu sveitarfélagsins og fjöldauppsagnir hjá Árborg. Álykta má að gjaldtakan og helmingshækkun hennar sé liður í að rétta slæma fjárhagsstöðu sveitarfélagsins við.

Mannlíf fjallaði um málið í október þegar gjaldið var tekið upp. Sjá nánar:

Foreldrum í Árborg refsað fyrir að sækja börnin of seint – Tæpar 2000 kr fyrir hvert hafið korter

Uppsagnir hjá Árborg: 57 starfsmenn missa vinnuna – Laun bæjarstjóra lækka um 5 prósent

Grímur orðinn nýstúdent: „Ég dimmiteraði einn í laumi og fer í útskriftarferð með vorinu“

Grímur Atlason, stúdent. Ljósmynd: Facebook

Grímur Atlason er orðinn nýstúdent, eftir 33 ára pásu frá menntaskólanámi.

Framkvæmdarstjóri Landssamtakanna Geðhjálpar, Grímur Atlason útskrifaðist sem stúdent í gær. „Fyrir 13.621 degi hóf ég nám við Menntaskólann við Hamrahlíð. Markmiðið var stúdentspróf. Það hafðist í dag en þá útskrifaðist ég sem stúdent frá Fjölbrautaskólanum við Ármúla. Ég lauk náminu á 75 önnum – reyndar með 66 anna pásu sem ég tók mér frá vorinu 1990 til haustsins 2023.“ Þannig hefst færsla nýstúdentsins Gríms en þó hann hafi útskrifast úr menntaskóla í gær, er hann vel menntaður, lærði þroskaþjálfann, sagnfræði og er með MBA gráðu í viðskiptafræði. Grímur segist hafa verið efnilegur námsmaður á sínum tíma en leiðst út í fíkniefnaneyslu. „Ég var efnilegur námsmaður á sínum tíma en átti í erfiðleikum með ýmis hugbreytandi efni sem gerðu það að verkum að ég tók síðustu einingu mína við MH vorið 1989 og eftir það datt botninn algjörlega úr skynsamlegum lifnaðarháttum sem endaði með því að þegar vinir mínir dimmiteruðu og lásu til stúdentsprófs þá var ég á Sogni í vímuefnameðferð.“

Þá segir Grímur að hann hafi alltaf langað að í stúdentspróf, þrátt fyrir háskólapróf í vasanum og því hafi hann leyft sért að gera það sem hann langaði. Eftir að hafa kannað í sumar hvað hann þyrfti að gera til að ná stúdentsprófinu, fékk hann að vita að vegna háskólagráðanna, þyrfti hann aðeins að klára einn áfanga og valdi hann dönsku. „Ég valdi dönsku 400 sem heitir víst eitthvað annað í dag en er stórskemmtilegur valáfangi. Mér fannst það táknrænt enda fékk ég D á stúdentsprófi í MH í dönsku sem þýðir: staðið án eininga. Ég stóð mig mjög vel – skilaði öllum verkefnum á réttum tíma og fékk góða einkunn og Kaldal mætti og tók mynd.

Ég dimmiteraði einn í laumi og fer í útskriftarferð með vorinu. Ég er ánægður með mig!“

Kona slasaðist illa þegar dádýr stangaði hana fyrir utan heimili hennar

Höggið hefur verið gríðarlegt

Íbúi í Colorado slasaðist alvarlega eftir að dádýr réðst á hana á laugardagskvöldið síðasta. Konan(67) var stödd fyrir utan heimili sitt þegar árásagjarnt dádýr stangaði hana. Hún náði í kjölfarið að hlaupa aftur inn í húsið en hlaut hún opið sár á vinstri fæti og mjög slæman marblett á þeim hægri.

Djúpt sár eftir horn dádýrsins

Stuttu eftir árásina sáust tvö karlkyns dádýr nálægt garði konunnar en algengt er að dýrin verði stygg á pörunartímabilinu. Dýralífsvörður á svæðinu taldi líklegt að dýrið hafi farið inn á lóð konunnar í leit að æti en fuglafóður var í garðinum. Konan hringdi í eiginmann sinn strax eftir áfallið og var hún flutt á sjúkrahús til aðhlynningar. Mikið mildi þykir að hún hafi ekki slasast verr en konan er á batavegi.

Aðalsteinn er fallinn frá

Aðalsteinn Jónsson er látinn, 95 ára gamall. Akureyri.net greinir frá þessu.

Aðalsteinn fæddist árið 1928 og ólst upp í Hafnarfirði. Foreldrar hans voru Guðfinna Einarsdóttir og Jón Jónsson.

Eftir að hafa lokið stúdentsprófi í Menntaskólanum í Reykjavík hélt hann til Skotlands þar sem hann lærði efnaverkfræði. Þegar Aðalsteinn kláraði námið flutti hann til landsins árið 1956 og stuttu eftir það var hann ráðinn sem forstjóri Sjafnar. Hann starfaði þar í fjóra áratugi.

Aðalsteinn var mikill íþróttagarpur og stundaði fimleika, handbolta og fótbolta á yngri árum og var í stjórn handknattleiksdeildar KA eftir að hann flutti til Akureyrar. Þá þótti Aðalsteinn góður söngvari og var hluti af karlakórnum Geysi.

Aðalsteinn eignaðist sjö börn og er eftirlifandi eiginkona hans Patricia Ann MacKenzie Jónsson.

Ósáttir flugumferðarstjórar lögðu niður störf í þriðja sinn

samsett mynd

Flugumferðarstjórar lögðu niður störf klukkan fjögur í nótt en er það þriðji verkfallsdagurinn af fjórum sem hafa verið boðaðir í þessum mánuði. Reikna má með því að verkfallið hafi áhrif á þúsundir farþega en verkfallið stendur yfir til klukkan tíu. Enginn sáttafundur hefur verið boðaður að svo stöddu og eru flugumferðarstjórar ósáttir við þau kjör sem þeim hefur verið boðið.

Fjórða vinnustöðvunin er á miðvikudaginn næsta en í tilkynningu frá Isavia segir meðal annars: „Fé­lag ís­lenskra flug­um­ferðar­stjóra (FÍF) hef­ur boðað til verk­falla flug­um­ferðar­stjóra í flugt­urn­in­um á Kefla­vík­ur­flug­velli mánu­dag­inn 18. des­em­ber kl. 4:00-10:00 og miðviku­dag­inn 20. des­em­ber kl. 4:00-10:00. Ekk­ert flug verður þá um völl­inn á þeim tíma en und­anþágur verða veitt­ar fyr­ir leit­ar- og björg­un­ar­flug, sjúkra­flug og flug á veg­um Land­helg­is­gæsl­unn­ar.”

Slökkvilið í Grafarvogi eftir að reykur barst frá fjölbýlishúsi

Kranabíll slökkviliðsins Mynd/Lára Garðarsdóttir

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út um klukkan fimm í nótt eftir að tilkynning barst um reyk í fjölbýlishúsi í Grafarvogi. Tveir bílar voru sendir strax á vettvang.

Annar bíllinn sneri við þegar kom í ljós að enginn eldur var á svæðinu. Pottur hafði gleymst á eldavél og var einn í íbúðinni. Vel gekk að reykræsa íbúðina og slasaðist enginn.

Þorsteinn iðrast

Þorsteinn V. Einarsson. Karlmennskan.is. Mynd/Skjáskot: VÍSIR

Baráttumaðurinn Þorsteinn V. Einarsson hefur beðið Esteri Harðardóttur, innkaupastjóra Bónuss, afsökunar á þeirri aðför sem hann stýrði gegn henni eftir að Bónus afþakkaði að hafa bók hans og eiginkonu hans, Þriðju vaktina, til sölu í verslunum.

Þorsteinn birti harmi þrungna færslu á Instragram þar sem hann skoraði á 3000 fylgjendur sína að senda póst á Ester og krefjast þess að hún tæki bókina í sölu. Þetta blöskraði mörgum og Þorsteinn fékk ekki þá samúð sem hann væntanlega þráði. Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss, sagði ío fjölmiðlum að enginn hefði spurt eftir bókinni í Bónus.

Nú hefur Þorsteinn beðist afsökunar með þeim orðum að þarna hafi verið  á ferð „kallalegt yfirlæti.“ Iðrunin er þó fremur hjáróma ef litið er til þess að hann slær á létta strengi og býðst til að senda Ester bókina áritaða. Hann hefur samt upp úr krafsinu að nú vita margir af bókinni sem Bónus hafnaði …

Lalli Johns um dvölina á Breiðuvík: „Maður var eiginlega alltaf á varðbergi með sjálfan sig“

Lalli Johns á Draumasetrinu. Mynd: Róbert Reynisson.

Fæstir kveikja á perunni þegar þeir heyra nafnið Lárus Björn Svavarsson en flestir þekkja hann sem Lalla Johns. Lalli er edrú í dag en hann var einn frægasti útigangsmaður landsins í áratugi.

Lalli var eitt þeirra barna sem vistað var á Breiðuvík og leiðir hann líkum að því að dvölin þar hafi orðið til þess að hann hafi leiðst út í áfengis- og fíknefnaneyslu með þeim afleiðingum sem landsmenn þekkja.

Saga Lalla er sannarlega ein Sagna Skuggabarna og í viðtalinu fer hann yfir lífshlaup sitt, tilkomu viðurnefnisins, neyslunnar og edrúmennskunnar.

Lalli lýsir dvölinni á Breiðuvík sem hálfgerðu fangelsi.

„Þegar maður fór í mat var einhvers konar gæslumaður sem sat yfir manni og sá til þess að maður kláraði matinn,“ segir Lalli þegar Reynir spyr hann út í harðræðið á Breiðuvík, þar sem hann dvaldi frá sirka 1963 til 65, þá unglingur. Seinna í viðtalinu segir hann að ef drengirnir kláruðu ekki matinn, fengu þeir sama mat daginn eftir. „Maður var eiginlega alltaf á varðbergi með sjálfan sig.“ Eitthvert skiptið reyndi Lalli að komast hjá því að borða matinn með því að troða honum í brjóstvasann sinn.

Aðspurður hvort hann hefði einhvern tíma verið læstur inni á Breiðuvík svarar Lalli: „Það gat komið fyrir ef þú taldir, eða taldir, þeir fundu það bara upp hjá sér. Sem sagt að refsa manni, frekar en að gera gott úr hlutunum.“

Reynir: „Þannig að Breiðarvíkurdvölin hefur ekki bjargað nokkrum manni?“
Lalli: „Nei, held hún hafi ekki bjargað nokkrum manni. Eftir að maður fór þaðan var maður miklu verri.“

Lalli nefnir svo eitt smáatriði varðandi Breiðarvík. „Það var sett rauðamöl í kringum húsið, þannig að ef þú fórst út þá var alveg fylgst með manni. Maður var alltaf undir smásjánni hjá þessu fólki.“

Reynir: „Já, bara eins og fangelsi.“

Lalli: „Já, eins og fangelsi, þannig séð.“

Segir Lalli að stanslaust hafi verið fylgst með drengjunum og að ekkert hafi verið að gera á Breiðuvík, engar tómstundir og engin samskipti við annað fólk. „Ég var alltaf að bíða eftir tímanum, að komast í burtu en svo bara leið hann svo hægt og rólega.“ Á öðrum stað segir Lalli: „Maður umgekkst ekkert fólk þarna. Strákarnir voru eiginlega bara á varðbergi gagnvart sjálfum sér og öðrum. Og svo pössuðu þeir sig á því að vera bara hljóðir. Um leið og dagurinn var búinn var bara þakkað fyrir sig og setið inn á herbergi eða labbað eitthvað um.“

Hægt er að hlusta á allt viðtalið við Lalla á hlaðvarpsveitu Mannlífs. 

Raddir