Fimmtudagur 25. apríl, 2024
9.8 C
Reykjavik

„Alltaf ljúffeng, alltaf góð“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sænska Klädesholmen-síldin fellur Íslendingum vel í geð.

„Viðtökurnar hafa verið framar öllum vonum. Sænska Klädesholmen-síldin er enda algjört lostæti, alltaf jafnljúffeng og góð og því kannski ekkert skrítið að þeir sem hafa bragðað á henni á annað borð skuli kaupa hana aftur og prófa ólíkar tegundir af marineringu,“ segir Jón Einarsson, forstjóri Saxa, sem annast innflutning á hinni geysivinsælu Klädesholmen-síld sem landsmenn hafa tekið fagnandi síðustu misserin.

Jón Einarsson, forstjóri Saxa ehf., veit hvað hann syngur þegar kemur að síld. Alinn upp í fiski síðan hann var gutti. „Já, ég byrjaði að fara á síld og loðnu þegar ég var strákur. Það er spennandi að veiða uppsjávarfisk eins og síld.“

Þó ekki sé langt síðan Saxa hóf innflutning á sænsku síldinni, finnur Jón fyrir miklum áhuga á vörunni. „Það er auðvitað löng hefð fyrir síldarveiðum og vinnslu á Íslandi og á sumum heimilum er vinsælt að bjóða upp á síld, jafnt hversdags sem á tyllidögum. Við finnum að síldin er gríðarlega vinsæl um þessar mundir. Áhuginn á þeirri sænsku hefur í það minnsta aukist. Fólki finnst skemmtilegt og spennandi að sjá hversu fjölbreytt úrval er í boði.“

Spurður hvaða bragðtegundir njóti mestra vinsælda hikar Jón aðeins. „Það er svolítið erfitt að að tilgreina nokkrar gerðir umfram aðrar, það eru svo margar vinsælar,“ segir hann og brosir. „Malt whiskey- og sinnepssíldin hefur slegið í gegn. Hún er líklegast vinsælasta síldin frá Klädesholmen frá því fyrstu krukkununum var raðað í hillurnar hjá verslunum. Hjá mörgum er síðan franska lauksíldin í miklu uppáhaldi, einnig kunna margir að meta kryddsíld. En eitt er víst að allir ættu að geta fundið síld við sitt hæfi því tegundirnar eru margar.“

Metnaður og gríðarleg reynsla

Það er auðheyrt á „síldarspekúlantinum“ að mikill metnaður og vinna er lögð í verkun síldarinnar frá Klädesholmen og hann efast ekki um að það sé helsta ástæða að hún sé jafnvinsæl og raun ber vitni. „Það er gríðarleg nákvæmnisvinna að verka góða síld. Hráefnið þarf að vera fyrsta flokks og meðhöndlunin góð. Framleiðandinn þarf að vera með góða þekkingu á hráefninu. Klädesholmen á sér einmitt mjög langa sögu þegar kemur að vinnslu á síld. Þeir hafa framleitt hana á eyju fyrir utan Gautaborg í margar aldir og eru því með gríðarlega reynslu. Þess utan er sænski markaðurinn mjög kröfuharður á síld þannig að Klädesholmen leggur kapp á að varan uppfylli ströngustu gæðakröfur. Við Íslendingar njótum síðan góðs af því,“ segir Jón og kímir. „Svíarnir hafa í gegnum tíðina keypt mikið af síld af Íslendingum og alltaf valið bestu síldina sem í boði er.“

- Auglýsing -

Vísbendingar um gæði

Síldin frá Klädesholmen fæst í flestum stórmörkuðum á Íslandi. Hún er líka fáanleg í hverfaverslunum eins og Melabúðinni og Kjötborg. Þess utan er hún í boði á ýmsum veitingastöðum sem Jón segir að sé ákveðinn gæðastimpill út af fyrir sig.

En í hverju felast gæðin? „Það eru kannski nokkur atriði sem ber helst að nefna. Við kaup á gæðasíld á viðskiptavinurinn að geta gengið að því vísu að bitarnir séu stífir og fínir.
Að bitarnir séu alltaf svipaðir að stærð og áferð, bitarnir séu jafnstórir og alveg jafnferskir og góðir á bragðið. Munurinn á góðri síld og hinni er síðan sá að góð síld þolir að standa aðeins á borði án þess að það bitni á bragðinu. Þetta eru m.a. atriði sem segja til um gæðin.“

Jón segir síðan tilvalið að prófa sig áfram með síldina. „Sums staðar erlendis borða margir hana með hrökkbrauði en ekki rúgbrauði eins og tíðkast hér. Það þykir herramannsmatur. Svo þykir mörgum gott að fá sér síld með skonsum. En annars mæli ég bara með því að fólk prófi eitthvað nýtt og brjóti þetta aðeins upp.“

- Auglýsing -

 

Gaman að setja saman eigin síldarsalöt

Jón tekur fram að það sé ekki eingöngu tilbúna síldin frá Klädesholmen sem er vinsæl. Svokölluð fimm mínútna síld er líka eftirsótt erlendis. „Á Íslandi er auðvitað orðið töluvert um að fólk búi til sína eigin síld eins og þekkist víða í útlöndum. Þess vegna tókum við upp á því að bjóða líka upp á pakkningu með edikverkaðri síld frá Klädesholmen. Hún er kölluð fimm mínútna síld vegna þess að það tekur ekki meira en fimm mínútur að skera flökin niður í bita og setja í krukkur ásamt ýmsu hráefni sem fer vel með síldinni og búa til ljúffengt síldarsalat. Ef fólk skellir síðan jólaborða á krukkurnar er það komið með fínustu jólagjafir,“ segir hann og gefur uppskrift að salati þar sem umrædd pakkning kemur við sögu.

Hráefni
flök úr 410 g Kladesholmen 5 mínútna pakkningu (yfirleitt 3 flök)
graslaukur, helst ferskur
dill, helst ferskt
3 msk. 18% sýrður rjóma
3 msk. majónes
u.þ.b. 2 tsk. steinbítshrogn (orange-lituð), eða eftir smekk
safi úr u.þ.b. hálfri sítrónu

Aðferð:  Skerið flökin niður í hæfilega stóra bita. Setjið í skál. Bætið graslauki og dilli úti. Blandið saman við 18% sýrðan rjóma og majónes. Bætið steinbítshrognum út í og sítrónusafa. Hrærið gætilega saman. Setjið í hreina glerkrukku. Setjið í kæli. Berið fram vel kælda.

Athugið að sniðugt er að tæma úr glerkrukkunni áður en borið fram og setja á fallegt fat, skreyta síðan með dillkvistum, steinbítshrognum, hökkuðum graslauk og jafnvel smátt skornum sítrónusneiðum. Krukkan með síldarsalati geymist vel í kæli í nokkra daga.

Síld að hætti sænska sendiherrans

Bæði Svíar og Íslendingar kunna að meta góða síld og hér að neðan sést sendiherra Svíþjóðar á Íslandi setja saman síld. „Þarna er sendiherran Häkan Juholt að gera hluti sem eru harla óvenjulegir, að setja saman síld, og nota til þess osta,“ segir Jón. „Þetta er alveg rosalega gott. Sænski Västerbotten osturinn, sem fæst í flestum verslunum er notaður ásamt fleira góðgæti og blandað með síldinni, sem er síðan sett á gler krukku, látið standa í kæli nokkrar klukkustundir eða yfir nótt. Það er líka alveg óhætt að borða strax. Myndatökumaðurinn hjá okkur borðaði til dæmis alveg upp úr krukkunni þegar myndatökum lauk.“

Frívöruverslunin Saxa ehf í samstarfi við Stúdíó Birtíng

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -