Miðvikudagur 19. janúar, 2022
-1.3 C
Reykjavik

Fjölgar hratt á Akureyri og ný hverfi í byggingu: „Gert ráð fyrir 1000 nýjum íbúðum á næstu árum“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Í dag var tekin fyrsta skóflustunga að nýju hverfi sem ber heitið Holtahverfi og er staðsett austan Krossanesbrautar á Akureyri. Í heildina er gert ráð fyrir um 300 íbúðum á svæðinu, en framkvæmdir hefjast nú við fyrri áfanga í gatnagerð og lagnavinnu. Hér eru íslenskar gæsalappir

Halla Björk Reynisdóttir, forseti bæjarstjórnar, Guðmundur Baldvin Guðmundsson, formaður bæjarráðs og Þórhallur Jónsson, formaður skipulagsráðs, tóku í dag fyrstu skóflustungurnar að nýja hverfinu við væntanlegt Þursaholt þar sem framkvæmdir hefjast. Skóflustungurnar marka upphaf mikillar íbúðauppbyggingar í Þorpinu, norðan Glerár, enda er einnig unnið að skipulagi fyrir nýtt Móahverfi vestan Borgarbrautar þar sem gert er ráð fyrir hátt í þúsund nýjum íbúðum á allra næstu árum.

Mikil uppbygging er í sveitarfélaginu á vegum einstaklinga, fyrirtækja og opinberra aðila, auk þess sem íbúum fjölgar hraðar en oft áður eða um 416 (2,2%) á árinu 2021. Af þessu leiðir mikill og vaxandi áhugi á byggingarlóðum og fasteignum sem Akureyrarbær leggur áherslu á að bregðast við á jákvæðan og markvissan hátt.

Akureyrarbær ásamt Norðurorku, Mílu og Tengi buðu út verkið í október sl. og var samið við lægstbjóðanda, Nesbræður ehf., fyrir um 315 milljónir króna. Í verkinu felast einkum jarðvegsskipti vegna gatna, gangstétta og stíga, lagnavinna, gerð útivistarstíga og jarðvegsskipti fyrir leiksvæði og áningarstaði. Verkinu er skipt í tvo hluta og er áætlað að fyrri verði lokið í byrjun maí og seinni um miðjan október nk.

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -