Mánudagur 29. apríl, 2024
5.1 C
Reykjavik

Starfsfólk Síldarvinnslunnar á Seyðisfirði í áfalli: „Í nokkrar mínútur var ekki sagt eitt orð“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Starfsfólk bolfiskvinnslu Síldarvinnslunnar á Seyðisfirði er í áfalli.

Fram kemur hjá Austurfrétt að trúnaðarmaður starfsfólks í bolfiskvinnslu Síldarvinnslunnar á Seyðisfirði, segi lokun vinnslunna mikið áfall. Fólkinu líði vel í bænum og vonist til að finna aðra vinnu þar.

„Fyrst var fundur klukkan ellefu í morgun. Framkvæmdastjórinn tilkynnti mér sem trúnaðarmanni og nokkrum yfirmönnum ákvörðunina. Klukkan tólf var almennur starfsmannafundur. Fyrst eftir að framkvæmdastjórinn tilkynnti ákvörðunina var algjör þögn. Í nokkrar mínútur var ekki sagt eitt orð. Síðan byrjuðu spurningarnar. Fólk vildi vita um uppsagnarfrestinn og önnur réttindi. Fundinum lauk um klukkan eitt. Fólkið var í áfalli. Okkur bauðst að hætta vinnu og fara heim. Flest okkar þáðu það, einhver héldu aðeins áfram til að klára þau verk sem þau voru með í höndunum,“ sagði Marianna Weinrauch, trúnaðarmaður AFLs starfsgreinafélags meðal starfsfólks í vinnslunni, í samtali við Austurfrétt í gær.

Þá benti Marianna á að það hafði einnig slæm áhrif á starfsfólkið að fréttatilkynning Síldarvinnslunnar um lokunina hefði verið send á fjölmiðla og birst klukkan 11:20 í gærmorgun en það var áður er starfsmannafundurinn hófst. „Fólk var búið að sjá þetta á Facebook og fleiri miðlum. Það var ekki gott,“ sagði Marianna.

Vinnslu verður hætt þann 30. nóvember samkvæmt tilkynningu Síldarvinnslunnar en ástæðan er sögð sú að uppfæra þurfi tækjakost vinnslunnar töluvert í takt við breytingar á fiskmörkuðum en það kosti peninga sem svo lítil eining standi ekki undir.

Alls munu þrjátíu manns missa vinnuna vegna lokunarinnar en flestum þeirra stendur til boða að starfa hjá öðrum einingum Síldarvinnslunnar á Norðfirði og í Grindavík, auk nokkurra starfa sem eru laus við fiskimjölverksmiðjuna á Seyðisfirði.

- Auglýsing -

Sagði Marianna að samhugur sé í starfsfólkinu og að það sé almennt ánægt á Seyðisfirði „Þetta er tiltölulega lítill vinnustaður þar sem við höfum unnið náið saman og þekkjumst vel. Sumt starfsfólkið hefur unnið þarna lengi og var farið að nálgast eftirlaunaaldurinn. Fyrir margt af því fólki er þetta mikið áfall. Við erum eins og fjölskylda. Við höfum ferðast saman og hist utan vinnu.“ Sjálf er Marianna fædd í Ungverjalandi en lítur á Prag í Tékklandi sem heimaborg sína, sem og Seyðisfjörð en þangað kom hún í febrúar 2015. „Mér finnst þetta mjög slæm tíðindi. Ég elska Ísland og Seyðisfjörð. Ég hef stundum íhugað að fara aftur til Prag en aldrei látið verða af því. Mig langar að vera áfram hér því ég elska fólkið og samfélagið hérna. Ég hef eignast marga vini hér, unga sem aldna. Ég veit að mörg okkar eiga ekki auðvelt með að umturna lífi sínu, til dæmis foreldra með börn sín í skólanum. Mér finnst ég heyra á fólkinu að það vilji vera hér.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -