Miðvikudagur 27. mars, 2024
0.8 C
Reykjavik

Bakarameistarar vekja athygli á að kökugerð er lögvernduð starfsgrein: „Þetta er óboðleg staða“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

 Í 46. tölublaði Vikunnar er að finna viðtal við Evu Maríu Hallgrímsdóttur. Eva er eigandi Sæta synda og í viðtali við Vikuna lýsti hún því hvernig hún hafi fengið mótspyrnu frá öðrum í bakarageiranum.

„Þegar ég var að undirbúa opnunina í Nethyl fékk ég tölvupóst frá manni sem sagðist vera fyrrverandi bakari og ég skyldi sko ekki halda það að ég fengi að hafa þetta fyrirtæki mitt í friði; bakarar myndu sjá til þess,“ segir Eva m.a. í viðtalinu. 

„Það heyrðist svo ekki meira frá þessum manni en nokkrum dögum eftir að hann sendi mér þennan póst fékk ég bréf frá lögreglunni og í því stóð að grunur léki á að ég hefði brotið lög og ég ætti von á kæru frá Samtökum iðnaðarins, eða bökurum.“

Landssamband bakarameistara segir stöðuna óboðlega

Í ljósi umræðunnar hefur Landssamband bakarameistara sem er aðildarfélag Samtaka iðnaðarins sent frá sér fréttatilkynningu. Með tilkynningunni vill sambandið minna á að bakaraiðn og kökugerð eru lögverndaðar starfsgreinar. „Eftirlit með því að iðnaðarlögunum sé fylgt eftir hvílir á herðum iðnaðarstéttarinnar sjálfrar og eina úrræðið er að kæra ófaglærða aðila sem gengið hafa inn á svið iðngreinarinnar til lögreglu. Þetta er óboðleg staða,“ segir m.a. í tilkynningunni.

Fréttatilkynninguna má lesa í heild sinni hér fyrir neðan:

- Auglýsing -

Bakaraiðn og kökugerð eru lögverndaðar starfsgreinar

Í ljósi umfjöllunar um iðnrekstur sem er án tilskilinna réttinda vill Landssamband bakarameistara koma því á framfæri að störf iðnaðarmanna sem og réttur þeirra til að reka iðnað í atvinnuskyni nýtur lögverndunar. Það á við um bakaraiðn og kökugerð. Tilgangur þess er að vernda neytendur, tryggja gæði og fagmennsku enda hafa bakarar og kökugerðarmenn lokið bóklegu og verklegu námi til að öðlast kunnáttu og færni í faginu.

Ekkert eftirlit er til staðar af hálfu hins opinbera um fjölmargar lögverndaðar iðngreinar. Eftirlit með því að iðnaðarlögunum sé fylgt eftir hvílir á herðum iðnaðarstéttarinnar sjálfrar og eina úrræðið er að kæra ófaglærða aðila sem gengið hafa inn á svið iðngreinarinnar til lögreglu. Þetta er óboðleg staða.

- Auglýsing -

Þrátt fyrir að ekkert eftirlit né raunhæf úrræði séu fyrir hendi til að stöðva ólögmæta starfsemi ófaglærðra bakara og kökugerðarmanna áskilur Landssamband bakarameistara sér áfram rétt til að verja hagsmuni stéttarinnar og tryggja vernd neytenda fyrir því að þeir einstaklingar sem starfa á sviði lögverndaðra iðngreina hafi öðlast tilskilda menntun og hæfni til verksins.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -