Er ennþá brjáluð yfir rifrildinu

Deila

- Auglýsing -

Kourtney Kardashian er ekki ennþá búin að jafna sig almennilega eftir hávaðarifrildi sem átti sér stað í apríl.

 

Raunveruleikastjarnan Kourtney Kardashian fagnaði 40 ára afmælis sínu í apríl. Í nýjum þætti af af Keeping Up with the Kardashians, sem sýndur var um helgina, fá áhorfendur innsýn inn í undirbúning veislunnar. Hávaðarifrildi á milli Kourtney og Kim setti strik í reikninginn.

Rifrildið hófst þegar Kourtney bað Kim um að aðstoða sig við að velja föt fyrir afmælisveisluna en Kim brást við með því að saka Kourtney um að herma eftir sér þegar kemur að klæðaburði og stíl.

Kourtney greindi þá frá því á Twitter í dag að tilhugsunin um rifrildið gerði hana ennþá brjálaða þótt það sé ansi langt um liðið.

Brot úr umræddum þætti má sjá hér fyrir neðan.

- Advertisement -

Athugasemdir