Miðvikudagur 24. júlí, 2024
10.8 C
Reykjavik

Kvikmyndir: Hver er morðinginn?

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Það er fátt betra en klassísk morðgáta á dimmu vetrarkvöldi

 

Engin undankomuleið

Árið 2017 var Murder on the Orient Express frumsýnd í kvikmyndahúsum landsins. Hér er á ferðinni endurgerð af frægri mynd sem kom út árið 1974 byggð á sögu Agöthu Christie. Belgíski leynilögreglumaðurinn sérvitri Hercule Poirot er á leið til Vestur-Evrópu á fyrsta farrými Austurlandahraðlestarinnar.

Nótt eina er einn af farþegunum myrtur í svefni og þar sem lestin er teppt vegna snjóskriðu sem hylur lestarteinana fær Hercule tíma og tækifæri til að rannsaka málið, raða saman sönnunargögnunum og finna morðingjann áður en lögreglan kemur um borð. Myndin skartar úrvalsliði leikara svo sem Johnny Depp, Judi Dench og Penelope Cruz en í þetta sinn fer Kenneth Brannagh með hlutverk Poirot.

Uppi og niðri

Í myndinni Gosford Park má glöggt sjá stéttaskiptinguna sem ríkti í Englandi á árum áður. Á efri hæðum sveitasetursins býr Sir William McCordle ásamt mun yngri eiginkonu sinni Lady Sylviu. Þau lifa hinu ljúfa lífi og skemmta sér við skotveiðar, útreiðar og veisluhöld. Niðri vinna þjónarnir baki brotnu undir stjórn yfirþjónsins Mr. Jennings og húsfreyjunnar fröken Wilson.

- Auglýsing -

Hvort sem þeim líkar það vel eða illa þá vita allir hver þeirra staða er. Einn góðan dag breytist allt þegar Sir William býður í skotveiðiveislu og vinir hans og þjónar þeirra hleypa öllu í bál og brand. Þar með hefst saga af lygum, svikum, hefnd, biturð, peningum og ást – og svo auðvitað morði.

Flækjur

Í klassísku kvikmyndinni The Big Sleep, sem er byggð á vinsælum bókum Raymond Chandler, kynnumst við einkaspæjaranum Philip Marlowe. Hann er í upphafi ráðinn af afar ríkri fjölskyldu til að stöðva fjárkúgara sem hefur verið að áreita yngri systurina, Carmen. Eldri systirin, Vivian, vill þó meina að faðir hennar hafi ráðið Marlowe til að rannsaka allt annað mál. Með tímanum flækist málið til muna, og söguþráður myndarinnar með, og á endanum er það orðið að morðgátu.

- Auglýsing -

Glæpur eða leikur

Smáþjófurinn Harry Lockhart er á flótta í Los Angeles undan lögreglunni eftir misheppnað rán en ratar óvart í leikprufu fyrir hlutverk rannsóknarlögreglumanns í kvikmynd. Hann fær hlutverkið og er boðið í ekta Hollywood-partí. Þar hittir hann einkaspæjarann Perry van Shrike sem stingur upp á að hann taki þátt í því að rannsaka glæp til að undirbúa sig fyrir hlutverkið. Harry og Petty flækjast inn í flókið morðmál. Kiss Kiss Bang Bang er skemmtileg mynd í nýtískulegum noir-stíl.

Texti / Hildur Friðriksdóttir

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -