• Orðrómur

Bakað sætkartöflu- og grænkálssalat sem við elskum

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Þetta bragðmikla salat sló í gegn í tilraunaeldhúsi Gestgjafans. Það getur vel verið aðalréttur en það er líka gott að bera það fram sem meðlæti með fisk- eða kjötréttum. Ekki bara bragðgott og hollt heldur líka litríkt og fallegt.

Bakað sætkartöflu- og grænkálssalat

2 sætar kartöflur
2 msk. harissa-kryddmauk
4 msk. ólífuolía
50 g grænkál
1 tsk. Maldon-salt
100 g fetaostur
4 msk. graskersfræ
8 radísur

Hitið ofninn í 200°C. Skrælið sætu kartöflurnar og skerið þær í litla teninga. Blandið harissa-mauki og þremur msk. af ólífuolíu saman í skál. Veltið sætu kartöflunum upp úr olíublöndunni og dreifið þeim á bökunarplötu með bökunarpappír. Bakið í 15-20 mín. Setjið til hliðar.

- Auglýsing -

Skolið og þerrið grænkálið. Skerið stóra stilkinn frá og rífið það niður í lítil blöð. Veltið því upp úr einni msk. af ólífuolíu, salti og dreifið á bökunarplötu með bökunarpappír. Bakið í 15 mín.

Blandið sætkartöflubitunum og grænkálinu saman í skál. Myljið fetaostinn saman við og látið graskersfræin saman við. Skerið radísurnar í þunnar sneiðar og bætið við.

Salatsósa

safi úr ½ límónu
1 tsk. dijon-sinnep
1 msk. hunang
1 dl ólífuolía
salt og svartur pipar

- Auglýsing -

Setjið allt hráefnið í skál og hrærið. Blandið sósunni saman við salatið eða berið hana fram til hliðar.

Umsjón / Sólveig Jónsdóttir
Stílisti / Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir
Myndir / Aldís Pálsdóttir

Gestgjafinn er vandað fagtímarit um mat, vín og ferðalög. Allar uppskriftir í matarþáttum blaðsins eru þróaðar, eldaðar og prófaðar í tilraunaeldhúsi Gestgjafans. Blaðið fæst í öllum helstu matvöruverslunum og bókabúðum en einnig er hægt að gerast áskrifandi í vefverslun.

Veistu meira um málið?

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Eina fagtímaritið um mat og vín á Íslandi

Gestgjafinn

Tryggðu þér áskrift á 1.790 kr. á mánuði eða kauptu stakt blað á 1.890 kr.

- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -