Laugardagur 2. nóvember, 2024
3.3 C
Reykjavik

Bjór og nokkur af mörgum andlitum hans

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Á morgun, 1. mars, eru liðin 30 ár frá því að 74 ára bjórbanni á Íslandi var aflétt. Fyrsta daginn eftir að bjórbanninu var aflétt var hægt að fá fimm bjórtegundir í vínbúðum í Reykjavík. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar og bjórúrval er orðið ansi gott á Íslandi. Í tilefni af þessum tímamótum skoðum við hér ýmsar gerðir af bjór.

Pale ale

Pale ale er upprunalega breskur bjórstíll.

Segja má að það hafi verið pale ale sem kom handverksbjórabyltingunni af stað í Bandaríkjunum, þó að það sé í raun of mikil einföldun, en þessi bjórstíll lék stórt hlutverk í gríðarlegum vinsældum craft-bjóra þar í landi. Pale ale er upprunalega breskur bjórstíll þar sem malt er í forgrunni en Bandaríkjamenn hafa með tímanum þróað sinn eigin stíl sem er mun humlaðari og yfirleitt með aðeins hærri áfengisprósentu.

India pale ale (IPA)

Upprunalega þróaðist þessi bjórstíll til að þola langan flutning sjóleiðis frá Bretlandi til Indlands og var hærra áfengismagn sem og meira magn humla það sem gerði útslagið. Eins og með pale ale þá er mikill munur á breskum IPA, sem er frekar maltaður og með minni humlailm, og bandarískum, sem er með mun meiri áherslu á humlana. Imperial IPA/Double IPA er svo afbrigði af IPA sem inniheldur meira magn (stundum helmingi) malts og humla og eru þar af leiðandi hærri í áfengismagni og mun bragðmeiri. Tripla IPA er líka til og þarf sennilega ekki að útskýra mikið nánar. New England IPA (NE IPA) er svo nýjasta afbrigði IPA-fjölskyldunnar og einkennast þeir bjórar af minni beiskju en hinir venjulegu IPA og eru með mun meiri humlailm og -bragð.

Stout

Þessi dökki bjórstíll kom fram í byrjun 18. aldar og var hann oft kenndur við sterkari útgáfur af porterum, sem er svo með annan dökkan bjórstíl. Munurinn á porter og stout hefur síðan farið fram og til baka í gegnum aldirnar og má færa rök fyrir því að hann sé nánast enginn í dag. Dry Stout (t.d. Guiness), milk stout (bruggaður með laktósa) og oatmeal stout (bruggaður með höfrum) eru nokkur dæmi um mismunandi afbrigði stout (státa). Imperial stout er svo enn eitt afbrigðið og rétt eins og með Imperial IPA þá inniheldur hann mun meira af malti og humlum sem gerir hann bragðmeiri og sterkari. Það sem þeir eiga allir sameiginlegt er að þeir eru allir kolsvartir með ristuðum tónum.

- Auglýsing -

Hveitibjór

Í hveitibjór er hveiti notað til helmings á móti byggi.

Eins og nafnið gefur til kynna er hveiti notað til helmings á móti byggi sem gefur bjórnum hið skýjaða útlit. Það eru strangt til tekið 3 afbrigði hveitibjórs – hinn belgíski Witbier, þýskur Hefeweissen og svo að sjálfssögðu amerískur hveitibjór. Munurinn milli Witbier og Hefeweissen liggur í gerinu en einnig tíðkast að nota kóríander og appelsínubörk í Witbier, sem er augljóslega gróft brot á hinum þýsku bjórlögum (Reinheitsgebot). Amerískur hveitibjór er svo hlutlausasti og humlaðasta útgáfa hveitibjórana.

Lager

- Auglýsing -

Í raun mætti flokka alla bjóra í tvo flokka – lager og öl. Það sem einkennir lagerbjórinn er að hann gerjast við mun lægra hitastig en öl og verður þ.a.l. mun bragðminni. Yfirleitt er lagerbjórinn ljósgullinn á litinn og frekar bragðlítill í samanburði við ofangreinda bjóra.

Pilsner

Pilsner er uppruninn í tékkneska bænum Pilsen.

Því miður höfum við í gegnum tíðina fest orðið pilsner við áfengislítinn (2,25%) bjór en í raun er þetta gríðarlega merkilegur bjórstíll. Í grunninn er þetta lagerbjór sem er uppruninn í tékkneska bænum Pilsen (Plzeň) og var á þeim tíma einn fyrsti ljósi lagerbjórinn sem var framleiddur. Yfirleitt er hann bragðmeiri og aðeins beiskari en hinn venjulegi lagerbjór en klassískur pilsner á engu að síður að vera brakandi og frekar léttur. Þýskur pilsner kom svo í kjölfarið á hinum tékkneska sökum vinsældar hans og er oft léttari.

Umsjón / Eymar Plédel Jónsson og Dominique Plédel

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -