Mánudagur 15. júlí, 2024
14.8 C
Reykjavik

Byggbuff með papriku- og hnetusósu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Bygg hefur mjög lágan sykurstuðul og inniheldur flókin kolvetni. Einnig er það mjög trefjaríkt og því sérlega gott fyrir meltinguna. Bygg er líka saðsamt og bragðgott og ekki skemmir fyrir að það er ræktað hér á landi.

 

Byggbuff með papriku- og hnetusósu

fyrir 4

1 laukur                                                                                               4 hvítlauksgeirar
1 lítið spergilkáls(brokkólí)höfuð
250 g sætar kartöflur, eldaðar
3 dl bankabygg, eldað skv. leiðbeiningum á umbúðum
½ ferskt chili-aldin, fræhreinsað
1 tsk. garaam masala
1 tsk. engifer
1 tsk. karrí
1 tsk. sjávarsalt
½ tsk. túrmerik
2 tsk. paprika
smakkið til með nýmöluðum svörtum pipar
3-4 msk. olía, til steikingar

Skerið lauk, hvítlauk og spergilkál í grófa bita og setjið í matvinnsluvél og látið ganga í stutta stund. Setjið elduðu sætkartöflurnar og bankabyggið út í ásamt kryddinu og látið ganga áfram þar til allt samlagast vel. Blandan á að vera nokkuð stíf. Kælið í 30-60 mínútur í ísskáp. Þá er betra að móta buffin. Búið til 6-8 buff úr deiginu og steikið í nokkrar mínútur á pönnu þar til þau verða gullinbrún.

Hnetu- og paprikusósa
2 kúfaðar msk. gróft hnetusmjör
safi úr einni límónu
½ dl vatn
1 appelsínugul paprika
2 hvítlauksrif
1 tsk. salt
1 ½ tsk pipar

- Auglýsing -

Setjið allt í blandara eða matvinnsluvél og látið ganga þar til það er vel samlagað. Best er að nota appelsíngula papriku því þá verður sósan svo falleg á litinn.

 

Umsjón/ Bergþóra Jónsdóttir

- Auglýsing -

Stílisti/ Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir

Myndir/ Hákon Davíð Björnsson

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -