Miðvikudagur 24. júlí, 2024
12.8 C
Reykjavik

Fersk byrjun á nýju ári – Indverskt kjúklingabaunasalat

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Brakandi ferskt grænmeti og kryddjurtir eru lykillinn að góðu salati, síðan er nauðsynlegt að bæta við góðu prótíni og gómsætri salatsósu og þú ert komin með fullkomna máltíð. Gott er að bera salatsósur fram í lítilli skál eða könnu með salatinu, þannig getur hver og einn bætt við eftir smekk.

 

Indverskt kjúklingabaunasalat
fyrir 4

Salatsósa
4 msk. olía til steikingar
2 tsk. fenníkufræ
2 tsk. sinnepsfræ
2 tsk. kóríanderfræ
½-1 dl mangó-chutney
safi úr 1límónu
3-4 msk. vatn
3 tsk. sojasósa

Hitið olíu á pönnu og steikið fræin þar til þau fara að poppa. Bætið þá mangó-chutney út á pönnuna og hrærið vel saman. Takið af hitanum og hrærið límónusafa, vatni og sojasósu saman við. Látið kólna.

1-2 stk. naan-brauð
1 msk. olía
1 dós kjúklingabaunir
2 gulrætur, flysjaðar og rifnar gróft
1 gúrka, skorin í litla bita
4 vorlaukar, smátt skornir
1 poki radísur, þunnt sneiddar
1 búnt salat, t.d. blandað salat
250 g kirsuberjatómatar
2 rauð chili-aldin, skorin þunnt
hnefafylli ferskur kóríander, gróft
saxaður
hnefafylli fersk mynta, gróft söxuð
1-2 límónur, skornar í báta

Penslið naan-brauð með olíu og hitið í ofni í 5-10 mín. Skolið kjúklingabaunir vel og setjið í skál ásamt öllu hráefninu nema naan-brauði og límónubátum. Setjið á fallegan disk og dreifið salatsósu yfir salatið. Rífið naan-brauðið gróft og dreifið yfir, berið fram með límónubátum.

Umsjón / Kristín Dröfn Einarsdóttir
Myndir / Ernir Eyjólfsson
Stílisti / Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -