• Orðrómur

Frábær eggaldinbaka – aðal eða auka!

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Þennan geggjaða rétt er gott að bera fram með fiski eða kjúklingi en hann getur auðveldlega staðið sem aðalréttur borinn fram með góðu brauði og salati.

Eggaldinbaka

1 klst. og 10 mín.
3 lítil eggaldin
2 msk. ólífuolía
1 tsk. salt
1 flaska maukaðir tómatar (tómatpassata)
3 msk. ferskt óreganó, saxað
4 msk. fersk basilíka, söxuð
1 tsk. svartur pipar
3 egg
400 g kotasæla
50 g + 2 msk. parmesan-ostur, rifinn

Hitið ofninn í 200°C. Skolið og skerið eggaldinin í frekar þunnar sneiðar eftir endilöngu. Raðið þeim á bökunarplötu með bökunarpappír, dreypið ólífuolíunni yfir og stráið salti ofan á. Bakið í 25 mín.

Setjið maukaða tómata í skál og blandið óreganó, basilíku og pipar saman við.

- Auglýsing -

Takið fram aðra skál og blandið eggjum, kotasælu og 50 g af rifnum parmesan-osti saman.

Raðið einföldu lagi af eggaldinsneiðum í eldfast mót. Jafnið tómatblönduna ofan á og
dreifið kotasælublöndunni þar yfir. Raðið öðru lagi af eggaldinsneiðum ofan á, tómatblöndu og loks kotasælublöndu og endurtakið þar til eggaldinsneiðarnar eru uppurnar.

Endið á því að setja kotasælublöndu efst og dreifið 2 msk. af rifnum parmesan-osti ofan á áður en mótið er sett inn í ofn og rétturinn bakaður í um 30 mín. eða þar til osturinn byrjar að brúnast örlítið.

- Auglýsing -

Umsjón / Sólveig Jónsdóttir
Stílisti / Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir
Myndir / Aldís Pálsdóttir

Gestgjafinn er vandað fagtímarit um mat, vín og ferðalög. Allar uppskriftir í matarþáttum blaðsins eru þróaðar, eldaðar og prófaðar í tilraunaeldhúsi Gestgjafans. Blaðið fæst í öllum helstu matvöruverslunum og bókabúðum en einnig er hægt að gerast áskrifandi í vefverslun.

Veistu meira um málið?

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Eina fagtímaritið um mat og vín á Íslandi

Gestgjafinn

Tryggðu þér áskrift á 1.790 kr. á mánuði eða kauptu stakt blað á 1.890 kr.

- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -