Fimmtudagur 18. júlí, 2024
10.8 C
Reykjavik

Heit „pönnukaka“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Pottjárnspönnur henta vel í rétti sem eru fyrst eldaðir á hellunni og síðan kláraðir í ofni.

 

Síðan má gjarnan baka í þeim eins og gert er hér. Auðvitað má nota venjuleg kökuform en gætið bara að bökunartímanum, hann getur verið afar mismunandi eftir stærð og gerð formanna.

Jarðarberjakaka
fyrir 4

Þetta er lítil uppskrift sem passar í litla pönnu eða form, en hana má auðveldlega tvöfalda.

1 ½ dl hveiti
½ dl maizena-mjöl
1 tsk. lyftiduft
½ tsk. salt
¼ tsk. matarsódi
50 g smjör, brætt
½ dl hunang
2 egg
1 ½ dl grísk jógúrt
1 vanillustöng
1 msk. sykur
u.þ.b. 200 g fersk jarðarber
2-3 msk. púðursykur

Hitið ofn í 180°C. Blandið saman þurrefnum í skál. Bræðið smjör á pönnunni sem á að baka kökuna í (hér voru notaðar tvær pönnur u.þ.b. 15 cm í þvermál, eins má nota eina sem er u.þ.b. 22 cm í þvermál) og veltið henni til þannig að smjörið fari vel upp á hliðarnar. Hrærið saman hunang, egg, jógúrt og brædda smjörið.

- Auglýsing -

Kljúfið vanillustöngina og skafið fræin úr með oddhvössum hníf, blandið fræjunum saman við 1 msk. af sykri og látið út í. Hrærið blönduna létt saman við þurrefnin með sleikju eða sleif, ekki hræra of mikið.

Setjið u.þ.b. helminginn af jarðarberjunum út í og hrærið varlega. Hellið deiginu í pönnuna og dreifið restinni af jarðarberjunum yfir. Stráið púðursykri yfir og bakið í 25-30 mín. Athugið að bökunartíminn fer eftir stærð pönnunnar/formsins sem bakað er í.

Gott er að stinga prjóni/hníf í miðjuna, ef hann kemur hreinn út er kakan tilbúin. Berið kökuna fram volga, gjarnan með rjóma eða ís.

- Auglýsing -

Umsjón / Kristín Dröfn Einarsdóttir
Mynd / Óli Magg
Stílisti / ÓlöfJakobína

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -