Fimmtudagur 25. apríl, 2024
5.1 C
Reykjavik

Hrikalega gott grænmetissítrónupasta – það verður ekki einfaldara

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þegar elda á fljótlegan rétt í miðri viku er sniðugt að kippa með sér þurrkuðu pasta úr búðinni enda er auðvelt að elda það og pastað býður upp á nánast endalausa möguleika.

Sítrónupasta með rifnum kúrbít og chili-flögum

fyrir 3-4

4 meðalstórir kúrbítar
1 msk. gróft sjávarsalt
400 g spagettí eða linguini
2 msk. ólífuolía
3 hvítlauksgeirar, skornir í þunnar sneiðar
1 tsk. chili-flögur
1 msk. sítrónubörkur, rifinn
20 g smjör
½ tsk. nýmalaður svartur pipar
30 g parmesanostur, rifinn

Rífið kúrbítinn í matvinnsluvél eða notið gróft rifjárn, setjið í sigti og sáldrið grófu sjávarsalti yfir og setjið til hliðar. Sjóðið spagettí í stórum potti með vel söltuðu vatni. Steikið hvítlauk og chiliflögur upp úr ólífuolíu þar til það fer að ilma, u.þ.b. 1 mín.

Kreistið vökvann úr kúrbítnum og flytjið yfir á pönnu. Steikið þar til kúrbíturinn þornar eilítið. Flytjið pastað yfir á pönnuna ásamt sítrónuberki, smjöri, svörtum pipar og rifnum parmesanosti. Veltið öllu vel saman og bætið við smávegis af pastavatni þar til kúrbíturinn loðir við pastað.

Smakkið og bragðbætið með salti, pipar og chiliflögum ef þarf. Berið fram með parmesanosti og chili-flögum til hliðar.

Umsjón / Nanna Teitsdóttir
Stílisti / Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir
Myndir / Hákon Davíð Björnsson

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -