Föstudagur 12. júlí, 2024
12.8 C
Reykjavik

Opin blaðlauks- og kartöflubaka sem auðvelt er að gera

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hér kemur uppskrift að gómsætri opinni blaðlauks- og kartöfluböku. Opnar bökur ganga einnig undir nafninu galettur og eru heillandi sökum þess hversu einfalt er að búa þær til, því aflagaðri sem þær eru því fallegri eru þær þannig að ekki þarf fínlegt handbragð til að búa þær til.

 

Pistasíubotn

25 g pistasíuhnetur
175 g hveiti
1 tsk. salt
100 g smjör, skorið í teninga og kælt
¾ dl ískalt vatn

Fylling

4 blaðlaukar, grænu topparnir skornir af og ljósi hlutinn skorinn í tvennt langsum
2 msk. ólífuolía
10 g smjör
1 tsk. salt
½ tsk. svartur pipar
125 g geitaostur
2 hvítlauksgeirar, saxaðir eða þrýst í gegnum pressu
2 stórar kartöflur, skornar í þunnar sneiðar
gróft sjávarsalt
20 g blámygluostur
1 msk. timíanlauf
1 egg, hrært

Byrjið á því að búa til botninn. Setjið pistasíuhneturnar í matvinnsluvél og hakkið. Bætið við hveiti og salti og blandið saman. Bætið kalda smjörinu saman við og blandið þar til deigið minnir á gróft mjöl.

- Auglýsing -

Hellið ísvatninu saman við í smáum skömmtum þar til deigið samlagast, það gæti þurft aðeins minna eða aðeins meira vatn. Hellið deiginu úr matvinnsluvélinni, mótið kúlu og klappið hana síðan niður til að fletja hana aðeins út. Vefjið í plastfilmu og setjið í kæli í u.þ.b. 30-40 mín. Undirbúið fyllinguna á meðan deigið kólnar. Hitið ofn í 200°C án blásturs.

Leggið blaðlaukinn í lítið eldfast mót og sáldrið 2 msk. af ólífuolíu yfir ásamt salti og pipar, leggið smjörið í mótið. Hellið 2-3 msk. af vatni í mótið og hyljið vel með álpappír. Bakið í miðjum ofni í 20 mín. eða þar til þeir hafa mýkst alveg, takið álpappírinn af og bakið í 10 mín. til viðbótar eða þar til laukurinn gyllist.

Setjið til hliðar og látið kólna í svolitla stund, skerið í bita. Leggið deigið á hveitistráðan flöt og fletjið út í 30 cm hring. Hrærið geitaost saman við 1 msk. af ólífuolíu og saxaðan hvítlauk og smyrjið því yfir botninn á deiginu, skiljið 3 cm autt svæði við endana.

- Auglýsing -

Setjið 1/3 af blaðlauknum ofan á smyrjuna, raðið helmingnum af kartöflusneiðunum yfir, myljið helminginn af blámygluostinum ofan á kartöflurnar og sáldrið grófu sjávarsalti yfir. Endurtakið og endið á síðasta þriðjungnum af blaðlauknum. Sáldrið ólífuolíu yfir fyllinguna og brettið endana yfir hana. Penslið með hrærðu eggi og bakið í miðjum ofni í 35-45 mín. eða þar til bakan er orðin fallega gyllt og stökk.

Stílisti / Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir
Myndir / Hallur Karlsson

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -