Fimmtudagur 28. mars, 2024
1.8 C
Reykjavik

Súkkulaðimedalíur fyrir sanna sælkera

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ofureinfalt konfekt þar sem möguleikarnir eru endalausir.

 

Súkkulaðimedalíur
u.þ.b. 25 medalíur

200 g dökkt súkkulaði, 50-70%

Hráefni til skrauts, t.d. kakónibbur, saxaðar pístasíur, hakkaðar heslihnetur, goji-ber, sneiddar þurrkaðar fíkjur og glitrandi skrautsykur. Hér eru möguleikarnir endalausir.

Takið fram ofnplötu og leggið smjörpappír ofan á. Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði og gætið að því að botninn á skálinni komist ekki í snertingu við hægsjóðandi vatnið.

Notið skeið til að hrúga bræddu súkkulaði ofan á smjörpappírinn og dreifið úr með skeið eða litlum hníf til að mynda disk á stærð við tíkall. Skreytið að vild.

- Auglýsing -

Setjið plötuna í kæli og geymið þar til bera á konfektið fram, a.m.k. 30 mín.

Umsjón / Bergþóra Jónsdóttir og Nanna Teitsdóttir
Stílisti / Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir
Myndir / Heiðdís Guðbjörg Gunnarsdóttir

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -