Föstudagur 6. desember, 2024
-3.2 C
Reykjavik

Þetta er perukaka sem allir verða að baka

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fljótleg, gómsæt og ódýr.

 

Perukaka

8-10 sneiðar

120 g mjúkt smjör
1 ½ dl sykur
3 egg
½ tsk. möndludropar
2 dl möndlumjöl
1 dl hveiti
1 tsk. lyftiduft
4-5 litlar perur, eða 3-4 venjulegar
½-1 dl möndluflögur
flórsykur til að sigta yfir (má sleppa)

Hitið ofn í 190°C. Hrærið saman smjör og sykur þar til blandan er létt og ljós. Bætið þá eggjum út í einu í einu og hrærið vel á milli. Setjið möndludropa saman við og hrærið. Blandið möndlumjöli, hveiti og lyftiduft saman og hrærið varlega saman við með sleikju þar til allt er vel samalagað.

Setjið bökunarpappír í botninn á smelluformi sem er 22-24 cm í þvermál og smyrjið hliðarnar. Dreifið deiginu í formið. Afhýðið, kjarnhreinsið og skerið perurnar í 4-6 parta. Raðið perunum ofan í deigið og bakið kökuna í 20-25 mín. Dreifið þá möndluflögum yfir og bakið áfram í 10 mín. eða þar til miðjan á kökunni er orðin nokkuð stíf viðkomu.

Látið kólna lítillega, sigtið gjarnan flórsykur yfir kökuna og berið hana
síðan fram með mascarpone-kremi eða þeyttum rjóma.

- Auglýsing -

Appelsínu-mascarpone-krem
200 g mascarpone-ostur
börkur og safi úr 1 appelsínu
2 msk. grand marnier (eða annar ávaxtalíkjör)
2-4 msk. flórsykur

Hrærið allt vel saman og bragðbætið með flórsykri eftir smekk.

Umsjón / Kristín Dröfn Einarsdóttir
Stílisti / Ólöf Jakobína Ernudóttir
Myndir / Aldís Pálsdóttir

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -