Miðvikudagur 17. júlí, 2024
11.8 C
Reykjavik

Tveir frábærir blómkálsréttir

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Blómkál er spennandi hráefni sem hægt er að nýta á margvíslegan máta. Það er hægt að grilla, nota í súpur og salöt, ofnrétti, pizzabotna og margt annað. Hér gefum við ykkur uppskriftir að bökuðu blómkáli og ristuðum blómkálsbitum sem okkur finnst verulega góðir.

 

Bakað blómkál með kryddi

fyrir 4

4 lítil blómkálshöfuð

Kryddblanda
4 msk. teryaki-sósa
2 msk. sojasósa
4 msk. olía
1 msk. hunang
1 msk. paprika
¼ tsk. chili-flögur
salt og pipar

Hitið ofninn í 200°C. Sjóðið blómkálshausana í saltvatni í 8 mín. Setjið þá í ofnskúffu eða í fat. Blandið öllu sem fer í kryddblönduna saman og penslið yfir blómkálið. Bakið kálið í 15-20 mín., penslið öðru hverju með kryddblöndunni á meðan á bökunartímanum stendur.

Ristaðir blómkálsbitar

fyrir 4-6

- Auglýsing -

1 kg blómkál, skipt niður í munnbitastærð
3-4 msk. ólífuolía
1 tsk. tímían (2 tsk. ef notað er ferskt)
½ tsk. salt
nýmalaður pipar
2 msk. balsam- eða sérríedik
1 dl rifinn parmesanostur

Hitið ofninn í 210°C og setjið bökunarpappír í botninn á ofnskúffu. Dreifið blómkálinu á pappírinn, dreypið olíunni yfir og stráið kryddi, salti og pipar yfir. Bakið kálið í 15-20 mín. Takið út úr ofninum, dreypið ediki yfir, stráið síðan osti ofan á og bakið áfram í 10 mín. í viðbót.

Umsjón / Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir og Sigríður Björk Bragadóttir
Mynd / Rut Sigurðardóttir

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -