Þriðjudagur 30. apríl, 2024
4.1 C
Reykjavik

Geir horfði á eiginkonuna hverfa: „Mér finnst hún farin frá mér“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hvernig yrði það ef Geir myndi hitta aðra konu? „Börnin okkar höfðu sagt við mig reglulega: „pabbi, þú breytir ekki líðan mömmu. Hún er komin á stofnun og býr þar. Ef þú kynnist konu eða eignast vinkonu, ekki hika við að njóta þess.“ Þau hafa algjörlega komist í sátt við þá tilhugsun og segja: „þetta er þitt líf.“

Þrátt fyrir þessi orð barnanna þeirra hefur Geir ekki eignast vinkonu. Hann er mjög félagslyndur, stundar sund, er í stjórn Félags eldri borgara í Reykjavík, syngur í karlakór og er í Frímúrarareglunni. Geir segir af tilhlökkun við vefmiðilinn Lifðu núna að „félagsstarfið þar sé að hefjast á næstu vikum og að hann sé farinn að dusta rykið af kjólfötunum.“

Hjónin Sigurbjörg Jóna Gestsdóttir og Geir Agnar Guðsteinsson hafa verið saman í 40 ár og eiga þau samtals 4 börn, 11 barnabörn og eitt barnabarnabarn. Í dag býr Sigurbjörg á hjúkrunarheimilinu Eir, en hún hefur verið veik af alzheimer í fimm ár. Geir býr einn í íbúðinni sem þau fluttust í ári áður en hún fór á stofnun, en hann kemur reglulega og heimsækir hana. Því miður hefur sjúkdómurinn versnað, en hann segir að hún átti sig ekki lengur alveg á hver hann er. Geir segist sakna hennar: „mér finnst hún farin svolítið frá mér. Alzheimer er verri en ýmsir aðrir sjúkdómar. Fólk fær krabbamein og deyr, eða heilablóðfall og deyr, en þeir sem fá alzheimer hverfa bara út í bláinn,“

Geir starfaði sem blaðamaður og við ritstjórn í áratug, en er nú farinn að minnka við sig vinnuna. Sigurbjörg, eða „Sissa“ eins og hún hefur verið kölluð, vann sem röntgentæknir, en var líka mjög fott söngkona og söng í Fílharmoníukórnum. Geir spilar stundum tónlist fyrir hana, þegar hann heimsækir hana á Eir. „Hún lærði söng og gaf út disk sjálf og stundum hlustar hún á sjálfa og segir: ég þekki þetta, ég söng þetta.“

Á árunum 2012–2013 fór Geir að verða var við að Sissa var farin að endurtaka sig og gleyma nöfnum „ég hélt að við værum orðin gömul og það væri ekki óeðlilegt að hún væri farin að gleyma nöfnum, ég gerði það stundum sjálfur. Ég tengdi það alls ekki við heilabilun, hreint ekki,“ rifjar hann upp. „Sissa fór að verða reið út í sjálfa sig fyrir að muna ekki ýmislegt og ég fór að verða undrandi og segja við hana: „Sissa, þú hlýtur að muna þetta.“ Að lokum leituðu þau til læknis. „Hún var ekki greind strax og heimilislæknirinn taldi að það væri aldurinn sem við værum að glíma við,“ segir Geir. Þannig gekk þetta í nokkur ár.

Það var svo árið 2016 sem Sissa var greind með alzheimer. Sissa á tvær systur og þær tóku að sér að vera með henni dag og dag á þessu tímabili. Einn daginn fóru hjónin í jarðaför: „þá stendur hún upp í miðri athöfn og segir stundarhátt. „Þetta er gott, nú förum við heim.“ Hún tjáði þá að sér þætti þetta nú orðið alltof langt og hvern væri eiginlega verið að jarða? Uppákoman olli uppnámi í jarðarförinni,“ og segir Geir og þau hættu að fara jafnmikið út saman eftir þetta.

- Auglýsing -

Geir er í dag um sjötugt og orðinn einn. Hann segir að: „hann hafi átti erfitt eftir að hún fór upp á Akranes og á Eir. Stundum fór ég út í bíltúr á kvöldin, en ég fór ekki út að skemmta mér. En það er ennþá þannig að mér finnst leiðinlegt að vera einn. Ég er ekki alltaf hjá börnunum, ég verð að leyfa þeim að lifa sínu eigin lífi. Þegar Covid skall á, varð þetta enn verra. Enginn maki heima til að tala við. Ég fer ekki til Sissu á hverjum degi. Mér er ráðlagt að vera ekki alltaf hjá henni, en fer að jafnaði einu sinni í viku, hún er ekki alveg horfin mér, en ég sakna hennar alltaf.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -