Föstudagur 26. apríl, 2024
4.1 C
Reykjavik

Vilborg Arna um Tomasz: „Allra þyngsti bakpokinn á mínum ferli og hæsta fjallið að klífa“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Eins og fram kom í Mannlífi í dag hefur kona sakað fjallgöngumanninn Tomasz Þór Veruson um ofbeldi gagnvart sér og í kjölfarið hafa nokkrar konur stigið fram og sagt það sama eða svipaða hluti.

Konan ritaði meðal annars:

„Ég lagði bílnum og rölti inn án þess að taka eftir honum. Hann kom á eftir mér og ruddist inn til mín þegar ég opnaði útidyrahurðina. Hann gekk það harkalega í skrokk á mér að önnur hlið líkama míns varð blá og marin. Þarna var ég um 48 kg og ég tók á öllu mínu til að verjast honum, 2ja metra háum manni í miklu uppnámi. Íbúðin var einnig illa leikin og braut hann m.a. sófa, myndir og tók símann minn.“

Ein af þeim sem var kærasta Tomaszar Þórs er afrekskonan Vilborg Arna Gissurardóttir, en hún tjáði sig í athugasemdum við færslu konunnar í hópnum Fjallastelpur – umræðuhópur um útivist á Íslandi fyrir konur.

„Þetta er líka fyrrverandi kærastinn minn og ég tek undir þín orð. Viðkomandi var einnig samstarfsaðili minn um tíma og það hefur verið erfitt að burðast með þetta farg á herðunum, allra þyngsti bakpokinn á mínum ferli og hæsta fjallið að klífa. Svona lífs­reynsla mark­ar mann fyr­ir lífstíð og skil­ur eft­ir ör á sál­inni. Með aðstoð góðs fólks og tím­an­um grynnka örin þó þau hverfi kannski aldrei al­veg.“

Vilborg sagði í samtali við Mannlíf að hún hyggðist ekki tjá sig meira um málið að svo stöddu.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -