Þriðjudagur 30. apríl, 2024
1.1 C
Reykjavik

Kristinn hæðist að Páli og Páleyju:„Umfangsmesta lögreglurannsókn á símahvarfi í sögu Lýðveldisins“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ritstjóri Wikileaks, Kristinn Hrafnsson skrifaði í gærkvöldi færslu á Facebook þar sem hann dregur Pál Steingrímsson og Páleyju Borgþórsdóttur sundur og saman í háði.

Við færsluna birtir Kristinn skjáskot af ljósmynd sem Páll Steingrímsson, skipstjóri og meðlimur í „skæruliðadeild“ Samherja, setur í athugasemd á Facebook en myndin sýnir skotvopn sem Páll segist nota á „hælbíta“ og á þá við blaðamenn sem fjallað hafa um mál Samherja.

„Páll Steingrímsson skipstjóri og skæruliðsforingi Samherja segist vilja nota þetta vopn á myndinni á þá sem fjalla með gagnrýnum hætti um Samherja, blaðamenn og aðra (kallar þá „hælbíta“ og „meindýr“). Ég efast um að það sé varúðarmerking á þessu volduga vopni Páls sem segir NOTIST EKKI Á BLAÐAMENN en það myndi hann líkegast hunsa.

Nú tapaði þessi Páll símanum sínum. Fullyrt er að gögn úr honum hafi komist í hendur blaðamanna sem hafa birt fréttir á grunni þeirra. Páll kærði símastuld til Páleyjar Borgþórsdóttur, lögreglustjóra á Akureyri og hófst þá umfangsmesta lögreglurannsókn á símahvarfi í sögu Lýðveldisins.“

Því næst talar Kristinn um grúsk Páleyju og segir hana hafa fundið lög sem hægt væri að nota gegn blaðamönnunum. Nema hvað að lögin undanskilja einmitt beitingu þeirra gegn blaðamönnum.

„Embætti Páleyjar fann mögulega sökudólga, sum sé blaðamennina sem eitruðu orðin hans Páls og skotvopnið beindust að. Þegar Páley ákveður að skjóta blaðamönnum skelk í bringu finnur hún eftir nokkuð grúsk lög sem sett voru til að verja konur fyrir stafrænu kynferðisofbeldi. Þau eru tiltölulega ný og áttu að vera vopn til að verja fólk, aðallega konur, fyrir hefndarklámi og annari óhæfu eins og að pósta nektarmyndum í óleyfi. Löggjafinn treysti að vísu lögreglunni ekki sérstaklega vel fyrir þessum vopnum og því var sett í lögin skýrt undanþáguákvæði. Þau segja að ekki megi beita þeim gegn fjölmiðlamönnum sem birta efni sem á erindi við almenning. Í lögunum er sum sé varúðarmerking: NOTIST EKKI Á BLAÐAMENN. Þessa varúðarmerkingu hunsar embætti lögreglustýrunnar.“

- Auglýsing -

Í lokaorðum sínum veltir Kristinn því fyrir sér hvort hann teljist vera að brjóta „kynferðisleg friðhelgismörk“ Páls Steingrímssonar með birtingu byssumyndarinnar.

„Nú er spurning hvort ég teljist vera að brjóta „kynferðisleg friðhelgismörk“ Páls Steingrímssonar skipstjóra með því að birta þessa byssumynd. Að sumu leyti er þetta jú nektarmynd því hún sýnir nakinn sannleikann um innræti skæruliðsforingjans. Páll getur hóað í skæruliðafund til að ræða þetta lögfræðilega álitamál með Páleyju og Örnu McClure, lögmanni Samherja – þessari sem sagðist vilja „stinga, snúa og strá salti í sárin“.“

Sjá einnig: Páll Steingrímsson í óhugnanlegu samtali um „hælbíta“: „Ok hvaða cal er best að nota“

- Auglýsing -

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -