Föstudagur 26. apríl, 2024
6.1 C
Reykjavik

Ronaldo fékk sér Botox í punginn: „Bara nokkrar litlar sprautur og fagurfræðilegar lagfæringar“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Cristiano Ronaldo fékk á dögunum fegrunarmeðferð á pung. Vantaði meiri vigt í eistun.

Fyrir nokkrum dögum kom í ljós að leikmaður Manchester United, fótboltagoðsögnin Cristiano Ronaldo, hefði nýverið farið í Botox-meðferð á pung. Íþróttafréttamiðillinn Marca sagði frá þessu en miðillinn ræddi við sérfræðing um málið.

Dr. Esteban Sarmentero útskýrði fyrir Marca hvað nákvæmlega Ronaldo hafi látið gera við punginn. „Ástæður þess að Cristiano Ronaldo lét sprauta Botoxi í punginn eru sennilega tvær: að slétta úr og koma í veg fyrir að pungurinn dragist saman, svo að eistun virki stærri,“ útskýrði Sarmentero. Sérfræðingurinn staðfesti að leikmaðurinn hafi farið í þessa fegrunar meðferð en að þetta hafi verið „ bara nokkrar litlar sprautur og fagurfræðilegar lagfæringar, ekki aðgerð.“

Sagði læknirinn að meðferðin væri sársaukalaus og að Botox væri mikið notað á önnur svæði líkamans, sér í lagi í andliti. En nýlega hafi uppgötvast fleiri not fyrir efnið í meðferðum. „Þetta eru einfaldlega fegrunarmeðferðir sem hafa engan annan tilgang en að bæta kynfæri karla.“

Endurtaka þarf þó meðferðina á hálfs árs fresti. „Maður fer í tvær sprautur á ári og þá er maður góður.“

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -