Þriðjudagur 30. apríl, 2024
1.5 C
Reykjavik

Björk flutti heim því „ofbeldið í Bandaríkjunum er á skala sem ég get ekki einu sinni náð utan um“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Stórstjarnan Björk Guðmundsdóttir bjó afar lengi til skiptis í New York í Bandaríkjunum og á Íslandi; nú hefur hún sagt skilið við búsetu í Bandaríkjunum – býr eingöngu hér á Íslandi, en það er vefmiðillinn DV sem greinir frá þessu.

Björk fór í viðtal við Pitchfork þar sem hún útskýrir hvers vegna hún tók þá ákvörðun að búa á Íslandi:

„Ofbeldið í Bandaríkjunum er á skala sem ég get ekki einu sinni náð utan um. Það að eiga dóttur sem er hálf bandarísk og gengur í skóla sem er 40 mínútum í burtu frá Sandy Hook…“ segir Björk og er þarna að vísa til skotárásinnar sem átti sér stað í Sandy Hook grunnskólanum, 14. desember árið 2012. Þá myrti hinn tvítugi Adam Lanza 26 manns í skólanum; 20 börn á aldrinum 6-7 ára, og sex starfsmenn skólans. Tók síðan eigið líf; en fyrr um daginn hafði Lanza myrt móður sína á heimili þeirra.

Björk lýsir því hvernig íslenskt samfélag bregst allt öðruvísi við harmleikjum heldur en íbúar í Bandaríkjunum:

„Ef ein manneskja er drepin þá finnum við öll fyrir því.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -