Þriðjudagur 30. apríl, 2024
4.1 C
Reykjavik

Vilja ekki að Heimir Örn hætti: „Gegndi engum trúnaðarstörfum þegar slysið átti sér stað“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Nú er ljóst að gamla handboltakempan Heimir Örn Árnason verður áfram forseti bæjarstjórnar á Akureyri.

Heimir Örn er einn af fimm sem hafa verið ákærðir fyrir líkamsmeiðingar af gáleysi; það er vegna fjögurra barna sem slösuðust þegar hoppukastali fauk á loft fyrir einu og hálfu ári síðan á Akureyri.

Er sakborningunum fimm gert að sök að hafa sýnt af sér stórkostlegt aðgæsluleysi sem og vanrækslu við það að tryggja öryggi í leiktækinu.

Í samtali við fréttstofu RÚV sagði bæjarfulltrúi að störf Heimis fyrir bæjarstjórnina á Akureyri væru alveg aðskilin dómsmálinu, og þau sæu ekki ástæðu til breytinga að svo stöddu.

Margir muna vel eftir Heimi úr handboltanum með KA. Hann var lengi vel einn albesti leikmaður landsins.

Meirihlutinn í bæjarstjórn Akureyrar sendi frá sér yfirlýsingu um málið, en þar segir að Heimir hafi ekki verið orðinn forseti bæjarstjórnar þegar slysið varð; hann sé ákærður fyrir hlutverk sitt sem formaður unglingaráðs handknattleiksdeildar KA og KA/Þórs; sé ákærður sem slíkur:

„Forseti bæjarstjórnar skorast ekki undan ábyrgð á nokkurn hátt en rétt er að undirstrika að Heimir Örn Árnason gegndi engum trúnaðarstörfum fyrir sveitarfélagið þegar slysið átti sér stað.

- Auglýsing -

Ákæran fer sína leið fyrir dómstólum og snertir ekki núverandi hlutverk hans innan bæjarstjórnar Akureyrar.“

Þá hefur uppeldisfélag Heimis, KA, einnig sent frá sér yfirlýsingu þar sem hörmuð er sú ákvörðun ákæruvaldsins að ákæra sjálfboðaliða hjá félaginu.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -