Þriðjudagur 30. apríl, 2024
4.1 C
Reykjavik

Samherji segist hafa tapað í Namibíu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Útgerðarisinn Samherji fullyrðir að nærri milljarðs taprekstur hafi verið á Afríkuútgerð fyrirtækisins í Namibíu. Jóhannes Stefánsson, sem áður stýrði starfsemi Samherja í landinu en síðar ljóstraði upp um meintar mútur þess til að komast yfir dýrmætan kvóta, blæs á fullyrðingarnar.

Frá þessu er greint í staðarmiðlinum Namabian Sun. Þar kemur fram að Samherji hafi gefið út yfirlýsingu þess efnis að allan þann tíma sem fyrirtækið starfaði í landinu hafi því aldrei tekist að ná fram hagnaði. Þvert á móti hafi það tapað því sem nemur nærri milljarði króna á rekstrinum. Með þessu tapi vill fyrirtækið rökstyðja að alvarlegar ásakanir gegn því í Namibíu eigi ekki við nein rök að styðjast.

Jóhannes uppljóstrari undrast fullyrðingar útgerðarfyrirtækisins um taprekstur. Hann segir fyrirtækið aðeins kasta fram tölum í fjölmiðla án þess að sýna gögn þar að baki. „Á meðan önnur fyrirtæki sem stunduðu veiðar á hrossamakríl í Namibíu högnuðust gríðarlega segist Samherji hafa tapað í rekstrinum. Með því eru þeir í raun að sanna að hagnaðurinn var fluttur ólöglega úr landinu til dótturfyrirtækja í Póllandi, Bretlandi, Kýpur og Máritaníu. Eins og ég hef áður sagt er þarna á ferðinni peningaþvætti og skattsvik,“ segir Jóhannes í viðtali við staðarmiðilinn.

Jóhannes Stefánsson, uppljóstrari í Samherjamálinu í Namibíu. Mynd/skjáskot RÚV

Björgólfur Jóhannesson, sem starfaði tímabundið sem forstjóri Samherja er Þorsteinn Már Baldvinsson steig til hliðar vegna ásakana um mútur, segir að allar fullyrðingar um rekstarhagnað fyrirtækisins í Namibíu séu villandi. „Niðurstöður sýna að ásakanir um að Samherji hafi gengið frá borði í Namibíu með miklum hagnaði eru gríðarlega villandi. Alvarlegar ásakanir um misnotkun í Namibíu hafa haft mikil áhrif á stjórnendur,“ segir Björgólfur.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -