Þriðjudagur 30. apríl, 2024
4.1 C
Reykjavik

Snæfríður hljóp fram á líkflutninga flóttafólks: „Ó, hvað þetta er sorglegt“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fjölmiðlakonan og rithöfundurinn Snæfríður Ingadóttir var miður sín í morgun eftir að hafa orðið vitni af sorglegum atburði á Tenerife. Þegar hún var á morgunskokki sínu á suðurhluta eyjarinnar hljóp hún fram á líkflutninga flóttafólks.

Snæfríður birti myndband inni í hópi Íslendinga sem búsettir eru á Tenerife af svæðinu sem búið er að loka af vegna flutninganna. Af lýsingu hennar að dæma virðast þónokkrir hafa farist um borð í báti sem kom frá Afríku. „Angist heimsins er nær en maður grunar. Ég fór út að hlaupa í morgun og lögreglan stoppaði mig í götunni minni. Þar er búið að loka af allt svæðið því þar er bátur með flóttamönnum og ég sé að þeir eru búnir að vera að bera líkpokana inn í bíla. Ó, hvað þetta er sorglegt. Þessi fallegi dagur og svona byrjar hann hjá þessu fólki em ekki hefur komist yfir hafið í leit að betra lífi,“ segir Snæfríður.

Á nýliðnu ári varð gífurlega aukning á komu flóttafólks frá Afríku til eyjanna í Kanaríeyjaklasanum. Aðeins eru rúmir 100 kílómetrar þar sem styðst er á milli og á síðasta ári voru skráðir ríflega 11 þúsund afrískir flóttamenn til eyjanna í samanburði við ríflega 2.500 árið þar á undan. Metfjöldi á einni helgi í fyrra voru rúmlega 1.600 flóttamenn sem komu yfir hafið, oft á tíðum á ansi lélegum skipakostum.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -