Þriðjudagur 30. apríl, 2024
8.1 C
Reykjavik

Flöskuskeyti frá Íslandi vekur óhug: „Ég er lokaður inni, ég heyri brimhljóð“ – Morð, segir Rebekka

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Ég er lokaður inni og það er hleri fyrir glugganum, en ég heyri brimhljóð og get rétt aðeins grillt í sjóinn og fjöruna í gegnum gat í hleranum.“

Þetta er hluti úr bréfi sem fannst í flöskuskeyti við Noregsstrendur árið 1972. Bréfið er óhugnanlegt og telur Rebekka Jóhannesdóttir, sem rekur bakarí í Noregi, að bréfritari hafi verið myrtur. Rebekka fékk bréfið frá föður sínum. Honum hafði áskotnast það frá norskum vini sem hafði haft það í fórum sínum frá árinu 1972 til 2019.

Í bréfinu er að finna skelfilegar lýsingar af frelsissviptingu. Sé sannleikskorn að finna í bréfinu, þá er nokkur tími síðan atburðirnir áttu sér stað. Þar lýsir karlmaður að hann hafi verið rænt af þremur mönnum og einn þeirra hafi verið bandarískur hermaður. Hann segir hina tvo vera Íslendinga, Geir heitir annar og hinn sé sonur böðulsins Bj. Ben. Kveðst bréfritari vera haldið föngnum í kofa og sé laminn kvölds og morgna. Í kofanum hafi verið ritvél og skráir hann þar sögu sína í von um að verða bjargað. Bréfið má lesa í heild sinni hér fyrir neðan.

Á vefnum timarit.is kemur skamstöfunin Bj. Ben fyrir rúmlega hundrað sinnum. Þar er skammstöfunin oft eignuð Bjarna Benediktssyni, fyrrverandi forsætisráðherra Sjálfstæðisflokksins. Það er því rétt að taka fram að ekki er hægt að fullyrða á nokkurn hátt að í þessari umfjöllun sé átt við fyrrverandi forsætisráðherra. Þá er einnig rétt að geta þess að heitar umræður um bréfið áttu sér stað á samfélagsmiðlum og þar töldu sumir að bréfið væri augljóslega skáldskapur. Sló bréfið í gegn í grúppunni Gamlar ljósmyndir á Facebook og þótti mörgum það skemmtileg gestaþraut, allt þar til það var fjarlægt.

Bréfinu fjarlægt af Facebook

Nýverið fékk Rebekka svo aðgang að hinu dularfulla bréfi sem fær hárin til að rísa. Rebekka deildi fyrst bréfinu í grúppuna gamlar ljósmyndir á Facebook í von um að henni bærist frekari upplýsingar. Þess í stað var bréfinu í tvígang eytt en þá höfðu skapast fjörugar umræður um hið dularfulla bréf.

„Ég held að maðurinn sem skrifaði bréfið hafi verið myrtur,“ sagði Rebekka óskaði eftir að upplýsingum um þann sem mögulega skrifaði hið óhugnanlega bréf.

„Nú vantar mig hjálp.“

- Auglýsing -

Rebekka segir í samtali við Mannlíf að vinur föður hennar hafi fundið flöskuskeytið árið 1972, frekar en árið 1973. „Ég væri mjög mikið til í að láta rannsaka þetta fyrir mig.“ Rebekka heldur áfram:

„Þetta byrjaði þannig að góður vinur föður míns fann flöskuskeytið fyrir 40 árum, skammt frá bústaðnum sínum í Hvaler í Noregi. Hann gleymdi síðan skeytinu í öll þessi ár og fundu það síðan bara aftur nýverið. Þeim fannst þetta skemmtilegt og áhugavert,“ segir Rebekka sem deildi ráðgátunni inn á Facebook-síðuna Gamlar ljósmyndir. Í bæði skiptin áttu sér stað fjörugar umræður. Sumir köstuðu fram fjörugum kenningum á meðan aðrir sögðu að innihaldið skáldskap. Gísli Ásgeirsson, rithöfundur, leiðsögumaður og íslenskufræðingur sagði bréfið skemmtilegt en væri skáldskapur, og svipaði til fjöldaframleiddra bóka sem má stundum finna í sumarbústað í kiljuformi. Þá var stjórn grúppunnar gagnrýnd í innleggi og tóku margir undir gagnrýni málshefjanda. Þegar einn stjórnandi var spurður hvort hann tengdist jafnvel málinu, hvarf sú umræða líka.

Í samtali við Mannlíf segir Rebekka að flöskunni sjálfri er hýsti bréfið hafi verið fargað. Á bréfinu er heldur ekkert nafn að finna.

„Ef þið hafið einhverjar upplýsingar sem gætu gagnast mér, vinsamlegast hafið samband við mig hvenær sem er.“

- Auglýsing -

Bréfið í heild sinni:

„Þeir tóku mig, Geir og strákurinn, sonur böðulsins Bj. Ben og fóru með mig í bílnum eitthvað austur eftir. Þeir bundu fyrir augun á mér svo ég veit ekki hvert við fórum.

Ég veit ekki hvar við erum, en það er við sjóinn. Það var Kanadjöfull með í bílnum, hann ók, offíserí en í sívílfötum. Þeir kölluðu hann Mike. Á einum stað drógu þeir mig út úr bílnum og börðu mig í andlitið svo ég fékk blóðnasir og spörkuðu í nárann á mér. Kaninn sagði það væri réttast að stinga úr mér augun, en það vildu hinir ekki. Í það skipti.

Nú hafa þeir mig hér í haldi í 3 eða 4 daga. Þeir berja mig kvölds og morgna af því þeir segja að ég sé á móti setuliðinu og kananum og kalla mig kommúnista og framsóknarhund og öllum ljótum nöfnum. Ég fæ sama sem ekkert að éta.

Nú hef ég verið látinn í friði í dag. Ég er lokaður inni og það er hleri fyrir glugganum, en ég heyri brimhljóð og get rétt aðeins grillt í sjóinn og fjöruna í gegnum gat í hleranum. Svo ég skrifa þetta á ritvél sem er hér í kofanum ef ég gæti með því móti komið skilaboðum til fólks svo mér verði bjargað úr klóm morðhundsins B.B. Ég segi ekki til nafns míns. Nú heyri ég hljóð.“

Rétt er að minna á að á vefnum timarit.is kemur skamstöfunin Bj. Ben fyrir rúmlega hundrað sinnum. Þar er hún oftast eignuð  fyrrverandi forsætisráðherra. Rétt er að taka fram að ekki er hægt að fullyrða á nokkurn hátt um hvern þarna er átt eða hvort sannleikskorn sé að finna í bréfinu.

Þegar bréfið er skoðað má ætla að þar sé eitthvað ritað. Svo er þó ekki. Bréfið hefur verið brotið saman og texti þess smitast og er því um sama texta að ræða.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -