Mánudagur 29. apríl, 2024
10.3 C
Reykjavik

Samfélag Pólverja á Íslandi í sárum og syrgir litla drenginn og móður hans – Söfnun heldur áfram

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Litli drengurinn, Mikolaj Majewski, sem lenti í umferðarslysi í Skötufirði á laugardaginn er látinn. Hann var aðeins 18 mánaða. Móðir hans, Kamila Majewska, lést einnig eftir hið hræðilega slys en Tomek Majewska, faðir drengsins og eiginmaður Kamila, komst lífs af.

Hin unga fjölskylda hafði dvalið í Póllandi yfir jól og var á leið heim til Flateyrar þegar bíllinn endaði utan vegar vegna hálku og steyptist í sjóinn. Ekkert símasamband var á slysstað og þá töfðust viðbragðsaðilar vegna veðurs og hálku á vegum.

Pólska samfélagið á Íslandi er í sárum. Ein grúppa þar sem meðlimirnir eru Pólverjar búsettir á Íslandi telur um 25 þúsund manns. Þar syrgja Pólverjar Kamila og Mikolaj og senda Tomek Majewska og fjölskyldu hans samúðarkveðjur.

Söfnun sem hrundið var af stað fyrir fjölskylduna heldur áfram. Fyrr í dag hafði safnast um ein mílljón en í kvöld var upphæðin um 3.5 milljón króna. Sandra Stephowska, vinkona fjölskyldunnar, sem stendur að söfnuninni, sagði í samtali við Mannlíf fyrr í dag:

„Öll hjálp er vel þegin“

Andvirði söfnunarinnar er hugsað til þess að styrkja nánustu fjölskylduna sem flýgur nú til íslands og flytja Kamilu og Mikolaj til heimalandsins.

- Auglýsing -

Ef þú vilt hjálpa fjölskyldunni og leggja söfnuninni lið þá getur þú gert það hér.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -